Umfjöllun: Dramatískur sigur hjá Stjörnunni Henry Birgir Gunnarsson í Ásgarði skrifar 14. apríl 2011 20:55 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Valli Það verður ekkert af því að KR sópi Stjörnunni í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Stjörnumenn svöruðu fyrir sig á heimavelli í kvöld, unnu leikinn, 107-105, og jöfnuðu þar með einvígið í 1-1. Jovan Zdraveski hefur oft gert það gott í svörtu sokkunum í Ásgarði og hann mætti heldur betur tilbúinn í gær. Raðaði niður körfunum, reif niður sóknarfráköst og gerði KR-ingum almennt lífið leitt. Á sama tíma voru KR-ingar kaldir fyrir utan þriggja stiga línuna en skotin þeirra voru afar léleg. Dómarar síðasta leik voru arfaslakir en þeir Sigmundur Herbertsson og Björgvin Rúnarsson voru með allt aðra og betri línu. Leikurinn fékk því að fljóta. Leiddir af Jovan í stuði voru heimamenn í ágætri stöðu eftir fyrsta leikhlutann, 26-20. Marcus Walker lifnaði við í öðrum leikhluta og hreinlega tók yfir leikinn. Einn og óstuddur kom hann KR inn í leikinn og síðan yfir. Liðin héldust í hendur út annan leikhlutann og þegar flautað var til leikhlés munaði aðeins tveimur stigum á liðinum, 54-52. Jovan var bestur hjá Stjörnunni með 17 stig í hálfleiknum og Justin ágætur með 10. Marcus Walker var í sérflokki hjá KR og skoraði 24 stig í hálfleiknum. KR var alls ekki að spila vel og algjörlega Walker að þakka að liðið var inn í leiknum í hálfleik. Spennan hélt áfram í þriðja leikhluta. Stjarnan var með frumkvæðið en KR elti. Aldrei munaði miklu á liðunum en bæði lið að hitta vel og mikið skorað. Þegar einn leikhluti var eftir leiddi Stjarnan enn með tveimur stigum, 81-79. Það voru gríðarlega mikil og hörð átök í fjórða leikhluta og lá við að syði upp úr. Skal engan undra þar sem það var mikið undir. Sem fyrr var Stjarnan skrefi á undan en KR neitaði að láta sig hverfa. Þegar þrjár mínútur voru eftir fékk Jovan sína fimmtu villu og Pavel jafnaði með þriggja stiga skoti, 97-97 og allt á suðupunkti. Þegar ein mínúta var eftir skoraði Daníel afar huggulegu körfu fyrir Stjörnuna með sniðskoti. 104-99 og KR með bakið upp við vegginn. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, tók þá leikhlé. Brynjar Þór skoraði þá úr þriggja stiga skoti langt fyrir utan. 104-102. Walker fékk í kjölfarið sína fimmtu villu og Shouse fór á línuna. Hann var öruggur þar og setti niður bæði skotin. KR gafst ekki upp og Brynjar minnkaði muninn á ný þegar 32 sekúndur voru eftir, 106-104. Fannar Helgason fór næst á línuna fyrir Stjörnuna og klúðraði báðum skotunum. Stjörnumenn brutu á Brynjari þegar 16 sekúndur voru eftir. Brynjar klúðraði fyrra vítinu en setti það seinna niður. 106-105. KR setti Lindmets næst á línuna þegar 11 sekúndur voru eftir. Hann setti niður annað skotið. KR fékk tækifæri til þess að jafna eða klára leikinn. Pavel tók þriggja stiga skot sem misheppnaðist algjörlega. Var langt frá. Garðbæingar fönguðu eins og óðir væru í kjölfarið sætum sigri. Stjarnan-KR 107-105 (54-52)Stjarnan: Jovan Zdravevski 25/8 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 22/5 fráköst/6 stoðsendingar, Renato Lindmets 19/7 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 15/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 11, Fannar Freyr Helgason 10, Kjartan Atli Kjartansson 3, Guðjón Lárusson 2.KR: Marcus Walker 34/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 32, Finnur Atli Magnússon 13/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 9/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 8/14 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 6/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Sjá meira
Það verður ekkert af því að KR sópi Stjörnunni í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Stjörnumenn svöruðu fyrir sig á heimavelli í kvöld, unnu leikinn, 107-105, og jöfnuðu þar með einvígið í 1-1. Jovan Zdraveski hefur oft gert það gott í svörtu sokkunum í Ásgarði og hann mætti heldur betur tilbúinn í gær. Raðaði niður körfunum, reif niður sóknarfráköst og gerði KR-ingum almennt lífið leitt. Á sama tíma voru KR-ingar kaldir fyrir utan þriggja stiga línuna en skotin þeirra voru afar léleg. Dómarar síðasta leik voru arfaslakir en þeir Sigmundur Herbertsson og Björgvin Rúnarsson voru með allt aðra og betri línu. Leikurinn fékk því að fljóta. Leiddir af Jovan í stuði voru heimamenn í ágætri stöðu eftir fyrsta leikhlutann, 26-20. Marcus Walker lifnaði við í öðrum leikhluta og hreinlega tók yfir leikinn. Einn og óstuddur kom hann KR inn í leikinn og síðan yfir. Liðin héldust í hendur út annan leikhlutann og þegar flautað var til leikhlés munaði aðeins tveimur stigum á liðinum, 54-52. Jovan var bestur hjá Stjörnunni með 17 stig í hálfleiknum og Justin ágætur með 10. Marcus Walker var í sérflokki hjá KR og skoraði 24 stig í hálfleiknum. KR var alls ekki að spila vel og algjörlega Walker að þakka að liðið var inn í leiknum í hálfleik. Spennan hélt áfram í þriðja leikhluta. Stjarnan var með frumkvæðið en KR elti. Aldrei munaði miklu á liðunum en bæði lið að hitta vel og mikið skorað. Þegar einn leikhluti var eftir leiddi Stjarnan enn með tveimur stigum, 81-79. Það voru gríðarlega mikil og hörð átök í fjórða leikhluta og lá við að syði upp úr. Skal engan undra þar sem það var mikið undir. Sem fyrr var Stjarnan skrefi á undan en KR neitaði að láta sig hverfa. Þegar þrjár mínútur voru eftir fékk Jovan sína fimmtu villu og Pavel jafnaði með þriggja stiga skoti, 97-97 og allt á suðupunkti. Þegar ein mínúta var eftir skoraði Daníel afar huggulegu körfu fyrir Stjörnuna með sniðskoti. 104-99 og KR með bakið upp við vegginn. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, tók þá leikhlé. Brynjar Þór skoraði þá úr þriggja stiga skoti langt fyrir utan. 104-102. Walker fékk í kjölfarið sína fimmtu villu og Shouse fór á línuna. Hann var öruggur þar og setti niður bæði skotin. KR gafst ekki upp og Brynjar minnkaði muninn á ný þegar 32 sekúndur voru eftir, 106-104. Fannar Helgason fór næst á línuna fyrir Stjörnuna og klúðraði báðum skotunum. Stjörnumenn brutu á Brynjari þegar 16 sekúndur voru eftir. Brynjar klúðraði fyrra vítinu en setti það seinna niður. 106-105. KR setti Lindmets næst á línuna þegar 11 sekúndur voru eftir. Hann setti niður annað skotið. KR fékk tækifæri til þess að jafna eða klára leikinn. Pavel tók þriggja stiga skot sem misheppnaðist algjörlega. Var langt frá. Garðbæingar fönguðu eins og óðir væru í kjölfarið sætum sigri. Stjarnan-KR 107-105 (54-52)Stjarnan: Jovan Zdravevski 25/8 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 22/5 fráköst/6 stoðsendingar, Renato Lindmets 19/7 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 15/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 11, Fannar Freyr Helgason 10, Kjartan Atli Kjartansson 3, Guðjón Lárusson 2.KR: Marcus Walker 34/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 32, Finnur Atli Magnússon 13/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 9/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 8/14 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 6/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Sjá meira