Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Nick Bradford: Elska að spila á útivelli

    „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Snæfell er með eitt besta lið landsins og þeir eru sérstaklega erfiðir heim að sækja. Við vissum að þeir myndu selja sig dýrt hér í dag," sagði Bandaríkjamaðurinn Nick Bradford sem var frekar lengi í gang og hefur oft spilað betur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Seiglusigur hjá Grindavík

    Grindavík vann gríðarlega sterkan sigur á Snæfelli í Fjárhúsinu í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og fengust úrslit ekki fyrr en í lokin.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sjónvarpsskrekkurinn úr KR-ingum

    KR unnu í kvöld þrettán stiga sigur í Keflavík, 75-88 í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Iceland Express deild karla. Einhverjir voru farnir að halda að beinar sjónvarpsútsendingar færu illa í KR-liðið en það afsannaðist í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Góðar fréttir fyrir Pál Axel

    Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindavíkur, fékk góðar fréttir hjá læknum í morgun þegar hann fór í skoðun vegna hnémeiðsla sem héldu honum frá leik Grindavíkur og Snæfells í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta í gærkvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hlynur: Okkur verður slátrað með svona spilamennsku

    "Það verður vonandi annar bragur á okkur í næsta leik. Ég vona að þetta sé það sem við þurftum til að vakna. Ef við spilum aftur svona á miðvikudaginn, þá slátra þeir okkur," sagði Hlynur Bæringsson, spilandi þjálfari Snæfells, eftir að lið hans var kjöldregið 110-82 í Grindavík í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hlynur hefur sparað skotin gegn Grindavík í vetur

    Það mun mikið mæða á þjálfurum Snæfells, Hlyni Bæringssyni og Sigurði Þorvaldssyni, í kvöld þegar Grindavík og Snæfell mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Iceland Express deild karla. Leikurinn fer fram í Grindavík, hefst klukkan 19.15 og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 Sport.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Páll Axel verður ekki með Grindavík í kvöld

    Körfuknattleikslið Grindavíkur hefur orðið fyrir blóðtöku á versta mögulega tíma. Páll Axel Vilbergsson er meiddur á hné og getur ekki spilað með liðinu í fyrsta leiknum gegn Snæfelli í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í Grindavík í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Arnór: Þetta er rétt að byrja

    "Þetta var flottur leikur hjá okkur, sérstaklega varnarleikurinn," sagði Jón Arnór Stefánsson hjá KR eftir að hans menn tóku Keflavík í kennslustund 102-74 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR vann stórsigur á Keflavík

    KR hefur tekið 1-0 forystu í undanúrslitaeinvíginu við Keflavík í Iceland Express deildinni eftir öruggan 102-74 sigur á heimavelli í fyrsta leik liðanna í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell í undanúrslitin

    Snæfell er komið í undanúrslit Iceland Express deildarinnar eftir 73-71 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik í Stykkishólmi í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Friðrik: Ég var mjög smeykur

    Óvíst er hvort framherjinn Nick Bradford geti leikið með Grindvíkingum í undanúrslitunum í Iceland Express deildinni. Bradford datt illa og rotaðist þegar hann var að koma frá lækni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    85 prósent oddaleikjanna hafa unnist heima

    Snæfell og Stjarnan mætast í kvöld í oddaleik í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta. Það lið sem vinnur leikinn sem fram fer í Stykkishólmi er komið í undanúrslit Íslandsmótsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ég er ekkert hættur að þjálfa

    Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks í Iceland Express deildinni tilkynnti í gærkvöld að hann væri hættur störfum hjá félaginu. Það var karfan.is sem greindi frá þessu.

    Körfubolti