Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir stækka við hlut sinn í Ís­fé­laginu eftir skráningu á markað

Tveir lífeyrissjóðir, sem voru meðal umsvifamestu þátttakenda í almennu hlutafjárútboði Ísfélagsins undir lok síðasta árs, hafa stækkað talsvert við stöðu sína í fyrirtækinu með kaupum á eftirmarkaði síðustu vikur fyrir samtals vel á annan milljarð króna. Hlutabréfaverð Ísfélagsins hefur haldist nánast óbreytt frá fyrsta degi viðskipta þegar félagið var skráð á markað fyrir einum mánuði.

Innherji
Fréttamynd

Afglapavæðing?

Það er eitthvað sérkennilegt að gerast í samfélaginu þegar íbúar lítils bæjarfélags eins og Seyðisfjarðar þurfa að fara í flókinn og rándýran málarekstur til að mæta ofríki og beinlínis lögbrotum stjórnvalda.

Skoðun
Fréttamynd

Telur ein­sýnt að Svan­dís eigi að víkja

Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 

Innlent
Fréttamynd

Katrín segir á­lit Um­boðs­manns ekki til­efni til af­sagnar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Svandísar Svavardóttur matvælaráðherra. Hún segir að mikilvægt sé að taka niðurstöðu Umboðsmanns alvarlega og draga af henni lærdóm en að hún gefi ekki tilefni til róttækra aðgerða.

Innlent
Fréttamynd

Kristján segir Hval ætla að krefjast skaða­bóta

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Tekur á­litið al­var­lega en hyggst ekki segja af sér

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. 

Innlent
Fréttamynd

MAST í­hugar að kæra Arctic Sea Farm til ríkis­sak­sóknara

Hátt í þrjú hundruð frávik hafa orðið hjá fyrirtækjum í land- og sjóvkvíeldi hér á landi á síðustu þremur árum og þar af teljast ríflega sextíu alvarleg. Matvælastofnun íhugar að kæra fyrirtækið Arctic Sea Farm til ríkissaksóknara vegna tveggja alvarlegra mála.

Innlent
Fréttamynd

Tvö al­var­leg frá­vik hjá Arctic Sea Farm

Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar.

Innlent
Fréttamynd

Norð­menn á­byrgir fyrir skað­legu sjó­kvía­eldi á Ís­landi

Árið 2020 áttaði ég mig á því að hörmungar gætu fylgt stórfeldu sjókvíaeldi í opnum kvíum í fjörðum landsins. Þá skrifaði ég grein í Þjóðmál „Um nýsköpun og sjálfbærni“ þar sem ég lagði áherslu á að við héldum auðlindum landsins sem mest í okkar eigu og varaði við yfirgangi Norðmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Segir lög­­reglu­­stjórann á Vest­fjörðum van­hæfan í málinu

Landssamband veiðifélaga hyggst kæra ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í ágúst. Framkvæmdastjóri sambandsins segir ljóst að vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli sé algjört.

Innlent
Fréttamynd

Segir skip­stjórana tvo hafa van­rækt skyldur sínar

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir tvo skipstjórnarmenn á Huginn VE hafa vanrækt skyldur sínar í tengslum við það þegar akkeri féll frá borði og setti neysluvatnskerfi Vestmannaeyinga í uppnám. 

Innlent
Fréttamynd

Þegar raun­veru­leikinn er annar en reiknað var með

Ef slepping eldislaxa úr sjókvíum Arctic Fish í Patreksfirði og útbreidd ganga þeirra í skilgreindar laxveiðiár um nánast allt land er sett inn í spálíkanið að baki gildandi áhættumati Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldislax við villta laxastofna kemur í ljós að sjókvíaeldi í núverandi magni verður ekki haldið áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Um­hverfis­sóðar fram­leiða „nýjan fisk“

Það eru ekki margar bækur um fiskeldi sem hafa haft jafn sterk áhrif á mig og bókin The New Fish (The Truth about Farmed Salmon and the Consequences We Can No Longer Ignore). Bókin er rituð af þeim Simon Sætre, sem var blaðamaður hjá vikublaðinu Morgenbladet, og höfundur fimm bóka og svo Kjetil Östli sem er einnig blaðamaður og handhafi Brage verðlauna bókaútgefenda og höfundur og ritstjóri Harvest Magazine.

Skoðun
Fréttamynd

Deilur um Kristján Lofts­son og litla fræðslu­bók

Farsakennd atburðarás um hvalveiðar. Kristján Loftsson og konurnar í tunnunum. Krafa um afsökunarbeiðni í Karphúsinu og eftirtektarverðir Bomber jakkar Eflingarfólks. Óvænt útspil Heimis Más Péturssonar, sjókvíaeldi og hatrammar deilur um eina litla fræðslubók. Þetta eru deilur ársins 2023.

Innlent
Fréttamynd

And­stæðingar sjókvíaeldis æfir vegna á­kvörðunar Helga

Á forsíðu nýs tölublaðs Veiðimannsins, tímariti Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er mynd eftir Gunnar Karlsson þar sem sjókvíaeldið er teiknað upp sem ókindin í íslenskri náttúru. Niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að fella niður rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, kemur illa við andstæðinga sjókvíaeldis.

Innlent
Fréttamynd

Sam­herji finnur not fyrir gamla Landsbankahúsið

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, hafa stofnað frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtæki sem verður til húsa í gamla Landsbankahúsinu við Ráðhústorg á Akureyri. Fyrirtækið mun bera nafnið Drift EA.

Viðskipti innlent