Er Ísland þriðja heims ríki? Ágústa Ágústsdóttir skrifar 21. ágúst 2023 18:01 Þegar við hugsum um þriðja heims ríki dettur mönnum líklega Ísland alls ekki í hug. Líklega myndi fæstum láta sér detta til hugar að setja Ísland í þann hóp ríkja. En hvað einkennir oftar en ekki þau ríki sem falla undir þessa skilgreiningu? Jú, sú staðreynd að löndin sjálf eru almennt rík af auðlindum en búa við lélegt regluverk og spillt stjórnvöld. Auðlindirnar eru smám saman seldar í hendur alþjóðlegra fjármálaafla og arðurinn fluttur úr landi. Eftir sitja íbúarnir með tómar hendur. Innviðir landanna eru rændir með aðstoð stjórnvalda. En hvað á þá Ísland sameiginlegt með þessum löndum? Hér mun ég í stuttu máli fjalla um Chile í Suður-Ameríku sem dæmi um land sem mögulega er hliðstætt Íslandi á margan hátt, miðað við þá þróun sem átt hefur sér stað hér á landi um langt skeið. Minnst spillta ríki Suður-Ameríku einkavæðir vatnsauðlindina Í Chile 1980 var einkavæðing vatns innleidd í tíð einræðisstjórnar Pinochet (1973-1990). Stjórnarskrá landsins staðfesti rétt einstaklings til að eiga vatn. Ári seinna, 1981 var eignaréttur vatns aðskilinn frá eignarétti lands sem þýddi að til urðu vatnseignaraðilar án lands og landeigendur án vatns. Ríkið nýtur svo þeirra forréttinda að úthluta vatnseignarréttindum til “réttra” aðila sem svo aftur selja eða leigja vatnsnotkun inn á markaðskerfið. Ríkið hefur s.s. með öðrum orðum stofnanavætt þjófnað á neysluvatni íbúa landsins. Eitt er það sem Chile er þekkt fyrir, en það er ræktun Avocado ávaxtarins. Vinsældir þess jukust gríðarlega eftir að Vesturlönd uppgötvuðu mögulegan markaðsgróða þess innan heilsugeirans. Til að rækta Avocado þarf mikið magn vatns. Vatnið er í höndum stórra framleiðenda sem hafa þurrkað upp stór svæði og stefnt lífi og búsetu margra samfélaga í hættu. Stjórnvöld í Chile hafa forgangsraðað vatnsfrekum iðnaði fram yfir rétt samfélaganna á vatni. Um 96% íbúa Chile eru háðir vatni frá einkaaðilum. Vatnsréttindi í Chile falla í tvo flokka. 1. Vatnsréttindi til neyslu. Í þessum flokki eru 77% vatnsréttinda í eigu landbúnaðar- og skógræktargeirans, 7% í eigu iðnaðargeirans og um 3% í eigu heilbrigðisgeirans. 2. Vatnsréttindi til annars en neyslu t.d. rafmagnsframleiðslu. Í þessum flokki er um 81% í höndum opinbers Ítalsks einkafyrirtækis. Árnar boðnar upp Sebastián Piñera, miljarðamæringur, viðskiptamaður og pólitíkus sat sem forseti Chile, fyrst árin 2010-2014 og svo aftur 2018-2022. Árið 2018 lagði stjórnin fram frumvarp sem veitti algjöra lagavissu til þeirra forrréttinda sem vatnseigendur njóta og kynntu til leiks vatnsuppboð. Tugir áa í Chile hafa nú verið boðnar upp. En aðferðin sem ríkið notar er að bjóða upp hvern sekúndulítra sem rennur í gegnum hverja á. Á meðan þetta gerist á sumum svæðum þar sem enn er til vatn, eru önnur svæði þar sem um 12 milljónir manna búa (67% íbúa landsins) orðin skilgreind sem neyðarsvæði vegna vatnsskorts. Þannig að á meðan stór hluti íbúa Chile býr við algeran skort á neysluvatni, er ríkið samtímis að bjóða upp heilu vatnsárnar. Í valdatíð Piñera urðu þó nokkrir ráðherrar hans stórir eigendur vatnsréttinda. Sérstaklega áberandi var þáverandi landbúnaðarráðherrann Antonio Walker Prieto, en hann og fjölskylda hans eignuðust meira en 29.000 sekúndulítra vatns sem jafngildir vatnsnotkun u.þ.b. 17 milljóna manna. Auðlindir í eigu alþjóðlegra fyrirtækja og erlendra lífeyrissjóða Í dag borga Chilebúar langhæsta neysluvatnsgjald í Suður-Ameríku, sem er að mestu leyti í eigu stórra fjölþjóðlegra fyrirtækja. Meirihluti tugi rafmagnsorkuvera sem ganga m.a. fyrir kolum er í eigu Bandaríkjamanna, Frakka og Ítala. Og kirsuberið á toppnum eru allir þeir tugir viðskiptasamninga sem stjórnvöld Chile hefur undirritað og nær til rúmlega 60 landa. Þessir samningar læsa inn rétt fyrirtækja til að kæra Chile ef ríkisstjórnin reynir að herða reglurnar. Kanada er t.d. eitt þessara landa, en lífeyrissjóður kennara í Ontario (OTPP) er einn stærsti fjárfestir á vatnsmarkaði Chile. Hliðstæðan Ísland Ísland og Chile eiga ýmislegt sameiginlegt. Þau eru rík af náttúruauðlindum. Í mati á spillingu í stjórnkerfinu skorar Chile 67. Ísland skorar 74 (0-100 þar sem 100 er minnsta spillingin). Ekki svo langt á milli. Í Chile er hægt að drekka vatnið úr krananum. Sama á við um Ísland. Lífslíkur í Chile er um 80 ár. Á Íslandi 82-3 ár. Chile er ríkt af kopar, skógum, landbúnaðarlandi, vatni, náttúrufegurð, kolum, gasi og olíu. Ísland er ríkt af vatni, landbúnaðarlandi, náttúrufegurð, jarðvarma, endurnýjanlegum orkugjöfum og gjöfulum fiskimiðum. Þau eru ólík að því leitinu til að árið 2022 var meðal landsframleiðsla á Íslandi talin tæpir 73.000 dollarar á mann. Í Chile var meðal landsframleiðslan 2022 rúmlega 15.000 dollarar á mann. Ísland er í 13. sæti yfir ríkustu lönd heims. Chile er í 46. sæti yfir helstu hagkerfi heims. Íslenska aðferðin Á Íslandi höfum við sitjandi fjármálaráðherra sem fagnaði mikilli velgengni á sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka. Hann virtist hinsvegar ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hans eigin fjölskylda keypti hlut í bankanum á undirverði. Fjölskylda sem einnig á stóran hlut í fyrirtækjum á íslenskum viðskiptamarkaði. Fingrinum var pent, bent á stjórn Íslandsbanka sem tók skellinn. Fjármálaráðherra dustaði rykkornin af teflonjakkafötunum sínum og hélt áfram að vinna. Í Lindarhvolsmálinu þar sem ríkið tók yfir allar eignir þriggja viðskiptabanka sem urðu gjaldþrota eftir hrunið 2008 og seldi aftur, höfum við sama sitjandi fjármálaráðherra sem heldur fram að hafa aldrei lesið skýrslu setts ríkisendurskoðanda um söluferlið sem hann þó hafði í fórum sínum í fimm ár. Hart var barist gegn opinberri birtingu skýrslunnar. Í ljós kom samkvæmt skýrslunni talsvert magn óútskýrðra greiðslna, engin svör við fyrirspurnum, tregða við afhendingu gagna, flókið og mikið regluverk sem Lindarhvoll setti en fór sjálft ekki eftir, eignir og hlutir seldir á undirverði sem varð til þess að ríkið varð af miklum fjármunum o.s.frv. o.s.frv. Þegar settur ríkisendurskoðandi spurði of margra óþægilegra spurninga var hann settur af og annar skipaður. Sá gaf út nýja skýrslu er gaf til kynna að ekkert athugavert hefði verið við sölu Lindarhvols á eignunum. Ráðherrar ríkisstjórnar keppast við að básúna yfir almúgann að allir verði að leggja sitt af mörkum vegna hinnar meintu loftslagsvár. Þess vegna eru skattar margfaldaðir á heimili landsins sem bera í dag á herðum sínum 60% heildar umhverfisskatta landsins. Á meðan taka stærstu ríki heims engan þátt í þessu trúðakapphlaupi og vagga ESB, Þýskaland, predikar yfir okkur á sama tíma um endalausar reglur og refsiskatta sem leggja verði á innviðina svo við getum breytt klukkuverki jarðar. Annars höfum við verra af. Á meðan selur Landsvirkjun og græðir milljarða, með blessun ríkisstjórnar, aflátsbréf til erlendra ríkja svo hægt sé að ljúga að viðskiptavinum þeirra um brúkun hreinnar orku frá Íslandi. Skítinn þeirra sjúgum við svo til baka inn í kerfið okkar. Meðaltalstölur áranna 2011-2021 samkvæmt Orkustofnun á uppruna raforku á Íslandi, sýnir að endurnýjanleg orka hér á landi er aðeins talin vera 39%, kjarnorka 23% og jarðefnaeldsneyti 38%. Til þess að geta svo opinberlega lýst yfir notkun á 100% endurnýjanlegri orku þarftu að kaupa þér leyfi til þess. Sitjandi Orkumálaráðherra skýrir svo íslensku þjóðinni stoltur frá því hvernig hann hafi sparað ríkinu 450 milljónir þegar keyptar voru losunarheimildir frá Slóvakíu upp á 350 milljónir svo Ísland geti staðist loftlagsskuldbindingar sínar gagnvart Kyoto bókuninni. Enginn talar um sóun ríkisfjármuna. Á sama tíma talar hann máli lobbíista erlendra risafjárfesta sem vilja reisa vindorkuver á öðrum hvorum hól um landið. Háleit markmið hans eru að bjarga landinu frá orkuskorti og vera græn og vænst í heimi. Ofur hækkun á raforkuverði til neytenda og flutningur arðs úr landi til fjárfestanna virðist auðvitað aukaatriði. Svo ekki sé minnst á hið gríðarlega magn örtrefjaplasts sem mun þeytast af risavöxnum spöðum vindmyllanna út í íslenskt umhverfi með tímanum. En menn býsnast hins vegar á sama tíma yfir plasthreiðurgerð Súlna í Eldey. Kapphlaup ríkisstjórnarinnar um 1. sætið í Best og Mest heimsleikunum er orðin frekar þreytt klisja, þar sem ráðamenn hlaupa um með lafandi tungur og hangandi eyru að reyna sannfæra íbúa um þeir séu með þetta allt á hreinu á meðan þeir skrapa síðustu aurana úr veskjum þeirra til að bjarga heiminum. Stundum held ég að ríkisstjórnin horfi of mikið á Marvel myndir. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við hugsum um þriðja heims ríki dettur mönnum líklega Ísland alls ekki í hug. Líklega myndi fæstum láta sér detta til hugar að setja Ísland í þann hóp ríkja. En hvað einkennir oftar en ekki þau ríki sem falla undir þessa skilgreiningu? Jú, sú staðreynd að löndin sjálf eru almennt rík af auðlindum en búa við lélegt regluverk og spillt stjórnvöld. Auðlindirnar eru smám saman seldar í hendur alþjóðlegra fjármálaafla og arðurinn fluttur úr landi. Eftir sitja íbúarnir með tómar hendur. Innviðir landanna eru rændir með aðstoð stjórnvalda. En hvað á þá Ísland sameiginlegt með þessum löndum? Hér mun ég í stuttu máli fjalla um Chile í Suður-Ameríku sem dæmi um land sem mögulega er hliðstætt Íslandi á margan hátt, miðað við þá þróun sem átt hefur sér stað hér á landi um langt skeið. Minnst spillta ríki Suður-Ameríku einkavæðir vatnsauðlindina Í Chile 1980 var einkavæðing vatns innleidd í tíð einræðisstjórnar Pinochet (1973-1990). Stjórnarskrá landsins staðfesti rétt einstaklings til að eiga vatn. Ári seinna, 1981 var eignaréttur vatns aðskilinn frá eignarétti lands sem þýddi að til urðu vatnseignaraðilar án lands og landeigendur án vatns. Ríkið nýtur svo þeirra forréttinda að úthluta vatnseignarréttindum til “réttra” aðila sem svo aftur selja eða leigja vatnsnotkun inn á markaðskerfið. Ríkið hefur s.s. með öðrum orðum stofnanavætt þjófnað á neysluvatni íbúa landsins. Eitt er það sem Chile er þekkt fyrir, en það er ræktun Avocado ávaxtarins. Vinsældir þess jukust gríðarlega eftir að Vesturlönd uppgötvuðu mögulegan markaðsgróða þess innan heilsugeirans. Til að rækta Avocado þarf mikið magn vatns. Vatnið er í höndum stórra framleiðenda sem hafa þurrkað upp stór svæði og stefnt lífi og búsetu margra samfélaga í hættu. Stjórnvöld í Chile hafa forgangsraðað vatnsfrekum iðnaði fram yfir rétt samfélaganna á vatni. Um 96% íbúa Chile eru háðir vatni frá einkaaðilum. Vatnsréttindi í Chile falla í tvo flokka. 1. Vatnsréttindi til neyslu. Í þessum flokki eru 77% vatnsréttinda í eigu landbúnaðar- og skógræktargeirans, 7% í eigu iðnaðargeirans og um 3% í eigu heilbrigðisgeirans. 2. Vatnsréttindi til annars en neyslu t.d. rafmagnsframleiðslu. Í þessum flokki er um 81% í höndum opinbers Ítalsks einkafyrirtækis. Árnar boðnar upp Sebastián Piñera, miljarðamæringur, viðskiptamaður og pólitíkus sat sem forseti Chile, fyrst árin 2010-2014 og svo aftur 2018-2022. Árið 2018 lagði stjórnin fram frumvarp sem veitti algjöra lagavissu til þeirra forrréttinda sem vatnseigendur njóta og kynntu til leiks vatnsuppboð. Tugir áa í Chile hafa nú verið boðnar upp. En aðferðin sem ríkið notar er að bjóða upp hvern sekúndulítra sem rennur í gegnum hverja á. Á meðan þetta gerist á sumum svæðum þar sem enn er til vatn, eru önnur svæði þar sem um 12 milljónir manna búa (67% íbúa landsins) orðin skilgreind sem neyðarsvæði vegna vatnsskorts. Þannig að á meðan stór hluti íbúa Chile býr við algeran skort á neysluvatni, er ríkið samtímis að bjóða upp heilu vatnsárnar. Í valdatíð Piñera urðu þó nokkrir ráðherrar hans stórir eigendur vatnsréttinda. Sérstaklega áberandi var þáverandi landbúnaðarráðherrann Antonio Walker Prieto, en hann og fjölskylda hans eignuðust meira en 29.000 sekúndulítra vatns sem jafngildir vatnsnotkun u.þ.b. 17 milljóna manna. Auðlindir í eigu alþjóðlegra fyrirtækja og erlendra lífeyrissjóða Í dag borga Chilebúar langhæsta neysluvatnsgjald í Suður-Ameríku, sem er að mestu leyti í eigu stórra fjölþjóðlegra fyrirtækja. Meirihluti tugi rafmagnsorkuvera sem ganga m.a. fyrir kolum er í eigu Bandaríkjamanna, Frakka og Ítala. Og kirsuberið á toppnum eru allir þeir tugir viðskiptasamninga sem stjórnvöld Chile hefur undirritað og nær til rúmlega 60 landa. Þessir samningar læsa inn rétt fyrirtækja til að kæra Chile ef ríkisstjórnin reynir að herða reglurnar. Kanada er t.d. eitt þessara landa, en lífeyrissjóður kennara í Ontario (OTPP) er einn stærsti fjárfestir á vatnsmarkaði Chile. Hliðstæðan Ísland Ísland og Chile eiga ýmislegt sameiginlegt. Þau eru rík af náttúruauðlindum. Í mati á spillingu í stjórnkerfinu skorar Chile 67. Ísland skorar 74 (0-100 þar sem 100 er minnsta spillingin). Ekki svo langt á milli. Í Chile er hægt að drekka vatnið úr krananum. Sama á við um Ísland. Lífslíkur í Chile er um 80 ár. Á Íslandi 82-3 ár. Chile er ríkt af kopar, skógum, landbúnaðarlandi, vatni, náttúrufegurð, kolum, gasi og olíu. Ísland er ríkt af vatni, landbúnaðarlandi, náttúrufegurð, jarðvarma, endurnýjanlegum orkugjöfum og gjöfulum fiskimiðum. Þau eru ólík að því leitinu til að árið 2022 var meðal landsframleiðsla á Íslandi talin tæpir 73.000 dollarar á mann. Í Chile var meðal landsframleiðslan 2022 rúmlega 15.000 dollarar á mann. Ísland er í 13. sæti yfir ríkustu lönd heims. Chile er í 46. sæti yfir helstu hagkerfi heims. Íslenska aðferðin Á Íslandi höfum við sitjandi fjármálaráðherra sem fagnaði mikilli velgengni á sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka. Hann virtist hinsvegar ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hans eigin fjölskylda keypti hlut í bankanum á undirverði. Fjölskylda sem einnig á stóran hlut í fyrirtækjum á íslenskum viðskiptamarkaði. Fingrinum var pent, bent á stjórn Íslandsbanka sem tók skellinn. Fjármálaráðherra dustaði rykkornin af teflonjakkafötunum sínum og hélt áfram að vinna. Í Lindarhvolsmálinu þar sem ríkið tók yfir allar eignir þriggja viðskiptabanka sem urðu gjaldþrota eftir hrunið 2008 og seldi aftur, höfum við sama sitjandi fjármálaráðherra sem heldur fram að hafa aldrei lesið skýrslu setts ríkisendurskoðanda um söluferlið sem hann þó hafði í fórum sínum í fimm ár. Hart var barist gegn opinberri birtingu skýrslunnar. Í ljós kom samkvæmt skýrslunni talsvert magn óútskýrðra greiðslna, engin svör við fyrirspurnum, tregða við afhendingu gagna, flókið og mikið regluverk sem Lindarhvoll setti en fór sjálft ekki eftir, eignir og hlutir seldir á undirverði sem varð til þess að ríkið varð af miklum fjármunum o.s.frv. o.s.frv. Þegar settur ríkisendurskoðandi spurði of margra óþægilegra spurninga var hann settur af og annar skipaður. Sá gaf út nýja skýrslu er gaf til kynna að ekkert athugavert hefði verið við sölu Lindarhvols á eignunum. Ráðherrar ríkisstjórnar keppast við að básúna yfir almúgann að allir verði að leggja sitt af mörkum vegna hinnar meintu loftslagsvár. Þess vegna eru skattar margfaldaðir á heimili landsins sem bera í dag á herðum sínum 60% heildar umhverfisskatta landsins. Á meðan taka stærstu ríki heims engan þátt í þessu trúðakapphlaupi og vagga ESB, Þýskaland, predikar yfir okkur á sama tíma um endalausar reglur og refsiskatta sem leggja verði á innviðina svo við getum breytt klukkuverki jarðar. Annars höfum við verra af. Á meðan selur Landsvirkjun og græðir milljarða, með blessun ríkisstjórnar, aflátsbréf til erlendra ríkja svo hægt sé að ljúga að viðskiptavinum þeirra um brúkun hreinnar orku frá Íslandi. Skítinn þeirra sjúgum við svo til baka inn í kerfið okkar. Meðaltalstölur áranna 2011-2021 samkvæmt Orkustofnun á uppruna raforku á Íslandi, sýnir að endurnýjanleg orka hér á landi er aðeins talin vera 39%, kjarnorka 23% og jarðefnaeldsneyti 38%. Til þess að geta svo opinberlega lýst yfir notkun á 100% endurnýjanlegri orku þarftu að kaupa þér leyfi til þess. Sitjandi Orkumálaráðherra skýrir svo íslensku þjóðinni stoltur frá því hvernig hann hafi sparað ríkinu 450 milljónir þegar keyptar voru losunarheimildir frá Slóvakíu upp á 350 milljónir svo Ísland geti staðist loftlagsskuldbindingar sínar gagnvart Kyoto bókuninni. Enginn talar um sóun ríkisfjármuna. Á sama tíma talar hann máli lobbíista erlendra risafjárfesta sem vilja reisa vindorkuver á öðrum hvorum hól um landið. Háleit markmið hans eru að bjarga landinu frá orkuskorti og vera græn og vænst í heimi. Ofur hækkun á raforkuverði til neytenda og flutningur arðs úr landi til fjárfestanna virðist auðvitað aukaatriði. Svo ekki sé minnst á hið gríðarlega magn örtrefjaplasts sem mun þeytast af risavöxnum spöðum vindmyllanna út í íslenskt umhverfi með tímanum. En menn býsnast hins vegar á sama tíma yfir plasthreiðurgerð Súlna í Eldey. Kapphlaup ríkisstjórnarinnar um 1. sætið í Best og Mest heimsleikunum er orðin frekar þreytt klisja, þar sem ráðamenn hlaupa um með lafandi tungur og hangandi eyru að reyna sannfæra íbúa um þeir séu með þetta allt á hreinu á meðan þeir skrapa síðustu aurana úr veskjum þeirra til að bjarga heiminum. Stundum held ég að ríkisstjórnin horfi of mikið á Marvel myndir. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun