Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“ þjóni tilgangi eftir allt saman Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur sem hafnaði í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina, segir ófáa hafa lýst yfir samstöðu með þeim skoðunum sem hann hafi sett fram um dómstól götunnar. Hann segir vald hins þögla meirihluta hafa komið í ljós. Innlent 21. mars 2022 11:01
Vald hins þögla meirihluta Öldruð kona kom í heimsókn á kosningaskrifstofu mína sl. laugardag. Hana hafði ég aldrei hitt áður. Eigi að síður vildi hún kjósa mig í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Skoðun 21. mars 2022 11:01
Opið bréf til Borgarstjórnar Reykjavíkur Réttlæti gerir eftirfarandi athugasemdir við vinnubrögð í tengslum við „Frumvarp til laga um heimild Reykjavíkurborgar til að skipa nefnd til að kanna starfsemi vöggustofa“ Skoðun 21. mars 2022 10:30
Höfðingleg gjöf frá Reykvíkingum til eigenda Einimels 18 - 26 Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá ákvað Skipulags- og samgönguráð þann 2. febrúar að gefa eftir væna sneið af túni bak við Vesturbæjarlaug til eigenda 5 einbýlishúsa við Einimel í Reykjavík. Skoðun 21. mars 2022 10:22
Mun þögn Þjóðkirkjunnar senda tvo menn í fangelsi? Nú standa yfir réttarhöld yfir tveimur mönnum sem verða mögulega dæmdir í þriggja ára fangelsi. Í ákærunni er glæpur þeirra sagður sá að svíkja „fjárframlög úr ríkissjóði“ og valda „íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártjóni í reynd“. Þessi meintu fjárframlög úr ríkissjóði voru sóknargjöld. Skoðun 21. mars 2022 09:31
Þurfa konur bara að vera duglegri að taka verkjalyf? Endómetríósa (legslímuflakk, stundum stytt í endó) er sjúkdómur sem getur valdið sárum verkjum og ófrjósemi og talið er að sjúkdómurinn hrjái allt að 10% kvenna. Erfitt getur verið að greina sjúkdóminn og greiningartími er því oftar en ekki mörg ár. Talið er að meðalgreiningartíminn sé allt að 7-9 ár. Skoðun 21. mars 2022 09:01
Leggur til hækkun hámarksfjölda rafbíla sem geta notið ívilnunar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi í samráðsgátt stjórnvalda þar sem lagt er til að hámarksfjöldi rafbíla sem geta notið ívilnunar frá virðisaukaskatti verði tuttugu þúsund bílar, en ekki fimmtán þúsund eins og nú er. Viðskipti innlent 21. mars 2022 07:13
Stríð sem breytir heimsmyndinni Stríðið í Úkraínu hefur breytt öllu. Hlutverk stjórnmálanna núna er að bregðast við breyttri heimsmynd af ábyrgð. Það þarf að ræða og mynda skilning á hvaða áhrif hin breytta staða hefur á Evrópu og á Ísland. Út frá því tökum við svo næstu skref. Skoðun 21. mars 2022 07:01
Væntanlegur ráðherra ósáttur við ráðherra vegna Garðyrkjuskólans Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi ráðherra er mjög ósátt við Ásmund Einar Daðason, ráðherra menntamála því hann hefur tilkynnt að eini Garðyrkjuskóli landsins verði fluttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Guðrún vill að skólinn verði sjálfstæður og áfram á Reykjum í Ölfusi. Innlent 20. mars 2022 21:04
Valgerður tekur ekki sæti á lista Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun ekki taka 11. sæti lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, sem hún hafnaði í eftir prófkjör flokksins. Hún sóttist eftir þriðja sætinu. Innlent 20. mars 2022 20:27
Þakkar fyrir stuðninginn og segir bjarta tíma fram undan í borginni Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, sem endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut í prófkjörinu. Næsta verkefni sé að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borginni. Innlent 20. mars 2022 18:56
Þórdís Lóa leiðir Viðreisn í Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir mun leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún sigraði í prófkjöri flokksins en Pawel Bartoszek er í öðru sæti og Þórdís Jóna Sigurðardóttir í því þriðja. Innlent 20. mars 2022 16:56
Thelma Dögg leiðir VG í Borgarbyggð Meðlimir Vinstri grænna í Borgarbyggðu samþykktu í dag framboðslista flokksins þar á félagsfundi í dag. Listinn er leiddur af Thelmu Harðardóttur, sem er 26 ára verkefnastjóri hjá Sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi. Innlent 20. mars 2022 16:43
Verjum Jörðina – bönnum vistmorð Allt of lengi hafa athafnir mannsins valdið óbætanlegum skaða á Jörðinni. Nærtækast er að benda á loftslagsbreytingar, en víða um heim hafa vistkerfi hrunið eða stórtækur og varanlegur skaði orðið á umhverfinu. Oftar en ekki fylgja neikvæðar afleiðingar fyrir mannfólkið þessum skemmdum á náttúrunni, enda erum við hluti af náttúrunni þó að það gleymist oft. Skoðun 20. mars 2022 13:00
Sérbýli hækkar um 27% milli ára: Stórauka þarf uppbyggingu Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um ríflega fimmtung milli ára samkvæmt upplýsingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Meðalverð á fermetra í fjölbýli er rúmlega hundrað og tuttugu þúsund hærra nú en fyrir ári. Forsætisráðherra segir aðgerða þörf hjá ríki og sveitarfélögum. Innlent 20. mars 2022 12:31
Unga fólkið og framtíðin Unga fólkið okkar, kynslóðin sem mun taka við stendur sig vel. Mér finnst unga fólkið á margan hátt þroskaðara, fyrirhyggjusamara, betur menntað, vera meðvitaðra og með skýrari framtíðarsýn en mín kynslóð, það veit hvað það vill. Við erum sífellt að þroskast sem þjóð. Skoðun 20. mars 2022 12:00
Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. Innlent 20. mars 2022 10:44
Reykjavík hefur opinn faðm Hér á Íslandi getum við boðið upp á frið, öryggi og samfélag frjálslyndra gilda sem býður fólk velkomið. Sveitarfélög á Íslandi, með Reykjavík í broddi fylkingar, eiga að opna faðminn fyrir flóttafólki sem hingað kemur. Skoðun 20. mars 2022 10:00
Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. Innlent 20. mars 2022 02:35
Fjármálaráðherra útilokar ekki inngrip haldi miklar eldsneytishækkanir áfram Fjármálaráðherra útilokar ekki að ríkið lækki tímabundið álögur á eldsneytisverð fari verð þess upp í hæstu hæðir. Það sé hins vegar ekki verið að horfa til þeirra leiðar nú til að ná verðbólgunni niður. Heldur fyrst og fremst sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. Neytendur 19. mars 2022 14:45
„Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist í yfirlitsræðu hans á flokksþingi Framsóknarþingsins í dag, vona að rússnesku þjóðinni bæri sú gæfa að losa sig við illmennin í Kreml, líkt og hann orðaði það, sem stjórnuðu Rússlandi. Innlent 19. mars 2022 13:46
Segir utanríkisstefnu Íslands notaða til að skýla auðkýfingum frá efnahagsþvingunum Þingmaður Pírata segir að svo virðist sem utanríkisstefna Íslands hafi verið notuð til þess að skýla hvítrússneskum auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum. Þingmaðurinn hefur óskað eftir opnum fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Innlent 19. mars 2022 13:12
Lágar álögur. Líka fyrir barnafjölskyldur Í Garðabæ eru leikskólagjöld ein þau hæstu á öllu landinu, þó svo að útsvarsprósentan sé ein sú lægsta. Foreldrar með barn á leikskóla í Garðabæ borga í ár rúmlega 126.000 kr. meira á ári en foreldrar í Reykjavík, ef barnið dvelur í 8 klst. á dag og fær fæði. Skoðun 19. mars 2022 12:00
Leyfum Hildi að rétta kúrsinn Um helgina ganga Sjálfstæðismenn að kjörkössunum og kjósa sér leiðtoga í Reykjavík. Valið stendur á milli tveggja ungra kjarnakvenna sem báðar eiga mikið erindi í stjórnmálum. Skoðun 19. mars 2022 09:00
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. Innlent 18. mars 2022 19:30
Hyggja á áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ákveðið að ráðast í framhald sölumeðferðar á hlutum í Íslandsbanka, í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins frá því í janúar á þessu ári. Viðskipti innlent 18. mars 2022 17:29
Ragnhildur Alda í fyrsta sæti Ég var mjög ánægð þegar ég las grein í Morgunblaðinu laugardaginn 26. feb. sl. eftir Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttir. Ég sagði upphátt „loksins“ Loksins kemur fram frambærilegur frambjóðandi í forystusæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Skoðun 18. mars 2022 17:01
Stórtækra aðgerða þörf af hálfu spítalans til að mæta kostnaðarhækkunum Ef ekki er gripið til stórtækra aðgerða af hálfu Landspítala og heilbrigðiskerfisins í víðara samhengi er því spáð að vinnuaflsþörf muni aukast um um það bil 36 prósent og kostnaður um um það bil 90 prósent í náinni framtíð. Innherji 18. mars 2022 14:16
Alda stefnufestu „Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, af því að við ætlum að vera leiðandi forystuafl, að við látum ekki aðra flokka móta okkar stefnu. Við ætlum að leiða og svo ætlum við að leyfa þeim sem vilja vinna með okkur, þegar að línur skýrast og við sjáum betur hvar sameiginlegir fletir eru að þá förum við af stað með gott samstarf í huga.“ Skoðun 18. mars 2022 13:31
Stöðvum stjórnleysið í rekstri borgarinnar Alls starfa nú rúmlega 60 starfsmenn á skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Undir hana heyrir skrifstofa borgarstjóra en á tæpum áratug, fram til ársins 2018, jókst kostnaðurinn við rekstur skrifstofunnar úr 157 milljónum króna í 800 milljónir, eða um 510 prósent. Árið 2019 voru gerðar skipulagsbreytingar sem gera samanburð eftir það snúinn, en þróunin virðist hafa verið öll í eina átt í Ráðhúsinu í tíð núverandi borgarstjóra. Skoðun 18. mars 2022 12:31