Einvígi góðkunningjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2012 07:00 Sigurður Ingimundarson. Mynd/Stefán Seinni tvö einvígin í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla hefjast í kvöld og það er óhætt að segja þjálfarar liðanna þekkist vel. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur og Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eru tveir af reyndustu og sigursælustu mönnunum í sögu úrslitakeppninnar og hafa þegar mæst tíu sinnum í úrslitakeppni. Hinum megin mætast aftur á móti æskuvinirnir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells sem hafa báðir gert lið að meisturunum síðustu þrjú ár. Staðan er 5-5Sigurður Ingimundarson og Teitur Örlygsson mætast í kvöld í ellefta sinn í úrslitakeppni ýmist sem leikmenn eða þjálfarar og staðan er jöfn 5-5 fyrir þetta einvígi. Þetta er þó bara í annað skiptið sem þeir félagar mætast sem þjálfarar því það gerðist í fyrsta sinn í átta liða úrslitunum fyrir tveimur árum. Stjörnumenn voru þá í sömu stöðu og nú en töpuðu þá í oddaleik á móti lærisveinum Sigurðar í Njarðvík. Síðan Sigurður lagði skóna á hilluna hefur hann unnið þrjú af fimm einvígum þeirra Teits, þar af tvö þau síðustu. Stjörnumenn eru mættir þriðja árið í röð í einvígi liðanna í 4. og 5. sæti en hin einvígin fóru bæði í oddaleik sem vannst í bæði skiptin á útivelli. Það hefur hallað á liðið í fjórða sæti undanfarin ár enda hefur lið númer 5 unnið tvö ár í röð og fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Stjörnumenn hafa farið illa með Keflvíkinga í vetur og unnið þá bæði með glimrandi sóknarleik (107-91 sigur í fyrri leiknum í Garðabæ) og með frábærum varnarleik (94-69 sigur í seinni leiknum í Keflavík). Bæði unnu liðin 14 leiki og því má búast við einvígi tveggja jafnra liða en innbyrðisviðureignirnar benda til þess að Stjörnumenn hafi forskot í því hvernig liðin vega upp á móti hvoru öðru. 1972-þjálfaraárangurinn í KRBenedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson eru báðir fæddir árið 1972 og aldir upp í KR en svo skemmtilega vill til að þjálfarar síðustu þriggja Íslandsmeistara eiga það allir sameiginlegt að vera úr 1972-árganginum í KR. Hrafn Kristjánsson, þjálfari núverandi Íslandsmeistara KR er einnig úr þeim öfluga þjálfaraárgangi úr Vesturbænum. Innbyrðisleikir Þórs og Snæfells voru æsispennandi, Snæfell vann þann fyrri í Hólminum í framlengingu þar sem Hólmarar jöfnuðu í lokin en Þór vann þann seinni í Þorlákshöfn á flautukörfu. Fyrstu skrefin hjá ÞórNýliðar Þórs úr Þorlákshöfn verða í kvöld átjánda félagið sem tekur þátt í úrslitakeppninni en það er ekki hægt að segja að það sé algengt að félag vinni sinn fyrsta leik í úrslitakeppni. Það hefur sem dæmi aðeins gerst einu sinni frá árinu 1995 og svo skemmtilega vill til að þjálfari Fjölnismanna, sem unnu sinn fyrsta leik í úrslitakeppni vorið 2005, var einmitt Benedikt Guðmundsson, núverandi þjálfari Þórsliðsins. Hin átta liðin sem hafa stigið sín fyrstu skref í úrslitakeppni undanfarin 17 ár hafa öll tapað sínum fyrsta leik. Snæfell varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum en þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum síðan þá á liðið í ár það sameiginlegt með 2010-liðinu að koma inn í úrslitakeppnina í sjötta sæti. Sjötta sætið reyndist vel síðastÞað boðar þó kannski ekki gott fyrir nokkra aðra en Snæfellinga því ekkert annað lið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa komið inn í sjötta sætinu. Ingi Þór Steinþórsson er jafnframt eini þjálfarinn sem hefur gert lið að Íslandsmeisturum án þess að hafa heimavallarrétt í átta liða úrslitunum. Ingi var einnig þjálfari KR-liðsins sem varð meistari vorið 2000 eftir að hafa komið inn í fimmta sæti. Það verður örugglega erfitt hjá þjálfurunum fjórum að koma hverjum öðrum mikið á óvart í komandi leikjum en það má búast við spennandi leikjum þar sem öll fjögur liðin telja sig eiga mjög góða möguleika á að komast áfram í undanúrslitin. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira
Seinni tvö einvígin í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla hefjast í kvöld og það er óhætt að segja þjálfarar liðanna þekkist vel. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur og Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eru tveir af reyndustu og sigursælustu mönnunum í sögu úrslitakeppninnar og hafa þegar mæst tíu sinnum í úrslitakeppni. Hinum megin mætast aftur á móti æskuvinirnir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells sem hafa báðir gert lið að meisturunum síðustu þrjú ár. Staðan er 5-5Sigurður Ingimundarson og Teitur Örlygsson mætast í kvöld í ellefta sinn í úrslitakeppni ýmist sem leikmenn eða þjálfarar og staðan er jöfn 5-5 fyrir þetta einvígi. Þetta er þó bara í annað skiptið sem þeir félagar mætast sem þjálfarar því það gerðist í fyrsta sinn í átta liða úrslitunum fyrir tveimur árum. Stjörnumenn voru þá í sömu stöðu og nú en töpuðu þá í oddaleik á móti lærisveinum Sigurðar í Njarðvík. Síðan Sigurður lagði skóna á hilluna hefur hann unnið þrjú af fimm einvígum þeirra Teits, þar af tvö þau síðustu. Stjörnumenn eru mættir þriðja árið í röð í einvígi liðanna í 4. og 5. sæti en hin einvígin fóru bæði í oddaleik sem vannst í bæði skiptin á útivelli. Það hefur hallað á liðið í fjórða sæti undanfarin ár enda hefur lið númer 5 unnið tvö ár í röð og fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Stjörnumenn hafa farið illa með Keflvíkinga í vetur og unnið þá bæði með glimrandi sóknarleik (107-91 sigur í fyrri leiknum í Garðabæ) og með frábærum varnarleik (94-69 sigur í seinni leiknum í Keflavík). Bæði unnu liðin 14 leiki og því má búast við einvígi tveggja jafnra liða en innbyrðisviðureignirnar benda til þess að Stjörnumenn hafi forskot í því hvernig liðin vega upp á móti hvoru öðru. 1972-þjálfaraárangurinn í KRBenedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson eru báðir fæddir árið 1972 og aldir upp í KR en svo skemmtilega vill til að þjálfarar síðustu þriggja Íslandsmeistara eiga það allir sameiginlegt að vera úr 1972-árganginum í KR. Hrafn Kristjánsson, þjálfari núverandi Íslandsmeistara KR er einnig úr þeim öfluga þjálfaraárgangi úr Vesturbænum. Innbyrðisleikir Þórs og Snæfells voru æsispennandi, Snæfell vann þann fyrri í Hólminum í framlengingu þar sem Hólmarar jöfnuðu í lokin en Þór vann þann seinni í Þorlákshöfn á flautukörfu. Fyrstu skrefin hjá ÞórNýliðar Þórs úr Þorlákshöfn verða í kvöld átjánda félagið sem tekur þátt í úrslitakeppninni en það er ekki hægt að segja að það sé algengt að félag vinni sinn fyrsta leik í úrslitakeppni. Það hefur sem dæmi aðeins gerst einu sinni frá árinu 1995 og svo skemmtilega vill til að þjálfari Fjölnismanna, sem unnu sinn fyrsta leik í úrslitakeppni vorið 2005, var einmitt Benedikt Guðmundsson, núverandi þjálfari Þórsliðsins. Hin átta liðin sem hafa stigið sín fyrstu skref í úrslitakeppni undanfarin 17 ár hafa öll tapað sínum fyrsta leik. Snæfell varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum en þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum síðan þá á liðið í ár það sameiginlegt með 2010-liðinu að koma inn í úrslitakeppnina í sjötta sæti. Sjötta sætið reyndist vel síðastÞað boðar þó kannski ekki gott fyrir nokkra aðra en Snæfellinga því ekkert annað lið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa komið inn í sjötta sætinu. Ingi Þór Steinþórsson er jafnframt eini þjálfarinn sem hefur gert lið að Íslandsmeisturum án þess að hafa heimavallarrétt í átta liða úrslitunum. Ingi var einnig þjálfari KR-liðsins sem varð meistari vorið 2000 eftir að hafa komið inn í fimmta sæti. Það verður örugglega erfitt hjá þjálfurunum fjórum að koma hverjum öðrum mikið á óvart í komandi leikjum en það má búast við spennandi leikjum þar sem öll fjögur liðin telja sig eiga mjög góða möguleika á að komast áfram í undanúrslitin.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira