„Íbúar Gasa eins og dýr í búri“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sagðist deila áhyggjum Þórunnar Sveinbjarnardóttur Samfylkingu af stöðunni í Rafah. Innlent 22. febrúar 2024 13:04
Tók við Kjörís 23 ára eftir að faðir hennar varð bráðkvaddur Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Sindri Sindrason Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra og fékk að kynnast henni betur. Lífið 22. febrúar 2024 13:02
„Ísland er uppselt“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segist vilja stöðva flæði fólks til landsins sem óskar eftir alþjóðlegri vernd. Hún fullyrðir að Ísland taki á móti of mörgum og segist vilja undanþágu frá Schengen samstarfinu. Innlent 22. febrúar 2024 09:04
Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunartíma Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur. Innlent 21. febrúar 2024 22:09
Ungir fasteignaeigendur tapi öllu við uppkaup ríkisins Ungir fasteignaeigendur sem keyptu nýverið sína fyrstu eign í Grindavík tapa margir hverjir öllu sínu eigin fé og koma út í milljóna tapi við uppkaup ríkisins að sögn Grindvíkings. Hann vill að ríkisstjórnin geri meira til að grípa unga kaupendur. Innlent 21. febrúar 2024 20:34
Sigurður Ágúst kjörinn formaður Félags eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson var í dag kosinn formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á aðalfundi félagsins með rúmlega 60 prósent atkvæða. Meint hallarbylting sem fjallað var um í dag raungerðist. Innlent 21. febrúar 2024 20:31
Ekki spennt fyrir lokuðum búsetuúrræðum Þingflokksformaður Vinstri grænna fagnar því að ríkisstjórnin sammælist um heildarsýn í málefnum flóttafólks á Íslandi. Hann segir þingmenn flokksins ekki hafa áhuga á lokuðu búsetuúrræði á borð við það sem dómsmálaráðherra hefur kynnt. Innlent 21. febrúar 2024 20:01
Bjarni lét fulltrúa Rússa heyra það vegna Navalnís Forstöðumaður sendiráðs Rússlands í Reykjavík var kallaður í utanríkisráðuneytið í dag þar sem honum var gerð grein fyrir afstöðu Íslands vegna dauða Alexei Navalní. Afstaðan er einföld; Ísland fordæmir meðferð rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní, sem leiddi til andláts hans í síðustu viku. Innlent 21. febrúar 2024 17:56
Óttast hallarbyltingu í Félagi eldri borgara Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík fer fram nú klukkan 14. Ábendingar hafa borist um að deild úr Sjálfstæðisflokknum hyggist yfirtaka félagið. Innlent 21. febrúar 2024 13:42
Skilur ekki hvers vegna það er ekki allt brjálað vegna breytinganna Talskona Stígamóta segir að með nýrri stefnu ríkisstjórnarinnar sé verið að segja flóttafólki að það sé ekki velkomið til Íslands. Hún gagnrýnir sinn gamla flokk fyrir aðkomu sína að tilvonandi búsetuúrræði sem stangist á við stjórnarskrána. Innlent 21. febrúar 2024 13:00
Vilja rannsaka ummerki Tyrkjaránsins í erfðamengi Íslendinga Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að Íslenskri erfðagreiningu verði falið að gera rannsókn á ummerkjum Tyrkjaránsins í erfðamengi Íslendinga á Íslandi og finni blandaða afkomendur Íslendinganna í Alsír. Innlent 21. febrúar 2024 11:11
Stökkpallur fyrir íslenskar lausnir Tvíhliða samstarf Bandaríkjanna og Íslands á sviði orku- og loftslagsmála markar nýjan kafla í útflutningi íslenskra loftslagslausna og áframhaldandi nýsköpun hér á landi. Það eru tíðindi þegar orkumálaráðherra Bandaríkjanna lýsir því yfir að þær loftslagslausnir, þekking og reynsla sem Íslendingar búa yfir sé mikilvæg fyrir orkuskipti Bandaríkjanna og þá gríðarstóru grænu umbreytingu sem þörf er á í heiminum. Skoðun 21. febrúar 2024 09:00
Vill flýta endurskoðun laga um leigubílaakstur Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra. Innlent 21. febrúar 2024 08:24
Rússíbanahagkerfið er óvinur heimilanna Rússíbanahagkerfið á Íslandi er mikill óvinur fólksins í landinu. Frá aldamótum hefur kaupmáttur launa sveiflast fjórum sinnum meira hér en í hinum OECD-löndunum. Skoðun 21. febrúar 2024 07:30
Ekki tilbúin að sleppa taki af Kolaportinu Unnið er að því að finna nýja staðsetningu fyrir starfsemi Kolaportsins. Listaháskólinn flytur brátt í núverandi húsnæði þess en borgin er ekki tilbúin að sleppa taki af eina markaðstorgi miðbæjarins. Innlent 21. febrúar 2024 06:01
Samfylkingin hafi áður barist harðast gegn hertari innflytjendalöggjöf Prófessor í stjórnmálafræði segir verulega stefnubreytingu hafa átt sér stað í Samfylkingunni eftir að formaður flokksins viðraði skoðanir sínar á innflytjendamálum í síðustu viku. Innlent 20. febrúar 2024 23:08
Upp með sér að vera andlag „smjörklípu“ Össurar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki laust við að hún sé upp með sér að fá að vera andlag „smjörklípu“ Össurar Skarphéðinssonar. Hann velti því upp í dag að hún gæti hugsanlega orðið arftaki Bjarna Benediktssonar í stóli formanns Sjálfstæðisflokksins. Innlent 20. febrúar 2024 21:11
Frumvarpið gangi gegn eigin markmiðum Skilyrði fyrir alþjóðlegri vernd verða þrengd og móttökumiðstöð fyrir flóttamenn stofnuð. Þetta er hluti af stefnu ríkisstjórnar í útlendindingamálum sem miðar að því að fækka umsækjendum. Þingmaður Pírata segir tillögurnar ganga gegn meintum markmiðum, meðal annars um aukna inngildingu og skilvirka málsmeðferð. Innlent 20. febrúar 2024 20:20
Rýnir í leið Bjarna til að halda Guðlaugi frá formennsku Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir forystukreppu blasa við Sjálfstæðisflokknum þegar Bjarni Benediktsson formaður flokksins kveður stjórnmálin eins og flokksmenn virðist telja að verði á næstunni. Þrír kandídatar séu fyrir löngu komnir í formannsstellingar og safni liði. Innlent 20. febrúar 2024 17:25
Skörp stefnubreyting Samfylkingarinnar Enn á ný er nýr tónn sleginn hjá Samfylkingunni og nú eru það útlendingamálin. Það er ekki bara Evrópusambandsaðild og „nýja stjórnarskráin“ sem er komin ofan í kassa og inn í geymslu, því nú hefur flokkurinn tekið upp nýja stefnu í útlendingamálum sem reynt er að mála upp sem einhvers konar stefnumótun. Skoðun 20. febrúar 2024 16:02
Nýr kór þingmanna ætlar að troða upp eftir tvær vikur Mikil leynd hvílir yfir starfsemi nýstofnaðs Alþingismannakórs en Jakob Frímann Magnússon, Flokki fólksins, er kórstjóri. Lífið 20. febrúar 2024 15:52
Loksins loksins! Eftir hraðlestur á tillögum ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum er ég bara nokkuð sáttur við útkomuna. Auðvitað er eitthvað þarna sem að ég hefði viljað hafa öðruvísi. Skoðun 20. febrúar 2024 15:31
Menningarverðmæti danslistarinnar glatast jafnt og þétt Dans er list augnabliksins. Ekkert kemur í stað þess að upplifa dansverk á þeim tíma og í því rúmi sem það er flutt. Eins og með önnur sviðslistaverk er það nærveran við listamanninn sem býr til galdurinn, hrífur okkur með og veitir okkur dýpri skilning á okkur sjálfum, sem er, vitaskuld, tilgangur listarinnar þegar upp er staðið. Skoðun 20. febrúar 2024 15:00
Hafa sammælst um nýja heildarsýn um flóttamenn og innflytjendur Ríkisstjórnin sammæltist í dag um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Í tilkynningu segir að tekið verði utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með samhæfingu milli ráðuneyta og stofnana. Innlent 20. febrúar 2024 12:07
18 mánuðir Í dag, 20. febrúar 2024, eru 11 ár síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Mikilvægt er að fullorðnir standi ávallt vörð um réttindi barna og hafi þarfir þeirra stöðugt að leiðarljósi hvað varðar uppeldi og þroska. Skoðun 20. febrúar 2024 10:31
Fagna nýju frumvarpi um Þjóðaróperu Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi, Klassís, fagnar þeim merka áfanga í sögu sönglistar á Íslandi að fram sé komið frumvarp um Þjóðaróperu. Félagið lýsir eindregnum stuðningi við áform Lilju D. Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarráðherra, í frumvarpinu. Innlent 20. febrúar 2024 08:34
Stjórnleysi Málefni hælisleitenda og flóttafólks er hitamál í íslenskum stjórnmálum. Það er erfitt að tala um málaflokkinn og skautun er staðreynd. Það er a.m.k. ljóst að ekki verður gert allt fyrir alla og ljóst að við munum aldrei neita að taka á móti fólki í neyð. Niðurstaðan er einhvers staðar þarna á milli. Skoðun 20. febrúar 2024 07:30
„Ég skil að fólki sé misboðið“ Sú var tíðin að dæmdir kynferðisbrotamenn áttu auðsótta leið að uppreist æru hjá forseta Íslands. Á uppreisnarárinu 2017 ofbauð landsmönnum þessi möguleiki og áður en árið var úti hafði lögunum verið breytt. Ríkisstjórnin var sömuleiðis sprungin eftir að í ljós kom að faðir forsætisráðherra hafði mælt með uppreist æru fyrir mann sem braut kynferðislega á stjúpdóttur sinni yfir tólf ára tímabil. Innlent 20. febrúar 2024 07:01
Breytingar á útlendingalögum afgreiddar á bak við tjöldin? Til stendur að kynna nýtt frumvarp um breytingar á útlendingalögum nú í vikunni en ágreiningur er sagður uppi milli stjórnarflokkanna um nákvæma dagsetningu. Innlent 20. febrúar 2024 06:46
Öll með: Umbylting örorkulífeyriskerfisins Í lok síðustu viku birti ég drög að frumvarpi vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfisins í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpið markar tímamót, en um er að ræða heildarendurskoðun á kerfinu. Skoðun 20. febrúar 2024 06:01