Lokauppgjör Grindavíkur og Stjörnunnar á árinu 2013 Meistarakeppni KKÍ fer fram í kvöld þegar Íslandsmeistarar Grindavíkur og bikarmeistarar Stjörnunnar mætast í Röstinni í Grindavík en þessi árlegi leikur fer alltaf fram á heimavelli Íslandsmeistaranna. Körfubolti 3. október 2013 07:30
Valsmenn styrkja sig inn í teig Guðni Valentínusson hefur samið við Val og mun leika með liðinu í Dominos-deild karla í körfubolta. Hann kemur til Vals frá Danmörk þar sem hann hefur spilað í dönsku úrvalsdeildinni undanfarin fimm tímabil. Þetta kemur fram á heimasíðu Valsmanna. Körfubolti 1. október 2013 22:32
Metyfirburðir hjá Keflvíkingum Keflvíkingar tryggðu sér Lengjubikarinn í körfubolta karla um helgina með tveimur sannfærandi sigrum á Snæfelli og KR. Þeir settu jafnframt nýtt með því að vinna undanúrslita- og úrslitaleik keppninnar með samtals 57 stigum. Körfubolti 30. september 2013 16:45
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík fór illa með KR Keflavík hreinlega valtaði yfir KR í úrslitaleik Lengjubikars karla sem var að ljúka í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Körfubolti 29. september 2013 00:01
KR í úrslitaleikinn á móti Keflavík Það verða KR og Keflavík sem mætast í úrslitaleik Lengjubikars karla í körfubolta á sunnudaginn en það var ljóst eftir að KR vann sex stiga sigur á Grindavík, 76-70, í seinni undanúrslitaleiknum í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Körfubolti 27. september 2013 21:51
Keflavík í úrslit eftir stórsigur á Snæfelli Keflvíkingar eru komnir í úrslitaleikinn í Lengjubikar karla í körfubolta eftir 26 stiga stórsigur á Snæfelli, 96-70, í Ljónagryfjunni í kvöld. Keflavík mætir annaðhvort KR eða Grindavík í úrslitaleiknum á sunnudaginn en þau spila seinna í kvöld. Körfubolti 27. september 2013 19:30
Grindavík ætlaði aldrei að fá Pavel Íslandsmeistarar Grindavíkur mæta KR í undanúrslitum Lengjubikars karla í Njarðvík í kvöld. Körfubolti 27. september 2013 00:01
Skórnir hans Hreggviðs upp á hillu Hreggviður Magnússon er hættur í körfubolta en þetta staðfesti ÍR-ingurinn við Karfan.is í kvöld. Hreggviður er að glíma við hnémeiðsli og ákvað að segja þetta gott. Körfubolti 25. september 2013 22:33
KR síðasta liðið inn í undanúrslitin - öll úrslit kvöldsins | Myndir KR-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í körfubolta eftir fjögurra sigur á KFÍ, 84-80, í spennuleik í DHL-höllinni í kvöld. KR mætir Grindavík í undanúrslitunum á föstudaginn en í hinum leiknum mætast Keflavík og Snæfell. Körfubolti 24. september 2013 21:53
Keflavík, Snæfell og Grindavík í undanúrslitin Keflavík, Snæfell og Grindavík tryggðu sér sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í körfubolta í kvöld. Keflavík mætir Snæfell en Grindavík mætir annaðhvort KR eða KFÍ en sá leikur er enn í gangi. Körfubolti 24. september 2013 21:03
KR, Keflavík og Njarðvík áfram ósigruð - úrslitin í Lengjubikarnum KR, Keflavík og Njarðvík eru áfram með fullt hús í Lengjubikar karla í körfubolta eftir sigra í kvöld. Stjarnan og Grindavík unnu líka bæði stóra sigra á útivelli. Körfubolti 20. september 2013 16:52
Keflvíkingar unnu Íslandsmeistarana Keflavík og Tindastóll unnu leiki sína í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld en bæði lið eru saman í A-riðli keppninnar. Stólarnir unnu 24 stiga sigur á Valsmönnum á Króknum, 109-85, en Keflvíkingar unnu á sama tíma tíu stiga sigur á Íslandsmeisturum Grindavíkur, 85-75, í TM-höllinni á Sunnubraut. Körfubolti 18. september 2013 21:39
KR vann Snæfell - Úrslit í Lengjubikar karla í kvöld KR, Keflavík og Njarðvík eru áfram með fullt hús í Lengjubikar karla í körfubolta eftir leiki kvöldsins en Snæfell tapaði hinsvegar sínum fyrsta leik í keppninni þegar KR-ingar komu í heimsókn í Hólminn. Körfubolti 17. september 2013 21:53
Úrslit kvöldsins í Fyrirtækjabikarnum Nokkrir leikir fóru fram í Fyrirtækjabikar KKÍ í kvöld. Var keppt bæði í karla- og kvennaflokki. Körfubolti 13. september 2013 22:16
Elvar Már sjóðandi heitur gegn Haukum Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson var í hreint ótrúlegu stuði í kvöld er Njarðvík valtaði yfir Hauka í Fyrirtækjabikar karla. Körfubolti 12. september 2013 22:04
Shouse í stuði Justin Shouse var í miklu stuði í kvöld er Stjarnan vann sannfærandi sigur á Skallagrími í Fyrirtækjabikar karla í körfubolta. Körfubolti 11. september 2013 21:11
Snæfell, KR, Skallagrímur og Haukar öll með tvo sigra í röð Sjö leikir fóru fram í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld en körfuboltatímabilið er komið aftur að stað eftir sumarfrí. Lengjubikarinn fer að þessu sinni allur fram áður en Domninos-deildin byrjar í október. Körfubolti 8. september 2013 22:03
KRTV safnar fyrir eigin búnaði KR-ingar hefja í dag söfnun til handa KRTV en KR-ingar hafa undanfarin ár sýnt frá heimaleikjum liðsins í gegnum netið. Nú ætla forráðamenn KRTV að hætta að leigja búnaðinn sem þarf í útsendingarnar og stefna nú að því festa kaup á eigin búnaði. Þetta kemur fram á heimasíðu KR. Körfubolti 8. september 2013 17:45
Matthías Orri fékk að fara frá KR og samdi við ÍR Matthías Orri Sigurðsson, ungi og efnilegi bakvörðurinn í KR, sem var nýkominn heim til Íslands eftir tvö ár í skóla í Bandaríkjunum, mun ekki spila með KR í vetur. Körfubolti 7. september 2013 14:00
Keflvíkingar stríða gömlum liðsfélaga Grindavík vann tíu stiga sigur á Keflavík í fyrsta leik Ljósanæturmóts Geysis í gær, 83-93, en þetta var jafnframt fyrsti leikur Keflavíkurliðsins undir stjórn bandaríska þjálfarans Andy Johnston. Körfubolti 4. september 2013 17:00
Sömu bandarísku leikmennirnir hjá Val og í fyrra Ágúst Björgvinsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Vals í körfubolta, gerir engar breytingar á erlendu leikmönnum sínum frá því á síðasta tímabili en það kemur fram á karfan.is í dag að Chris Woods og Jaleesa Butler spili áfram á Hlíðarenda. Körfubolti 2. september 2013 16:15
Snæfell semur við Jamarco Warren Snæfell er búið að finna sér Bandaríkjamann fyrir átökin í vetur. Sá heitir Jamarco Warren og er leikstjórnandi. Körfubolti 31. ágúst 2013 14:30
Stephenson til Grindavíkur | Myndband Íslandsmeistarar Grindavíkur í körfuknattleik hafa gengið frá ráðningu erlends leikmanns fyrir komandi átök. Liðið hefur samið við Chris Stephenson, sem lék með NC Ashville Bulldogs í 1. deild háskólaboltans, fyrir valinu. Körfubolti 26. ágúst 2013 12:23
Formaður KKÍ: Snýst að öllu leyti um peninga Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur svarað grein körfuboltaþjálfarans Jóns Arnars Ingvarssonar sem hann birti á karfan.is á dögunum. Körfubolti 22. ágúst 2013 12:30
Jakob á leið í hundrað þrista klúbbinn Íslenska körfuboltalandsliðið leikur í kvöld lokaleik sinn í sínum riðli í undankeppni EM 2015 þegar Rúmenar koma í Laugardalshöllina og hefst leikurinn klukkan 19.15. Liðið var hársbreidd frá því að vinna Búlgara á þriðjudagskvöldið en Búlgarar tryggðu sér þar sæti í umspilinu. Körfubolti 16. ágúst 2013 06:30
Búinn að spila tvo metleiki í röð í Höllinni Jón Arnór Stefánsson skoraði 32 stig á móti Búlgaríu í fyrrakvöld alveg eins og móti Svartfjallalandi í fyrra Körfubolti 15. ágúst 2013 06:30
Hlynur: Margt mjög furðulegt "Það var einn dómari sem dæmdi allar villurnar held ég, hverja eina einustu. Ég veit ekki hvað liggur þar að baki. Það var margt af þessu mjög furðulegt og maður á að trúa því að þetta sé sæmilega hreint og það er það kannski ekkert, ég veit það ekki,“ sagði Hlynur Bæringsson allt annað en sáttur við franska dómarann Eddie Viator. Körfubolti 13. ágúst 2013 22:18
Jón Arnór: Vildi að við færum að spila nokkrar mínútur í viðbót "Við börðumst mjög vel og ég er rosalega stoltur af okkar frammistöðu varnarlega í leiknum. Auðvitað hittum við vel,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem fór á kostum í íslenska liðinu í kvöld. Körfubolti 13. ágúst 2013 22:06
Hiti í Höllinni eftir leik | Myndir Mönnum var heitt í hamsi eftir grátlegt tap Íslands gegn Búlgaríu í undankeppni EM í körfubolta í kvöld. Lítil ánægja var með störf dómaranna. Körfubolti 13. ágúst 2013 21:58