Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    IE-deildin: Ekkert grín að fyrir KR að fá Njarðvík í fyrstu umferð

    "Það er lífsstíll að vera ekki KR-ingur og það er alveg sama við hvern maður talar – það setja allir pressu á KR. Það er ekki hægt að bera saman Njarðvíkurliðið í dag og það sem var í haust. Þetta er bara nýtt lið,“ sagði Svali Björgvinsson í Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport um Iceland Express deildina í körfubolta karla sem sýndur var á mánudaginn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Svali og Benedikt spá Stjörnunni sigri gegn Grindavík

    Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld og ein áhugaverðasta viðureignin í átta liða úrslitunum er rimma Grindavíkur og Stjörnunnar úr Garðabæ. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti deildarkeppninnar. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport sem sýndur var á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna í þessari viðureign.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Davíð Páll fékk lengra bann en Darko

    Aga- og úrskurðanefnd hefur tekið fyrir slagsmálin sem urðu í leik Hauka og KFÍ í lokaumferð Iceland Express deildar karla á fimmtudaginn var. Þrír leikmenn fá leikbönn en fimm leikmenn fá aðeins áminningu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Ólafur og Hrafn kosnir bestir í seinni hlutanum

    Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, og Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, voru í dag kostnir bestir í umferðum 12 til 22 í Iceland Express deild karla. Valið var tilkynnt á blaðamannafundi hjá KKÍ en þá kom einnig í ljóst hverjir voru valdir í fimm manna úrvalslið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Davíð Páll og Darko biðjast afsökunar

    Haukamaðurinn Davíð Páll Hermannsson og KFÍ-maðuriinn Darko Milocevic hafa báðir sent frá sér fréttatilkynningu, sitt í hvoru lagi, þar sem þeir biðjast innilegrar afsökunar á framkomu sinni í leik Hauka og KFÍ í lokaumferð Iceland Express deildar karla í gærkvöldi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-ingar unnu deildarmeistarana með 23 stigum - myndir

    KR-ingar tryggðu sér annað sætið í Iceland Express deild karla og leiki gegn Njarðvík í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar með því að vinna sannfærandi 23 stiga sigur á nýkrýndum deildarmeisturum Snæfells í lokaumferð deildarkeppninnar í gærkvöldi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Ólafur: Spiluðum hörmulega vörn

    "Það var fullrólegt yfir okkur í dag. Það skorti alla baráttu í okkur og varnarlega vorum við gjörsamlega hörmulegir. KR skoraði 38 stig á okkur í þriðja leikhluta og það á ekki að gerast,“ sagði Jón Ólafur Jónsson leikmaður Snæfells eftir stórt tap liðsins gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 116-93.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Brenton lék með Njarðvík í kvöld

    Brenton Joe Birmingham, tók skóna ofan af hillunni, og lék með Njarðvík í 96-84 sigri á Tindastól í lokaumferð Iceland Express deildar karla í kvöld. Brenton skoraði 14 stig á tæpum þrettán mínútum í leiknum og þær unnu Njarðvíkingar með 13 stiga mun.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pavel: Mikilvægur sigur fyrir sjálfstraustið

    „Þetta var frábær sigur og það hefði verið slæmt fyrir sjálfstraustið að fara inn í úrslitakeppnina með þrjú töp á bakinu. Andinn í hópnum hefði líklega ekki verið góður ef við hefðum tapað þessum leik,“ sagði Pavel Ermolinskij eftir frábæran sigur KR gegn Snæfelli í Iceland Express deild karla í kvöld, 116-93.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hópslagsmál á Ásvöllum í kvöld

    Það sauð heldur betur upp úr í leik Hauka og KFÍ í lokaumferð Iceland Express deildar karla í körfubolta á Ásvöllum í kvöld. Haukarnir tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með 88-68 sigri en gætu verið án nokkurra leikmanna í fyrsta leik á móti Snæfelli því fjórum leikmönnum liðsins var vikið út úr húsi í kvöld og einn leikmaður endaði á sjúkrahúsi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukar tryggðu sér síðasta sætið í úrslitakeppninni

    Haukar tryggðu sér áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla með því að vinna öruggan 20 stiga sigur á botnliði KFÍ, 88-68, í lokaumferðinni í kvöld. Fjölnir vann á sama tíma fjögurra stiga sigur á ÍR en missti naumlega af úrslitakeppninni annað árið í röð.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-ingar tryggðu sér annað sætið með sigri á deildarmeisturunum

    KR vann góðan sigur á deildarmeisturum Snæfelli í kvöld, 116-93, í lokaumferð Iceland Express deild karla í körfubolta. Með sigrinum varð KR í öðru sæti deildarinnar og mun mæta Njarðvík í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst á fimmtudag. KR-ingar settu í fimmta gír í þriðja leikhluta og kláruðu leikinn með frábærum kafla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingi Þór: Mjög hissa á úrslitunum í Seljaskóla

    "Ég verð að viðurkenna að þetta kemur mér nokkuð á óvart og er mjög hissa á úrslitunum í Seljaskóla,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sem varð deildarmeistari í Iceland Express deild karla í kvöld. Snæfell vann sigur á Hamri á heimavelli, 76-64 á meðan KR tapaði illa fyrir ÍR í Seljaskóla, 125-94. Þar með er ljóst að Snæfell er deildarmeistari.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell getur orðið deildarmeistari í kvöld

    Snæfell getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld verði úrslit kvöldsins þeim hagstæð. Vinni Snæfell sigur á Hamar í Hólminum á sama tíma og KR tapar sínum leik á móti ÍR í Seljaskóla þá fer deildarmeistaratitilinn á loft í Fjárhúsinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingi Þór: Vorum alltaf skrefinu á eftir þeim

    "Við vorum strax tveimur skrefum á eftir þeim,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. Snæfellingar voru teknir í bakaríið í kvöld þegar Stjarnan sigraði þá örugglega 94-80 í 20. umferð Iceland-Express deild karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Teitur: Besti leikurinn okkar á tímabilinu

    "Þessi sigur var aldrei í hættu og líklega besti leikur okkar á tímabilinu,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, kampakátur eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan bar sigur úr býtum gegn Íslandsmeisturum Snæfells, 94-80, í 20. umferð Iceland-Express deild karla í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Stjarnan tók Snæfell í kennslustund

    Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfell, 94-80, í Iceland-Exrpess deild karla í kvöld en leikurinn var hluti af 20.umferð Iceland-Express deild karla. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og því var sigurinn aldrei í hættu. Justin Shouse og Renato Lindmets voru frábærir fyrir Stjörnuna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tröllatroðsla í túrbóútgáfu - myndband

    Fjölnismaðurinn Brandon Brown hefur byrjað frábærlega með Grafarvogsliðinu í Iceland Express deild karla í körfubolta en hann er með 24,5 stig og 12,5 fráköst að meðaltali í tveimur fyrstu leikjum sínum sem hafa báðir unnist.

    Körfubolti