Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Ingi Þór: Vorum bara ekki tilbúnir að mæta baráttunni hjá þeim

    „Við vorum bara hræðilega lélegir. Leikurinn var spilaður mjög fast og fékk að fljóta þannig og við létum þá bara lemja okkur niður. Við vorum bara ekki tilbúnir að mæta baráttunni hjá þeim í kvöld,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir 69-64 tap liðs síns gegn Fjölni í Iceland Express deild karla í kvöld en þetta var fyrsta tap Snæfells á árinu 2010.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bárður: Hlýtur bara að vera eitthvað í okkur spunnið

    „Við vorum góðir í kvöld. Varnarleikurinn hjá okkur var mjög massívur og við vorum búnir að undirbúa okkur vel fyrir að mæta þeim og mér fannst okkur takast vel upp með að stoppa þeirra hættulegustu menn,“ sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Fjölnis, eftir 69-64 sigur liðs síns gegn Snæfelli í Iceland Express-deild karla í körfubolta í Dalhúsum í Grafarvogi í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Brynjar með skotsýningu í sigri KR-inga á Njarðvík

    KR-ingar náðu fjögurra stiga forskot á toppi Iceland Express deildar karla með tólf stiga sigri á Njarðvík, 89-77, í DHL-Höllinni í kvöld. Eftir jafnan en sveiflukenndan leik þá sýndu KR-ingar mikla yfirburði í lokaleikhlutanum og tryggðu sér sinn fyrsta sigur á Njarðvíkingum í vetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindvíkingar komnir í Höllina eftir sigur á ÍR

    Grindvíkingar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni eftir 91-78 sigur í undanúrslitaleik Subwaybikars karla í Röstinni í Grindavík í kvöld. Grindavík var með forustuna allan leikinn en ÍR-ingar voru búnir að minnka muninn í fjögur stig fyrir lokaleikhlutann.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvíkingar búnir að tapa fjórum í röð - frábær fjórði leikhluti hjá KR

    KR-ingar með Brynjar Þór Björnsson í fararbroddi unnu tólf stiga sigur á Njarðvík, 89-77, í Iceland Express deild karla í DHL-Höllinni í kvöld. Njarðvíkingar hafa því tapað fjórum síðustu leikjum sínum í deild og bikar. Eftir miklar sveiflur og jafna stöðu fyrir lokaleikhlutan fóru KR-ingar illa með Njarðvíkurliðið í lokaleikhlutanum sem þeir unnu 19-7.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Er þetta ennþá höllin hans Nick Bradford?

    Það eru örugglega fáir búnir að gleyma frammistöðu Nick Braford með Grindavík í DHL-Höll þeirra KR-inga á síðasta tímabili. Bradford fór á kostum í fjórum leikjum sínum í Frostaskjólinu og var með 36,3 stig að meðaltali í leikjunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingi Þór: Hlynur er bara „monster"

    Snæfellingar komust í dag í úrslitaleik Subway-bikarsins með því að leggja Keflavík sannfærandi að velli í Toyota-sláturhúsinu. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells var að vonum stoltur af sínu liði.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell í bikarúrslitin

    Snæfellingar unnu glæsilegan útisigur á Keflavík í undanúrslitum bikarsins í dag 90-64. Heimamenn fundu engan takt í sinn leik, jafnt var eftir fyrsta leikhluta en eftir hann tóku Snæfellingar völdin.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Brenton spurningamerki fyrir leikinn á móti KR í kvöld

    Brenton Birmingham er tæpur fyrir stórleik Grindavíkur og KR í Iceland Express deild karla í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15 í Röstinni í Grindavík. Samkvæmt frétt á heimasíðu Grindvíkinga þá er Brenton að glíma við meiðsli á læri eftir að hafa fengið högg framan á lærið í síðasta leik á móti Njarðvík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ekkert gekk hjá Njarðvíkurliðinu með Nick inn á

    Nick Bradford varð að sætta sig við tap á móti gömlu félögum sínum í Grindavík í Iceland Express deildinni í gærkvöldi en í leiknum á undan hafði Njarðvíkurliðið steinlegið í bikarnum fyrir ennþá eldri félögum Nick úr Keflavík.

    Körfubolti