Einvígi góðkunningjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2012 07:00 Sigurður Ingimundarson. Mynd/Stefán Seinni tvö einvígin í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla hefjast í kvöld og það er óhætt að segja þjálfarar liðanna þekkist vel. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur og Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eru tveir af reyndustu og sigursælustu mönnunum í sögu úrslitakeppninnar og hafa þegar mæst tíu sinnum í úrslitakeppni. Hinum megin mætast aftur á móti æskuvinirnir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells sem hafa báðir gert lið að meisturunum síðustu þrjú ár. Staðan er 5-5Sigurður Ingimundarson og Teitur Örlygsson mætast í kvöld í ellefta sinn í úrslitakeppni ýmist sem leikmenn eða þjálfarar og staðan er jöfn 5-5 fyrir þetta einvígi. Þetta er þó bara í annað skiptið sem þeir félagar mætast sem þjálfarar því það gerðist í fyrsta sinn í átta liða úrslitunum fyrir tveimur árum. Stjörnumenn voru þá í sömu stöðu og nú en töpuðu þá í oddaleik á móti lærisveinum Sigurðar í Njarðvík. Síðan Sigurður lagði skóna á hilluna hefur hann unnið þrjú af fimm einvígum þeirra Teits, þar af tvö þau síðustu. Stjörnumenn eru mættir þriðja árið í röð í einvígi liðanna í 4. og 5. sæti en hin einvígin fóru bæði í oddaleik sem vannst í bæði skiptin á útivelli. Það hefur hallað á liðið í fjórða sæti undanfarin ár enda hefur lið númer 5 unnið tvö ár í röð og fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Stjörnumenn hafa farið illa með Keflvíkinga í vetur og unnið þá bæði með glimrandi sóknarleik (107-91 sigur í fyrri leiknum í Garðabæ) og með frábærum varnarleik (94-69 sigur í seinni leiknum í Keflavík). Bæði unnu liðin 14 leiki og því má búast við einvígi tveggja jafnra liða en innbyrðisviðureignirnar benda til þess að Stjörnumenn hafi forskot í því hvernig liðin vega upp á móti hvoru öðru. 1972-þjálfaraárangurinn í KRBenedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson eru báðir fæddir árið 1972 og aldir upp í KR en svo skemmtilega vill til að þjálfarar síðustu þriggja Íslandsmeistara eiga það allir sameiginlegt að vera úr 1972-árganginum í KR. Hrafn Kristjánsson, þjálfari núverandi Íslandsmeistara KR er einnig úr þeim öfluga þjálfaraárgangi úr Vesturbænum. Innbyrðisleikir Þórs og Snæfells voru æsispennandi, Snæfell vann þann fyrri í Hólminum í framlengingu þar sem Hólmarar jöfnuðu í lokin en Þór vann þann seinni í Þorlákshöfn á flautukörfu. Fyrstu skrefin hjá ÞórNýliðar Þórs úr Þorlákshöfn verða í kvöld átjánda félagið sem tekur þátt í úrslitakeppninni en það er ekki hægt að segja að það sé algengt að félag vinni sinn fyrsta leik í úrslitakeppni. Það hefur sem dæmi aðeins gerst einu sinni frá árinu 1995 og svo skemmtilega vill til að þjálfari Fjölnismanna, sem unnu sinn fyrsta leik í úrslitakeppni vorið 2005, var einmitt Benedikt Guðmundsson, núverandi þjálfari Þórsliðsins. Hin átta liðin sem hafa stigið sín fyrstu skref í úrslitakeppni undanfarin 17 ár hafa öll tapað sínum fyrsta leik. Snæfell varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum en þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum síðan þá á liðið í ár það sameiginlegt með 2010-liðinu að koma inn í úrslitakeppnina í sjötta sæti. Sjötta sætið reyndist vel síðastÞað boðar þó kannski ekki gott fyrir nokkra aðra en Snæfellinga því ekkert annað lið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa komið inn í sjötta sætinu. Ingi Þór Steinþórsson er jafnframt eini þjálfarinn sem hefur gert lið að Íslandsmeisturum án þess að hafa heimavallarrétt í átta liða úrslitunum. Ingi var einnig þjálfari KR-liðsins sem varð meistari vorið 2000 eftir að hafa komið inn í fimmta sæti. Það verður örugglega erfitt hjá þjálfurunum fjórum að koma hverjum öðrum mikið á óvart í komandi leikjum en það má búast við spennandi leikjum þar sem öll fjögur liðin telja sig eiga mjög góða möguleika á að komast áfram í undanúrslitin. Dominos-deild karla Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Seinni tvö einvígin í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla hefjast í kvöld og það er óhætt að segja þjálfarar liðanna þekkist vel. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur og Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eru tveir af reyndustu og sigursælustu mönnunum í sögu úrslitakeppninnar og hafa þegar mæst tíu sinnum í úrslitakeppni. Hinum megin mætast aftur á móti æskuvinirnir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells sem hafa báðir gert lið að meisturunum síðustu þrjú ár. Staðan er 5-5Sigurður Ingimundarson og Teitur Örlygsson mætast í kvöld í ellefta sinn í úrslitakeppni ýmist sem leikmenn eða þjálfarar og staðan er jöfn 5-5 fyrir þetta einvígi. Þetta er þó bara í annað skiptið sem þeir félagar mætast sem þjálfarar því það gerðist í fyrsta sinn í átta liða úrslitunum fyrir tveimur árum. Stjörnumenn voru þá í sömu stöðu og nú en töpuðu þá í oddaleik á móti lærisveinum Sigurðar í Njarðvík. Síðan Sigurður lagði skóna á hilluna hefur hann unnið þrjú af fimm einvígum þeirra Teits, þar af tvö þau síðustu. Stjörnumenn eru mættir þriðja árið í röð í einvígi liðanna í 4. og 5. sæti en hin einvígin fóru bæði í oddaleik sem vannst í bæði skiptin á útivelli. Það hefur hallað á liðið í fjórða sæti undanfarin ár enda hefur lið númer 5 unnið tvö ár í röð og fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Stjörnumenn hafa farið illa með Keflvíkinga í vetur og unnið þá bæði með glimrandi sóknarleik (107-91 sigur í fyrri leiknum í Garðabæ) og með frábærum varnarleik (94-69 sigur í seinni leiknum í Keflavík). Bæði unnu liðin 14 leiki og því má búast við einvígi tveggja jafnra liða en innbyrðisviðureignirnar benda til þess að Stjörnumenn hafi forskot í því hvernig liðin vega upp á móti hvoru öðru. 1972-þjálfaraárangurinn í KRBenedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson eru báðir fæddir árið 1972 og aldir upp í KR en svo skemmtilega vill til að þjálfarar síðustu þriggja Íslandsmeistara eiga það allir sameiginlegt að vera úr 1972-árganginum í KR. Hrafn Kristjánsson, þjálfari núverandi Íslandsmeistara KR er einnig úr þeim öfluga þjálfaraárgangi úr Vesturbænum. Innbyrðisleikir Þórs og Snæfells voru æsispennandi, Snæfell vann þann fyrri í Hólminum í framlengingu þar sem Hólmarar jöfnuðu í lokin en Þór vann þann seinni í Þorlákshöfn á flautukörfu. Fyrstu skrefin hjá ÞórNýliðar Þórs úr Þorlákshöfn verða í kvöld átjánda félagið sem tekur þátt í úrslitakeppninni en það er ekki hægt að segja að það sé algengt að félag vinni sinn fyrsta leik í úrslitakeppni. Það hefur sem dæmi aðeins gerst einu sinni frá árinu 1995 og svo skemmtilega vill til að þjálfari Fjölnismanna, sem unnu sinn fyrsta leik í úrslitakeppni vorið 2005, var einmitt Benedikt Guðmundsson, núverandi þjálfari Þórsliðsins. Hin átta liðin sem hafa stigið sín fyrstu skref í úrslitakeppni undanfarin 17 ár hafa öll tapað sínum fyrsta leik. Snæfell varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum en þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum síðan þá á liðið í ár það sameiginlegt með 2010-liðinu að koma inn í úrslitakeppnina í sjötta sæti. Sjötta sætið reyndist vel síðastÞað boðar þó kannski ekki gott fyrir nokkra aðra en Snæfellinga því ekkert annað lið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa komið inn í sjötta sætinu. Ingi Þór Steinþórsson er jafnframt eini þjálfarinn sem hefur gert lið að Íslandsmeisturum án þess að hafa heimavallarrétt í átta liða úrslitunum. Ingi var einnig þjálfari KR-liðsins sem varð meistari vorið 2000 eftir að hafa komið inn í fimmta sæti. Það verður örugglega erfitt hjá þjálfurunum fjórum að koma hverjum öðrum mikið á óvart í komandi leikjum en það má búast við spennandi leikjum þar sem öll fjögur liðin telja sig eiga mjög góða möguleika á að komast áfram í undanúrslitin.
Dominos-deild karla Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira