Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Snæfell - 82-77 Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2012 18:45 Þór Þorlákshöfn vann í kvöld frábæran sigur á Snæfell, 82-77, í 8-liða úrslitum Iceland-Express deild karla í körfubolta. Snæfell hafði yfirhöndina nánast allan leikinn en heimamenn gáfust aldrei upp. Í fjórða leikhlutanum komu Þórsarar tvíefldir til leiks og náðu að innbyrða magnaðan sigur. Þór leiðir því einvígið 1-0 en tvo sigra þarf til að komast áfram í undanúrslitin. Heimamenn voru í erfileikum að finna taktinn til að byrja með og voru Snæfellingar sterkari. Gestirnir voru sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna og fljótlega var staðan orðin 17-5 fyrir Snæfell. Snæfell hafði tögl á haldi á leiknum eftir fyrsta leikhlutann. Í þeim öðrum mættu heimamenn til leiks. Þegar leið á annan leikhluta komust Þórsarar meira og meira í takt við leikinn og úrslitakeppnishrollurinn virtist vera farinn úr þeim. Snæfellingar voru samt ávallt skrefinu á undan heimamönnum og var staðan 40-32 í hálfleik. Þórsarar byrjuðu með látum í síðari hálfleiknum og settu tvær fyrstu körfurnar. Staðan var allt í einu orðin 42-38. Darrel Govens, leikmaður Þórs, var þarna allur að hitna og farinn að stjórna leik sinna manna eins og herforingi. Þeir þurfa alltaf á hans kröftum að halda og því var það mikilvægt. Snæfell gekk þá á lagið og náðu aftur tökum á leiknum. Staðan var 65-53 fyrir Hólmara fyrir loka fjórðunginn. Til að byrja með í fjórða leikhlutanum stefndi allt í þægilegan sigur Snæfells og þeir leiddu með um tíu stigum alveg fram að miðjum fjórðungnum. Þá loksins kom áhlaup Þórsara og það ekki lítið. Heimamenn fóru að spila boltanum vel á milli sín og virtust loksins finna körfuna. Snæfellingar misstu alveg hausinn og gerðu ítrekað algjör byrjendamistök. Það tók Þórsara aðeins nokkrar mínútur að jafna leikinn og komast í kjölfarið yfir 74-72. Þór vann að lokum sinn fyrsta sigur, 82-77, í úrslitakeppni og eru til alls líklegir. Næsti leikur liðanna er á mánudagskvöldið í Stykkishólmi og þá er að duga eða drepast fyrir Snæfell en tapi liðið eru þeir komnir í sumarfrí.Þór Þorlákshöfn-Snæfell 82-77 (14-25, 18-15, 21-25, 29-12)Þór:Þorlákshöfn: Darrin Govens 23/6 fráköst/7 stoðsendingar, Matthew James Hairston 19/12 fráköst, Blagoj Janev 12/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 11/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 8/6 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 7, Darri Hilmarsson 2/4 fráköst.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 22/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 17/6 fráköst, Marquis Sheldon Hall 14/6 fráköst/6 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 9, Quincy Hankins-Cole 7/10 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 5, Ólafur Torfason 3/7 fráköst. Benedikt: Við erum alveg á jörðinni„Þetta var nokkuð skrítinn leikur," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór Þorlákshafnar,eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum aldrei líklegir framan af og vorum ekki að spila vel. Síðan í fjórða leikhlutanum náðum við loksins að setja niður nokkur skot og spiluðum fínan varnarleik." „Karfan er þannig sport að hver leikur er fjörtíu mínútur og það skiptir engu máli hvaða lið er yfir allan leikinn heldur það lið sem stendur uppi sem sigurvegari í lokin." „Við erum aftur á móti alveg á jörðinni og vitum vel að þetta er langt frá því að vera búið. Það þarf að vinna tvo leiki til að komast áfram og við eigum hellinga eftir. Liðið þarf að spila betur í Hólminum ef við ætlum að eiga möguleika." Myndband af viðtalinu við Benedikt má sjá hér. Ingi Þór: Gerðum alveg í buxurnar undir lokin„Við gerðum algjörlega í buxurnar síðustu fimm mínúturnar," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. „Við sýndum arfaslakan sóknar og varnarleik í loka fjórðungnum en það munaði samt ekki miklu hjá okkur, við verðum einfaldlega að vera miklu skynsamari." „Við vorum oft á tíðum bara klaufar og erum að gera barnaleg mistök. Síðan er algjör lykilþáttur hvað við erum að hleypa aukaleikurunum þeirra mikið inn í leikinn." Nokkuð umdeilt atvik átti sér stað undir blálokin þegar Þórsarar voru með boltann og Quincy Hankins-Cole, leikmaður Snæfells, braut heldur harkalega á leikmanni Þórs. Dómarar leiksins dæmdu óíþróttamannslega villu og því fengu heimamenn tvö vítaskot og boltann á ný. Þetta gerði í raun útum leikinn og leikmenn Snæfells langt frá því að vera sáttir. „Þetta var rosalega stór dómur og alveg klárar þennan leik. Ég var ekki sammála honum en dómararnir töpuðu ekki þessum leik fyrir okkur í kvöld, það er á hreinu." „Við komum hingað aftur og spilum fyrir framan þessa frábæru áhorfendur. Næsti leikur verður á okkar heimavelli þá verður allt vitlaust." Myndband af viðtalinu við Inga má sjá hér. Dominos-deild karla Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Þór Þorlákshöfn vann í kvöld frábæran sigur á Snæfell, 82-77, í 8-liða úrslitum Iceland-Express deild karla í körfubolta. Snæfell hafði yfirhöndina nánast allan leikinn en heimamenn gáfust aldrei upp. Í fjórða leikhlutanum komu Þórsarar tvíefldir til leiks og náðu að innbyrða magnaðan sigur. Þór leiðir því einvígið 1-0 en tvo sigra þarf til að komast áfram í undanúrslitin. Heimamenn voru í erfileikum að finna taktinn til að byrja með og voru Snæfellingar sterkari. Gestirnir voru sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna og fljótlega var staðan orðin 17-5 fyrir Snæfell. Snæfell hafði tögl á haldi á leiknum eftir fyrsta leikhlutann. Í þeim öðrum mættu heimamenn til leiks. Þegar leið á annan leikhluta komust Þórsarar meira og meira í takt við leikinn og úrslitakeppnishrollurinn virtist vera farinn úr þeim. Snæfellingar voru samt ávallt skrefinu á undan heimamönnum og var staðan 40-32 í hálfleik. Þórsarar byrjuðu með látum í síðari hálfleiknum og settu tvær fyrstu körfurnar. Staðan var allt í einu orðin 42-38. Darrel Govens, leikmaður Þórs, var þarna allur að hitna og farinn að stjórna leik sinna manna eins og herforingi. Þeir þurfa alltaf á hans kröftum að halda og því var það mikilvægt. Snæfell gekk þá á lagið og náðu aftur tökum á leiknum. Staðan var 65-53 fyrir Hólmara fyrir loka fjórðunginn. Til að byrja með í fjórða leikhlutanum stefndi allt í þægilegan sigur Snæfells og þeir leiddu með um tíu stigum alveg fram að miðjum fjórðungnum. Þá loksins kom áhlaup Þórsara og það ekki lítið. Heimamenn fóru að spila boltanum vel á milli sín og virtust loksins finna körfuna. Snæfellingar misstu alveg hausinn og gerðu ítrekað algjör byrjendamistök. Það tók Þórsara aðeins nokkrar mínútur að jafna leikinn og komast í kjölfarið yfir 74-72. Þór vann að lokum sinn fyrsta sigur, 82-77, í úrslitakeppni og eru til alls líklegir. Næsti leikur liðanna er á mánudagskvöldið í Stykkishólmi og þá er að duga eða drepast fyrir Snæfell en tapi liðið eru þeir komnir í sumarfrí.Þór Þorlákshöfn-Snæfell 82-77 (14-25, 18-15, 21-25, 29-12)Þór:Þorlákshöfn: Darrin Govens 23/6 fráköst/7 stoðsendingar, Matthew James Hairston 19/12 fráköst, Blagoj Janev 12/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 11/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 8/6 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 7, Darri Hilmarsson 2/4 fráköst.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 22/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 17/6 fráköst, Marquis Sheldon Hall 14/6 fráköst/6 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 9, Quincy Hankins-Cole 7/10 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 5, Ólafur Torfason 3/7 fráköst. Benedikt: Við erum alveg á jörðinni„Þetta var nokkuð skrítinn leikur," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór Þorlákshafnar,eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum aldrei líklegir framan af og vorum ekki að spila vel. Síðan í fjórða leikhlutanum náðum við loksins að setja niður nokkur skot og spiluðum fínan varnarleik." „Karfan er þannig sport að hver leikur er fjörtíu mínútur og það skiptir engu máli hvaða lið er yfir allan leikinn heldur það lið sem stendur uppi sem sigurvegari í lokin." „Við erum aftur á móti alveg á jörðinni og vitum vel að þetta er langt frá því að vera búið. Það þarf að vinna tvo leiki til að komast áfram og við eigum hellinga eftir. Liðið þarf að spila betur í Hólminum ef við ætlum að eiga möguleika." Myndband af viðtalinu við Benedikt má sjá hér. Ingi Þór: Gerðum alveg í buxurnar undir lokin„Við gerðum algjörlega í buxurnar síðustu fimm mínúturnar," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. „Við sýndum arfaslakan sóknar og varnarleik í loka fjórðungnum en það munaði samt ekki miklu hjá okkur, við verðum einfaldlega að vera miklu skynsamari." „Við vorum oft á tíðum bara klaufar og erum að gera barnaleg mistök. Síðan er algjör lykilþáttur hvað við erum að hleypa aukaleikurunum þeirra mikið inn í leikinn." Nokkuð umdeilt atvik átti sér stað undir blálokin þegar Þórsarar voru með boltann og Quincy Hankins-Cole, leikmaður Snæfells, braut heldur harkalega á leikmanni Þórs. Dómarar leiksins dæmdu óíþróttamannslega villu og því fengu heimamenn tvö vítaskot og boltann á ný. Þetta gerði í raun útum leikinn og leikmenn Snæfells langt frá því að vera sáttir. „Þetta var rosalega stór dómur og alveg klárar þennan leik. Ég var ekki sammála honum en dómararnir töpuðu ekki þessum leik fyrir okkur í kvöld, það er á hreinu." „Við komum hingað aftur og spilum fyrir framan þessa frábæru áhorfendur. Næsti leikur verður á okkar heimavelli þá verður allt vitlaust." Myndband af viðtalinu við Inga má sjá hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira