Teitur: Fór aðeins yfir strikið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2011 13:30 Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Anton Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hann hafi farið yfir strikið í gagnrýni sinni á dómara eftir síðasta leik sinna manna gegn KR í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn um körfubolta. KR er komið í 2-1 í rimmunni og getur tryggt sér titilinn í kvöld með sigri í fjórða leik liðanna sem fer fram í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Teitur sagði eftir leikinn á sunnudagskvöldið að dómararnir hefðu dæmt með KR-ingum seinni hálfleiknum og að hver einasta snerting hefði kostað Stjörnumenn villu. „Ég held að ég hafi farið aðeins yfir strikið. Þegar ég horfði á leikinn aftur sá ég að við vorum klaufar í mörgum tilfellum. Það voru ýmis atriði sem komu mér úr jafnvægi og ég má ekki láta það gerast, frekar en leikmenn liðsins,“ sagði Teitur við Vísi í kvöld. „Þegar reiðin rann af manni þá sér maður þetta í öðru ljósi.“ „Ég treysti dómurunum til að sinna sínu starfi af sinni bestu getu,“ bætti Teitur við. Hann segir að leikur kvöldsins leggist vel í sig og að ekkert sé tapað fyrirfram. Stjörnumenn ætli sér að knýja fram oddaleik í einvíginu í kvöld. Líklegt er að þeir þurfi þá að stöðva hinn sjóðheita Marcus Walker til þess en hann hefur farið á kostum í úrslitakeppninna. Varnarleikur KR hefur einnig verið hrósað mikið en Teitur segir að Stjörnumenn geti fyrst og fremst sjálfum sér um kennt. „Ég er ekkert sammála öllum um að varnarleikur KR hafi verið það öflugur í þriðja leikhluta,“ sagði Teitur en í þá skoruðu Stjörnumenn aðeins níu stig. „Við fengum margoft galopin skot sem við nýtum vanalega en gerðum ekki í þetta skiptið. Við áttum hreinlega að koamst yfir á þessum kafla en skotin fóru ekkert ofan í.“ „Þá fóru KR að hitta, flestir minna leikmanna komnir með fjórar villur og þá var þetta orðið erfitt.“ „En í kvöld þurfum við að klára allar 40 mínúturnar í leiknum eins og við gerðum í síðasta leik í Ásgarði. Þar líður okkur vel, þetta er körfurnar okkar og við höfum ekki tapað þar síðan í janúar. Við munum gera allt sem við getum til að fá oddaleik.“ „Við erum sífellt að reyna bregðast við Marcus. Við teljum að hann sé að gera gæfumuninn fyrir KR. Þar er hraðinn í þessu liði og við höfum verið að reyna að finna leiðir til að hægja á honum því þegar við náum að stilla upp og spila fimm á móti fimm þá líður okkur mjög vel.“ „Hingað til hafa þeir þó verið að skora 50-60 stig úr hraðaupphlaupum með því að fá lay-up, vítaskot eða opin þriggja stigaskot og allt innan fimm sekúndna. Við viljum láta þetta snúast um fimm á fimm körfubolta þar sem við erum miklu betri. Ef það tekst verðum við í góðum málum.“ „Við þurfum að mæta þeim af hörku strax frá fyrstu mínútu og láta þá hafa fyrir hlutunum - og trúa síðan því sem við gerum vel hinum megin.“ Dominos-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hann hafi farið yfir strikið í gagnrýni sinni á dómara eftir síðasta leik sinna manna gegn KR í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn um körfubolta. KR er komið í 2-1 í rimmunni og getur tryggt sér titilinn í kvöld með sigri í fjórða leik liðanna sem fer fram í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Teitur sagði eftir leikinn á sunnudagskvöldið að dómararnir hefðu dæmt með KR-ingum seinni hálfleiknum og að hver einasta snerting hefði kostað Stjörnumenn villu. „Ég held að ég hafi farið aðeins yfir strikið. Þegar ég horfði á leikinn aftur sá ég að við vorum klaufar í mörgum tilfellum. Það voru ýmis atriði sem komu mér úr jafnvægi og ég má ekki láta það gerast, frekar en leikmenn liðsins,“ sagði Teitur við Vísi í kvöld. „Þegar reiðin rann af manni þá sér maður þetta í öðru ljósi.“ „Ég treysti dómurunum til að sinna sínu starfi af sinni bestu getu,“ bætti Teitur við. Hann segir að leikur kvöldsins leggist vel í sig og að ekkert sé tapað fyrirfram. Stjörnumenn ætli sér að knýja fram oddaleik í einvíginu í kvöld. Líklegt er að þeir þurfi þá að stöðva hinn sjóðheita Marcus Walker til þess en hann hefur farið á kostum í úrslitakeppninna. Varnarleikur KR hefur einnig verið hrósað mikið en Teitur segir að Stjörnumenn geti fyrst og fremst sjálfum sér um kennt. „Ég er ekkert sammála öllum um að varnarleikur KR hafi verið það öflugur í þriðja leikhluta,“ sagði Teitur en í þá skoruðu Stjörnumenn aðeins níu stig. „Við fengum margoft galopin skot sem við nýtum vanalega en gerðum ekki í þetta skiptið. Við áttum hreinlega að koamst yfir á þessum kafla en skotin fóru ekkert ofan í.“ „Þá fóru KR að hitta, flestir minna leikmanna komnir með fjórar villur og þá var þetta orðið erfitt.“ „En í kvöld þurfum við að klára allar 40 mínúturnar í leiknum eins og við gerðum í síðasta leik í Ásgarði. Þar líður okkur vel, þetta er körfurnar okkar og við höfum ekki tapað þar síðan í janúar. Við munum gera allt sem við getum til að fá oddaleik.“ „Við erum sífellt að reyna bregðast við Marcus. Við teljum að hann sé að gera gæfumuninn fyrir KR. Þar er hraðinn í þessu liði og við höfum verið að reyna að finna leiðir til að hægja á honum því þegar við náum að stilla upp og spila fimm á móti fimm þá líður okkur mjög vel.“ „Hingað til hafa þeir þó verið að skora 50-60 stig úr hraðaupphlaupum með því að fá lay-up, vítaskot eða opin þriggja stigaskot og allt innan fimm sekúndna. Við viljum láta þetta snúast um fimm á fimm körfubolta þar sem við erum miklu betri. Ef það tekst verðum við í góðum málum.“ „Við þurfum að mæta þeim af hörku strax frá fyrstu mínútu og láta þá hafa fyrir hlutunum - og trúa síðan því sem við gerum vel hinum megin.“
Dominos-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum