Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. janúar 2025 16:05 Dómsmálaráðherrarnir fyrrverandi, Áslaug og Sólveig Pétursdóttir, féllust í faðma að fundinum loknum. RAX Margt var um manninn í Sjálfstæðissalnum á NASA þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti um framboð sitt til formanns flokksins í dag. Þó lét enginn þingmaður flokksins sjá sig. Áslaug fór um víðan völl í ræðunni sinni. Hún þakkaði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur og Bjarna Benediktssyni samstarfsfólki sínu fyrir samstarfið. Hún skaut á nýja ríkisstjórn, sem hún kallaði tveggja flokka vinstristjórn með félagasamtökum sem stefni að því að skrá sig sem stjórnmálaflokk fyrr eða síðar. Sjá einnig: Áslaug ætlar í formanninn Kosið verður í embættið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um mánaðamót febrúar og mars. Áslaug er ein í framboði enn sem komið er. Húsfyllir var í Sjálfstæðissalnum. RAX Athygli vakti að enginn úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins lét sjá sig á fundinum. Fréttastofa hafði samband við Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann vegna þess, en hún segir ekki ástæðu til að lesa í ákvörðun þingmannanna að mæta ekki. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um að Áslaug Arna nýtur mikils stuðnings og trausts víða í hinum ýmsu kimum flokksins og þar með einnig hjá kjörnum fulltrúum hans. Það getur einfaldlega staðið mismunandi á hjá fólki og eins er alvanalegt að kjörnir fulltrúar haldi að sér höndum á meðan línur eru að skýrast og þá sérlega í þeirri stöðu sem uppi er núna þegar ekki er verið að bjóða fram gegn sitjandi forystu,“ segir Hildur. Merkið sem prýddi ræðupúltið og skjáinn segir Áslaug sitt. Henni hafi ekki fundist passa að nota merki flokksins í sína persónulegu baráttu. RAX Hún segist mikil vinkona og aðdáandi Áslaugar en í senn þingflokksformaður flokksins alls og þar af leiðandi allra þingmanna. Meðal þeirra hafi einhverjir sagst íhuga framboð til formanns. „Ég tel því rétt að gefa ekki upp hvern ég mun styðja til formennsku í okkar góða flokki fyrr en þegar nær dregur landsfundi.“ Hún muni gera skilmerkilega grein fyrir því hvern hún styður þegar eftir að nýtt þing er komið saman og landsfundur nálgast. „Það er mikilvægt að þingflokkurinn byrji þingið af krafti í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í rúmlega áratug. Þar er af nógu að taka og mikilvægt að við einbeitum okkur saman að því verkefni,“ segir Hildur. Í fjarveru þingflokksins vakti þó athygli að nánir aðstandendur þingmanna í flokknum létu sjá sig á fundinum. Þeirra á meðal er Gísli Árnason sambýlismaður Hildar Sverrisdóttur, Margrét Bjarnadóttir dóttir Bjarna Benediktssonar og Ísak Ernir Kristinsson unnusti hennar. Þá var Sigurgeir Jónasson sonur Rósu Guðbjartsdóttur mættur á fundinn. Ragnar Axelsson, RAX, ljósmyndari var á staðnum og festi viðburðinn á filmu. Myndirnar má sjá hér að neðan. Ungir Sjálfstæðismenn áttu fulltrúa á fremsta bekk. RAX Sólveig Guðrún Pétursdóttir fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra mætti á fundinn. RAX RAX Áslaug ávarpaði salinn. RAX Sólveig Guðrún og Áslaug að fundinum loknum. Sólveig gegndi embætti dóms- og kirkjumálaráðherra 1999-2003. RAX Ljóst er að Áslaug á sér aðdáendur úr ýmsum áttum. RAX Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Áslaug fór um víðan völl í ræðunni sinni. Hún þakkaði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur og Bjarna Benediktssyni samstarfsfólki sínu fyrir samstarfið. Hún skaut á nýja ríkisstjórn, sem hún kallaði tveggja flokka vinstristjórn með félagasamtökum sem stefni að því að skrá sig sem stjórnmálaflokk fyrr eða síðar. Sjá einnig: Áslaug ætlar í formanninn Kosið verður í embættið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um mánaðamót febrúar og mars. Áslaug er ein í framboði enn sem komið er. Húsfyllir var í Sjálfstæðissalnum. RAX Athygli vakti að enginn úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins lét sjá sig á fundinum. Fréttastofa hafði samband við Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann vegna þess, en hún segir ekki ástæðu til að lesa í ákvörðun þingmannanna að mæta ekki. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um að Áslaug Arna nýtur mikils stuðnings og trausts víða í hinum ýmsu kimum flokksins og þar með einnig hjá kjörnum fulltrúum hans. Það getur einfaldlega staðið mismunandi á hjá fólki og eins er alvanalegt að kjörnir fulltrúar haldi að sér höndum á meðan línur eru að skýrast og þá sérlega í þeirri stöðu sem uppi er núna þegar ekki er verið að bjóða fram gegn sitjandi forystu,“ segir Hildur. Merkið sem prýddi ræðupúltið og skjáinn segir Áslaug sitt. Henni hafi ekki fundist passa að nota merki flokksins í sína persónulegu baráttu. RAX Hún segist mikil vinkona og aðdáandi Áslaugar en í senn þingflokksformaður flokksins alls og þar af leiðandi allra þingmanna. Meðal þeirra hafi einhverjir sagst íhuga framboð til formanns. „Ég tel því rétt að gefa ekki upp hvern ég mun styðja til formennsku í okkar góða flokki fyrr en þegar nær dregur landsfundi.“ Hún muni gera skilmerkilega grein fyrir því hvern hún styður þegar eftir að nýtt þing er komið saman og landsfundur nálgast. „Það er mikilvægt að þingflokkurinn byrji þingið af krafti í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í rúmlega áratug. Þar er af nógu að taka og mikilvægt að við einbeitum okkur saman að því verkefni,“ segir Hildur. Í fjarveru þingflokksins vakti þó athygli að nánir aðstandendur þingmanna í flokknum létu sjá sig á fundinum. Þeirra á meðal er Gísli Árnason sambýlismaður Hildar Sverrisdóttur, Margrét Bjarnadóttir dóttir Bjarna Benediktssonar og Ísak Ernir Kristinsson unnusti hennar. Þá var Sigurgeir Jónasson sonur Rósu Guðbjartsdóttur mættur á fundinn. Ragnar Axelsson, RAX, ljósmyndari var á staðnum og festi viðburðinn á filmu. Myndirnar má sjá hér að neðan. Ungir Sjálfstæðismenn áttu fulltrúa á fremsta bekk. RAX Sólveig Guðrún Pétursdóttir fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra mætti á fundinn. RAX RAX Áslaug ávarpaði salinn. RAX Sólveig Guðrún og Áslaug að fundinum loknum. Sólveig gegndi embætti dóms- og kirkjumálaráðherra 1999-2003. RAX Ljóst er að Áslaug á sér aðdáendur úr ýmsum áttum. RAX Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira