Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Árni Sæberg skrifar 27. janúar 2025 11:32 Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Fleiri stjórnmálaflokkar en Flokkur fólksins hafa þegið framlög úr ríkissjóði án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Til að mynda þáði Sjálfstæðisflokkurinn 167 milljónir króna árið 2022, rétt áður en skráningu flokksins var breytt. Mikið hefur verið fjallað um styrkjamál Flokks fólksins síðan Morgunblaðið greindi frá því að flokkurinn væri skráður sem félagasamtök hjá Ríkisskattstjóra en ekki stjórnmálasamtök. Frá árinu 2021 hefur slík skráning verið skilyrði fyrir framlögum úr ríkissjóði. Þrátt fyrir það hefur Flokkur fólksins fengið hundruði milljóna króna úr opinberum sjóðum undanfarin ár. Flokkurinn fær aftur á móti ekki þær sjötíu milljónir króna sem stóð til að flokkurinn fengi í ár. Inga Sæland stofnandi og formaður flokksins hefur lofað bót og betrun, skráningu flokksins verði breytt strax að loknum næsta landsfundi hans. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er að finna nokkuð ítarleg skilyrði um upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir í samþykktum stjórnmálasamtaka til þess að samtök verði tekin á stjórnmálasamtakaskrá. Þær upplýsingar eru ekki í samþykktum Flokks fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn ekki saklaus Þeir sem hafa helst gagnrýnt Flokk fólksins fyrir að þiggja fjárframlög án réttrar skráningar eru Sjálfstæðismenn. Til að mynda sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem tilkynnti í gær um framboð sitt til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun að flokkurinn ætti að skila framlögunum. „Mál sem kemur upp núna er þetta styrkjamál til flokksins, sem er auðvitað ekki stjórnmálaflokkur enn þá. Að þau ætli ekki að skrá sig strax sem stjórnmálaflokk heldur bíða landsfundar. Það á að vera algjörlega skýr krafa á Flokk fólksins núna, annað hvort birta þau hlutina eins og þau hefðu gert ef þau hefðu verið að uppfylla skilyrðin, birta alla hluti sem stjórnmálaflokkar eiga að gera, sem fá þessa ríkisstyrki, eða skila peningunum.“ Þessi afstaða Sjálfstæðismanna verður að teljast áhugaverð sé gluggað í gögn í Fyrirtækjaskrá. Þar kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn breytti ekki skráningu sinni fyrr en þann 8. apríl árið 2022. Krafa um skráningu sem stjórnmálasamtök var tekin upp með lögum í júní árið 2021. Móttekið 8. apríl 2022 er stimplað á tilkynningu Sjálfstæðisflokksins um breytingu félagasamtaka í stjórnmálasamtök. Skömmu síðar var lögunum breytt til bráðabirgða svo að skráning væri ekki skilyrði fyrir fjárframlögum fyrir árið 2021. Þann 25. janúar árið 2022, þegar styrkjum fyrir það ár var úthlutað, var Sjálfstæðisflokkurinn ekki skráður sem stjórnmálasamtök. Árið 2022 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 166,9 milljónir króna úr ríkissjóði. Píratar, Sósíalistar og Vinstri græn í sama pakka Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn eru ekki einu flokkarnir sem hafa flaskað á skráningu sem stjórnmálasamtök. Vinstrihreyfingin grænt framboð breytti skráningu sinni ekki fyrr en 25. september í fyrra. Þannig hefur flokkurinn þegið framlög árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Framlögin nema í heild 266.566.093 krónum. Skráning Vinstri grænna þetta árið skiptir ekki máli, enda náði flokkurinn ekki nægri kosningu í síðustu kosningum til þess að hljóta styrki. Lágmarkið er 2,5 prósent en Vinstri græn hlutu aðeins 2,3 prósent. Sósíalistar breyttu skráningu sinni þann 21. nóvember árið 2023. Þannig fékk flokkurinn styrki árin 2022 og 2023 án þess að vera skráður sem stjórnmálasamtök. Það gerir 50,5 milljónir króna. Píratar breyttu skráningunni 16. mars árið 2022. Styrkurinn það árið nam 66,8 milljónum króna. Ekki hefur náðst í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. 24. janúar 2025 12:31 „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. 22. janúar 2025 21:33 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um styrkjamál Flokks fólksins síðan Morgunblaðið greindi frá því að flokkurinn væri skráður sem félagasamtök hjá Ríkisskattstjóra en ekki stjórnmálasamtök. Frá árinu 2021 hefur slík skráning verið skilyrði fyrir framlögum úr ríkissjóði. Þrátt fyrir það hefur Flokkur fólksins fengið hundruði milljóna króna úr opinberum sjóðum undanfarin ár. Flokkurinn fær aftur á móti ekki þær sjötíu milljónir króna sem stóð til að flokkurinn fengi í ár. Inga Sæland stofnandi og formaður flokksins hefur lofað bót og betrun, skráningu flokksins verði breytt strax að loknum næsta landsfundi hans. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er að finna nokkuð ítarleg skilyrði um upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir í samþykktum stjórnmálasamtaka til þess að samtök verði tekin á stjórnmálasamtakaskrá. Þær upplýsingar eru ekki í samþykktum Flokks fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn ekki saklaus Þeir sem hafa helst gagnrýnt Flokk fólksins fyrir að þiggja fjárframlög án réttrar skráningar eru Sjálfstæðismenn. Til að mynda sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem tilkynnti í gær um framboð sitt til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun að flokkurinn ætti að skila framlögunum. „Mál sem kemur upp núna er þetta styrkjamál til flokksins, sem er auðvitað ekki stjórnmálaflokkur enn þá. Að þau ætli ekki að skrá sig strax sem stjórnmálaflokk heldur bíða landsfundar. Það á að vera algjörlega skýr krafa á Flokk fólksins núna, annað hvort birta þau hlutina eins og þau hefðu gert ef þau hefðu verið að uppfylla skilyrðin, birta alla hluti sem stjórnmálaflokkar eiga að gera, sem fá þessa ríkisstyrki, eða skila peningunum.“ Þessi afstaða Sjálfstæðismanna verður að teljast áhugaverð sé gluggað í gögn í Fyrirtækjaskrá. Þar kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn breytti ekki skráningu sinni fyrr en þann 8. apríl árið 2022. Krafa um skráningu sem stjórnmálasamtök var tekin upp með lögum í júní árið 2021. Móttekið 8. apríl 2022 er stimplað á tilkynningu Sjálfstæðisflokksins um breytingu félagasamtaka í stjórnmálasamtök. Skömmu síðar var lögunum breytt til bráðabirgða svo að skráning væri ekki skilyrði fyrir fjárframlögum fyrir árið 2021. Þann 25. janúar árið 2022, þegar styrkjum fyrir það ár var úthlutað, var Sjálfstæðisflokkurinn ekki skráður sem stjórnmálasamtök. Árið 2022 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 166,9 milljónir króna úr ríkissjóði. Píratar, Sósíalistar og Vinstri græn í sama pakka Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn eru ekki einu flokkarnir sem hafa flaskað á skráningu sem stjórnmálasamtök. Vinstrihreyfingin grænt framboð breytti skráningu sinni ekki fyrr en 25. september í fyrra. Þannig hefur flokkurinn þegið framlög árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Framlögin nema í heild 266.566.093 krónum. Skráning Vinstri grænna þetta árið skiptir ekki máli, enda náði flokkurinn ekki nægri kosningu í síðustu kosningum til þess að hljóta styrki. Lágmarkið er 2,5 prósent en Vinstri græn hlutu aðeins 2,3 prósent. Sósíalistar breyttu skráningu sinni þann 21. nóvember árið 2023. Þannig fékk flokkurinn styrki árin 2022 og 2023 án þess að vera skráður sem stjórnmálasamtök. Það gerir 50,5 milljónir króna. Píratar breyttu skráningunni 16. mars árið 2022. Styrkurinn það árið nam 66,8 milljónum króna. Ekki hefur náðst í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. 24. janúar 2025 12:31 „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. 22. janúar 2025 21:33 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
„Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. 24. janúar 2025 12:31
„Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. 22. janúar 2025 21:33