Nick Bradford: Elska að spila á útivelli „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Snæfell er með eitt besta lið landsins og þeir eru sérstaklega erfiðir heim að sækja. Við vissum að þeir myndu selja sig dýrt hér í dag," sagði Bandaríkjamaðurinn Nick Bradford sem var frekar lengi í gang og hefur oft spilað betur. Körfubolti 25. mars 2009 21:23
Seiglusigur hjá Grindavík Grindavík vann gríðarlega sterkan sigur á Snæfelli í Fjárhúsinu í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og fengust úrslit ekki fyrr en í lokin. Körfubolti 25. mars 2009 18:44
Friðrik búinn að tapa átta leikjum í röð í Hólminum Það hefur gengið illa hjá Friðriki Ragnarssyni að stjórna liði sínu til sigurs í Stykkishólmi en Friðrik mætir með sína menn í Grindavík í Hólminn á eftir til þess að reyna vinna þar sinn fyrsta sigur í sex ár. Körfubolti 25. mars 2009 18:15
Brenton: Við erum með nóg af mönnum sem geta skorað Brenton Birmingham setti á svið sýningu síðast þegar Grindvíkingar sóttu Snæfellinga heim í Iceland Express deildinni. Liðin mætast í kvöld öðru sinni í undanúrslitaeinvígi sínu eftir að Grindvíkingar unnu fyrsta leikinn. Körfubolti 25. mars 2009 14:37
Sjónvarpsskrekkurinn úr KR-ingum KR unnu í kvöld þrettán stiga sigur í Keflavík, 75-88 í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Iceland Express deild karla. Einhverjir voru farnir að halda að beinar sjónvarpsútsendingar færu illa í KR-liðið en það afsannaðist í kvöld. Körfubolti 24. mars 2009 23:15
Fannar: Við erum erfiðir þegar við spilum svona vörn Miðherjinn Fannar Ólafsson skoraði 9 stig og hirti 11 fráköst á gamla heimavellinum sínum í Keflavík í kvöld þegar lið hans KR vann 88-75 sigur og komst með annan fótinn í úrslitaeinvígið í Iceland Express deildinni. Körfubolti 24. mars 2009 21:36
KR í lykilstöðu eftir sigur í Keflavík KR er komið í þægilega 2-0 forystu í undanúrslitaeinvígi sínu við Keflavík í Iceland Express deildinni eftir 75-88 sigur í Keflavík í kvöld. Körfubolti 24. mars 2009 18:57
KR-ingar hafa ekki unnið í Keflavík síðan 1991 KR-ingar hafa ekki unnuð leik í Keflavík í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í átján ár eða síðan liðið vann 71-84 í fyrsta leik undanúrslitaeinvígisins árið 1991. Körfubolti 24. mars 2009 18:15
Þröstur Leó verður með Keflvíkingum í kvöld Keflvíkingar hafa fengið góð tíðindi fyrir annan leikinn gegn KR í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Körfubolti 24. mars 2009 17:06
Góðar fréttir fyrir Pál Axel Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindavíkur, fékk góðar fréttir hjá læknum í morgun þegar hann fór í skoðun vegna hnémeiðsla sem héldu honum frá leik Grindavíkur og Snæfells í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta í gærkvöld. Körfubolti 24. mars 2009 15:04
Hlynur: Okkur verður slátrað með svona spilamennsku "Það verður vonandi annar bragur á okkur í næsta leik. Ég vona að þetta sé það sem við þurftum til að vakna. Ef við spilum aftur svona á miðvikudaginn, þá slátra þeir okkur," sagði Hlynur Bæringsson, spilandi þjálfari Snæfells, eftir að lið hans var kjöldregið 110-82 í Grindavík í kvöld. Körfubolti 23. mars 2009 21:17
Grindavík vann auðveldan sigur á Snæfelli Grindvíkingar hafa tekið 1-0 forystu í undanúrslitaeinvígi sínu við Snæfell í Iceland Express deildinni eftir öruggan 110-82 sigur á heimavelli sínum í kvöld. Körfubolti 23. mars 2009 18:55
Hlynur hefur sparað skotin gegn Grindavík í vetur Það mun mikið mæða á þjálfurum Snæfells, Hlyni Bæringssyni og Sigurði Þorvaldssyni, í kvöld þegar Grindavík og Snæfell mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Iceland Express deild karla. Leikurinn fer fram í Grindavík, hefst klukkan 19.15 og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 23. mars 2009 18:15
Hægðu á Nick og Pál Axel en réðu ekkert við Brenton Grindavík og Snæfell mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Iceland Express deild karla. Leikurinn fer fram í Grindavík, hefst klukkan 19.15 og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 23. mars 2009 17:15
Arnar Freyr sker sig úr í Grindavíkurliðinu Þrátt fyrir að lykilleikmenn Grindavíkur hafi ekki spilað með sama liðinu í fyrra eiga þeir það allir sameiginlegt að hafa mætt Snæfelli í úrslitakeppninni í fyrra. Körfubolti 23. mars 2009 16:00
Páll Axel verður ekki með Grindavík í kvöld Körfuknattleikslið Grindavíkur hefur orðið fyrir blóðtöku á versta mögulega tíma. Páll Axel Vilbergsson er meiddur á hné og getur ekki spilað með liðinu í fyrsta leiknum gegn Snæfelli í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í Grindavík í kvöld. Körfubolti 23. mars 2009 15:55
Jón Arnór: Þetta er rétt að byrja "Þetta var flottur leikur hjá okkur, sérstaklega varnarleikurinn," sagði Jón Arnór Stefánsson hjá KR eftir að hans menn tóku Keflavík í kennslustund 102-74 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Körfubolti 22. mars 2009 21:34
KR vann stórsigur á Keflavík KR hefur tekið 1-0 forystu í undanúrslitaeinvíginu við Keflavík í Iceland Express deildinni eftir öruggan 102-74 sigur á heimavelli í fyrsta leik liðanna í kvöld. Körfubolti 22. mars 2009 18:38
Jón, Jakob og Helgi sjóðheitir á móti Keflavík í vetur KR og Keflavík hefja undanúrslitaeinvígi sitt í Iceland Express deild karla í dag þegar fyrsti leikurinn fer fram í DHL-Höllinni í Frostaskjólinu. Þetta verður fimmti leikur liðanna í vetur og hefur KR unnið hina fjóra. Körfubolti 22. mars 2009 17:00
Mætast í fyrsta sinn í tólf ár í úrslitakeppni KR og Keflavík hefja undanúrslitaeinvígi sitt í Iceland Express deild karla í dag þegar fyrsti leikurinn fer fram í DHL-Höllinni í Frostaskjólinu. Körfubolti 22. mars 2009 16:30
Fjórðu bikarmeistararnir á fimm árum til að detta út strax Bikarmeistarar Stjörnunnar eru komnir í sumafrí eftir 1-2 tap fyrir Snæfelli í oddaleik liðanna í 8 liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í Stykkishólmi í gærkvöldi. Körfubolti 20. mars 2009 20:30
Bradford: Fékk góðar fréttir frá læknunum og verður með í fyrsta leik Nick Bradford hefur fengið leyfi frá læknum til þess að spila með Grindavík í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í körfubolta en kappinn lenti í því að það leið yfir hann eftir að hann fékk sprautu hjá lækni í vikunni. Körfubolti 20. mars 2009 18:30
Fjögur efstu liðin fóru öll í undanúrslitin Fjögur efstu lið deildarkeppni Iceland Express deildar karla tryggðu sér öll sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar en þetta vare ljóst þegar Snæfell vann æsispennandi leik á móti Stjörnunni í gær. Körfubolti 20. mars 2009 13:00
Snæfell í undanúrslitin Snæfell er komið í undanúrslit Iceland Express deildarinnar eftir 73-71 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik í Stykkishólmi í kvöld. Körfubolti 19. mars 2009 19:01
Friðrik: Ég var mjög smeykur Óvíst er hvort framherjinn Nick Bradford geti leikið með Grindvíkingum í undanúrslitunum í Iceland Express deildinni. Bradford datt illa og rotaðist þegar hann var að koma frá lækni. Körfubolti 19. mars 2009 17:35
Fannar og Guðjón spila þrátt fyrir meiðsli Fannar Helgason og Guðjón Lárusson eru tilbúnir í slaginn með Stjörnunni fyrir oddaleik liðsins gegn Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld. Körfubolti 19. mars 2009 17:14
85 prósent oddaleikjanna hafa unnist heima Snæfell og Stjarnan mætast í kvöld í oddaleik í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta. Það lið sem vinnur leikinn sem fram fer í Stykkishólmi er komið í undanúrslit Íslandsmótsins. Körfubolti 19. mars 2009 16:30
Langt síðan Snæfell vann - þegar tímabilið er undir Snæfell og Stjarnan mætast í kvöld í oddaleik í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta. Það lið sem vinnur leikinn sem fram fer í Stykkishólmi er komið í undanúrslit Íslandsmótsins. Körfubolti 19. mars 2009 14:50
Ég er ekkert hættur að þjálfa Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks í Iceland Express deildinni tilkynnti í gærkvöld að hann væri hættur störfum hjá félaginu. Það var karfan.is sem greindi frá þessu. Körfubolti 18. mars 2009 17:26
Benedikt: Fáum mjög sterkan andstæðing Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, á von á mjög sterkum andstæðingi í næstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Körfubolti 17. mars 2009 23:22