Teitur: Fór aðeins yfir strikið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2011 13:30 Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Anton Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hann hafi farið yfir strikið í gagnrýni sinni á dómara eftir síðasta leik sinna manna gegn KR í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn um körfubolta. KR er komið í 2-1 í rimmunni og getur tryggt sér titilinn í kvöld með sigri í fjórða leik liðanna sem fer fram í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Teitur sagði eftir leikinn á sunnudagskvöldið að dómararnir hefðu dæmt með KR-ingum seinni hálfleiknum og að hver einasta snerting hefði kostað Stjörnumenn villu. „Ég held að ég hafi farið aðeins yfir strikið. Þegar ég horfði á leikinn aftur sá ég að við vorum klaufar í mörgum tilfellum. Það voru ýmis atriði sem komu mér úr jafnvægi og ég má ekki láta það gerast, frekar en leikmenn liðsins,“ sagði Teitur við Vísi í kvöld. „Þegar reiðin rann af manni þá sér maður þetta í öðru ljósi.“ „Ég treysti dómurunum til að sinna sínu starfi af sinni bestu getu,“ bætti Teitur við. Hann segir að leikur kvöldsins leggist vel í sig og að ekkert sé tapað fyrirfram. Stjörnumenn ætli sér að knýja fram oddaleik í einvíginu í kvöld. Líklegt er að þeir þurfi þá að stöðva hinn sjóðheita Marcus Walker til þess en hann hefur farið á kostum í úrslitakeppninna. Varnarleikur KR hefur einnig verið hrósað mikið en Teitur segir að Stjörnumenn geti fyrst og fremst sjálfum sér um kennt. „Ég er ekkert sammála öllum um að varnarleikur KR hafi verið það öflugur í þriðja leikhluta,“ sagði Teitur en í þá skoruðu Stjörnumenn aðeins níu stig. „Við fengum margoft galopin skot sem við nýtum vanalega en gerðum ekki í þetta skiptið. Við áttum hreinlega að koamst yfir á þessum kafla en skotin fóru ekkert ofan í.“ „Þá fóru KR að hitta, flestir minna leikmanna komnir með fjórar villur og þá var þetta orðið erfitt.“ „En í kvöld þurfum við að klára allar 40 mínúturnar í leiknum eins og við gerðum í síðasta leik í Ásgarði. Þar líður okkur vel, þetta er körfurnar okkar og við höfum ekki tapað þar síðan í janúar. Við munum gera allt sem við getum til að fá oddaleik.“ „Við erum sífellt að reyna bregðast við Marcus. Við teljum að hann sé að gera gæfumuninn fyrir KR. Þar er hraðinn í þessu liði og við höfum verið að reyna að finna leiðir til að hægja á honum því þegar við náum að stilla upp og spila fimm á móti fimm þá líður okkur mjög vel.“ „Hingað til hafa þeir þó verið að skora 50-60 stig úr hraðaupphlaupum með því að fá lay-up, vítaskot eða opin þriggja stigaskot og allt innan fimm sekúndna. Við viljum láta þetta snúast um fimm á fimm körfubolta þar sem við erum miklu betri. Ef það tekst verðum við í góðum málum.“ „Við þurfum að mæta þeim af hörku strax frá fyrstu mínútu og láta þá hafa fyrir hlutunum - og trúa síðan því sem við gerum vel hinum megin.“ Dominos-deild karla Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hann hafi farið yfir strikið í gagnrýni sinni á dómara eftir síðasta leik sinna manna gegn KR í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn um körfubolta. KR er komið í 2-1 í rimmunni og getur tryggt sér titilinn í kvöld með sigri í fjórða leik liðanna sem fer fram í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Teitur sagði eftir leikinn á sunnudagskvöldið að dómararnir hefðu dæmt með KR-ingum seinni hálfleiknum og að hver einasta snerting hefði kostað Stjörnumenn villu. „Ég held að ég hafi farið aðeins yfir strikið. Þegar ég horfði á leikinn aftur sá ég að við vorum klaufar í mörgum tilfellum. Það voru ýmis atriði sem komu mér úr jafnvægi og ég má ekki láta það gerast, frekar en leikmenn liðsins,“ sagði Teitur við Vísi í kvöld. „Þegar reiðin rann af manni þá sér maður þetta í öðru ljósi.“ „Ég treysti dómurunum til að sinna sínu starfi af sinni bestu getu,“ bætti Teitur við. Hann segir að leikur kvöldsins leggist vel í sig og að ekkert sé tapað fyrirfram. Stjörnumenn ætli sér að knýja fram oddaleik í einvíginu í kvöld. Líklegt er að þeir þurfi þá að stöðva hinn sjóðheita Marcus Walker til þess en hann hefur farið á kostum í úrslitakeppninna. Varnarleikur KR hefur einnig verið hrósað mikið en Teitur segir að Stjörnumenn geti fyrst og fremst sjálfum sér um kennt. „Ég er ekkert sammála öllum um að varnarleikur KR hafi verið það öflugur í þriðja leikhluta,“ sagði Teitur en í þá skoruðu Stjörnumenn aðeins níu stig. „Við fengum margoft galopin skot sem við nýtum vanalega en gerðum ekki í þetta skiptið. Við áttum hreinlega að koamst yfir á þessum kafla en skotin fóru ekkert ofan í.“ „Þá fóru KR að hitta, flestir minna leikmanna komnir með fjórar villur og þá var þetta orðið erfitt.“ „En í kvöld þurfum við að klára allar 40 mínúturnar í leiknum eins og við gerðum í síðasta leik í Ásgarði. Þar líður okkur vel, þetta er körfurnar okkar og við höfum ekki tapað þar síðan í janúar. Við munum gera allt sem við getum til að fá oddaleik.“ „Við erum sífellt að reyna bregðast við Marcus. Við teljum að hann sé að gera gæfumuninn fyrir KR. Þar er hraðinn í þessu liði og við höfum verið að reyna að finna leiðir til að hægja á honum því þegar við náum að stilla upp og spila fimm á móti fimm þá líður okkur mjög vel.“ „Hingað til hafa þeir þó verið að skora 50-60 stig úr hraðaupphlaupum með því að fá lay-up, vítaskot eða opin þriggja stigaskot og allt innan fimm sekúndna. Við viljum láta þetta snúast um fimm á fimm körfubolta þar sem við erum miklu betri. Ef það tekst verðum við í góðum málum.“ „Við þurfum að mæta þeim af hörku strax frá fyrstu mínútu og láta þá hafa fyrir hlutunum - og trúa síðan því sem við gerum vel hinum megin.“
Dominos-deild karla Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira