Af skráningum stjórnmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 28. janúar 2025 09:31 Stuðningsmenn Flokks fólksins og aðrir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, töldu sig heldur betur hafa komist í feitt þegar að fram kom í fjölmiðlum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið útgreiddan styrk frá ríkinu árið 2022, tveimur og hálfum mánuði áður en flokkurinn kláraði að skrá flokkinn með þeim hætti er lög frá árinu 2021 kveða á um. Öllu þessu fólki kann þó að hafa yfirsést það, valkvætt eða ekki, að þar sem styrkurinn var fyrir árið 2022, þurftu þessi skráningarmál að vera komin í lag á þvví ári sem styrkirnir voru greiddir út, en ekki fyrir daagsetningu útgreiðslunnar. Það er fjárlagaárið sem gildir, en ekki dagsetning útgreiðslunnar. Reyndar var því breytt í áðurnefndum lögum, að greiðslunum var flýtt framar á árið, þar sem sumir flokkar er styrkina þáðu, höfðu gert við það athugasemdir hversu seint á árinu styrkirnir bárust. Þar sem enginn dagsettur frestur var á uppfyllingu skilyrðina, liggur það í lagana eðli að skilyrðin þurftu aðeins að vera uppfyllt innan þess fjárlagaárs sem þeir voru veittir. Í tilfelli Sjálfstæðisflokksins þurfti að taka saman yfirlit yfir allar þær nærri tvöhundruð einingar er starfa innan flokksins og skilgreiningar á hlutverki þeirra. Ásamt því auðvitað að vinna að nauðsynlegum breytingum á samþykktum flokksins. Því öllu var lokið 8. Apríl 2022, tveimur og hálfum mánuði eftir að styrkirnir voru greiddir. Rétt skráning, átti sér því stað, innan þess fjárlagaárs sem umræðir. Ólíkt því sem segja má um Flokk fólksins. Það er hins vegar grundvallar munur á því að hefjast handa svo fljótt sem verða má að uppfylla skilyrðin fyrir þessum styrkjum eða að láta að minnsta kosti þrjú fjárlagaár líða þangað til að eitthvað er gert til þess að uppfylla skilyrðin.Ef engin haldbær rök eru því að skilyrðin hafi ekki verið uppfyllt innan fjárlagaársins, má ætla að um ásetning um að móttaka styrkinn vitandi að það væri andstætt lögum. En eflaust er það svo að þegar að stjórnmálaflokkur er rekinn eins og fjölskyldufyrirtæki við eldhúsborð formannsins að erfitt geti reynst að uppfylla skilyrði styrkjana. En það er samt auðvitað engin afsökun eða tilefni afsláttar á sök. Þar sem enginn dagsettur frestur var á uppfyllingu skilyrðina, liggur það í lagana eðli að skilyrðin þurftu aðeins að vera uppfyllt innan þess fjárlagaárs sem þeir voru veittir. Það gæti því verið réttlætanlegt að Flokkur fólksins fái styrk fyrir yfirstandi fjárlagaár, svo fremi sem flokkurinn treysti sér til þess að uppfylla skilyrðin áður en árið er liðið. Að öðrum kosti endurgreiði flokkurinn styrkinn fyrir yfirstandandi ár. Alveg óháð því, er það svo eðlileg krafa að flokkurinn endurgreiði þá styrki sem hann hefur þegið með ólögmætum hætti árin 2022, 2023 og 2024. Enda gæti annað skapað afar slæmt fordæmi til lengri tíma litið. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Stuðningsmenn Flokks fólksins og aðrir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, töldu sig heldur betur hafa komist í feitt þegar að fram kom í fjölmiðlum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið útgreiddan styrk frá ríkinu árið 2022, tveimur og hálfum mánuði áður en flokkurinn kláraði að skrá flokkinn með þeim hætti er lög frá árinu 2021 kveða á um. Öllu þessu fólki kann þó að hafa yfirsést það, valkvætt eða ekki, að þar sem styrkurinn var fyrir árið 2022, þurftu þessi skráningarmál að vera komin í lag á þvví ári sem styrkirnir voru greiddir út, en ekki fyrir daagsetningu útgreiðslunnar. Það er fjárlagaárið sem gildir, en ekki dagsetning útgreiðslunnar. Reyndar var því breytt í áðurnefndum lögum, að greiðslunum var flýtt framar á árið, þar sem sumir flokkar er styrkina þáðu, höfðu gert við það athugasemdir hversu seint á árinu styrkirnir bárust. Þar sem enginn dagsettur frestur var á uppfyllingu skilyrðina, liggur það í lagana eðli að skilyrðin þurftu aðeins að vera uppfyllt innan þess fjárlagaárs sem þeir voru veittir. Í tilfelli Sjálfstæðisflokksins þurfti að taka saman yfirlit yfir allar þær nærri tvöhundruð einingar er starfa innan flokksins og skilgreiningar á hlutverki þeirra. Ásamt því auðvitað að vinna að nauðsynlegum breytingum á samþykktum flokksins. Því öllu var lokið 8. Apríl 2022, tveimur og hálfum mánuði eftir að styrkirnir voru greiddir. Rétt skráning, átti sér því stað, innan þess fjárlagaárs sem umræðir. Ólíkt því sem segja má um Flokk fólksins. Það er hins vegar grundvallar munur á því að hefjast handa svo fljótt sem verða má að uppfylla skilyrðin fyrir þessum styrkjum eða að láta að minnsta kosti þrjú fjárlagaár líða þangað til að eitthvað er gert til þess að uppfylla skilyrðin.Ef engin haldbær rök eru því að skilyrðin hafi ekki verið uppfyllt innan fjárlagaársins, má ætla að um ásetning um að móttaka styrkinn vitandi að það væri andstætt lögum. En eflaust er það svo að þegar að stjórnmálaflokkur er rekinn eins og fjölskyldufyrirtæki við eldhúsborð formannsins að erfitt geti reynst að uppfylla skilyrði styrkjana. En það er samt auðvitað engin afsökun eða tilefni afsláttar á sök. Þar sem enginn dagsettur frestur var á uppfyllingu skilyrðina, liggur það í lagana eðli að skilyrðin þurftu aðeins að vera uppfyllt innan þess fjárlagaárs sem þeir voru veittir. Það gæti því verið réttlætanlegt að Flokkur fólksins fái styrk fyrir yfirstandi fjárlagaár, svo fremi sem flokkurinn treysti sér til þess að uppfylla skilyrðin áður en árið er liðið. Að öðrum kosti endurgreiði flokkurinn styrkinn fyrir yfirstandandi ár. Alveg óháð því, er það svo eðlileg krafa að flokkurinn endurgreiði þá styrki sem hann hefur þegið með ólögmætum hætti árin 2022, 2023 og 2024. Enda gæti annað skapað afar slæmt fordæmi til lengri tíma litið. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun