Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar 16. júlí 2025 15:30 Í Vísi í dag 16. júlí birtist grein í skoðun undir fyrirsögninni „Aukið við sóun með einhverjum ráðum“. Greinarhöfundur Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS finnur að því að atvinnuvegaráðherra sé nú að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að tryggja 48 daga til strandveiða. Ráðherra er varaður við umleitan sinni. Bent er á að Umboðsmaður Alþingis hafi tekið til meðferðar þá stjórnsýsluframkvæmd að ráðstafa heimildum umfram ráðgjöf. Jafnframt er lesanda bent á að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar boði niðurskurð í þorski og aukinn afli til strandveiða í andstöðu við vísindalega ráðgjöf. Allt ber þetta merki um rakalausan hræðsluáróður og grímulausar hótanir. Vilji þjóðarinnar stendur með strandveiðum Útgerðarformið – strandveiðar – nýtur mikillar hylli meðal þjóðarinnar og það ber að þakka. Staðfest var í skoðanakönnun sem Matvælaráðuneytið lét Félagsvísindastofnun Háskólans framkvæma í mars 2023 að 72,3% landsmanna vilja að veiðiheimildir til strandveiða verði auknar. Það hafa stjórnvöld ákveðið að gera með því að tryggja 48 daga til strandveiða, að hámarki 12 daga í hverjum mánuði maí – ágúst. Það er því ekkert við það að athuga að atvinnuvegaráðherra leiti allra leiða til að tryggja strandveiða til loka ágúst. Hávær minnihluti sérhagsmuna á Alþingi hefur á undanförnum vikum reynt allt hvað hann getur til að koma í veg fyrir rýmri heimildir til strandveiða. Nokkur árangur náðist hjá honum þegar þinglokasamningur innihélt ekki frumvarp atvinnuvegaráðherra um strandveiðar. Nú er glíman hins vegar komin út fyrir veggja Alþingis. Ráðherra er með málefnið og andstæðingar aukinna veiðiheimilda til strandveiða eru greinilega áhyggjufullir af að hann láti verða af því. Að telja það neikvætt og það geti vanvirt orðspor um virðingu Íslendinga fyrir auðlindinni og haft neikvæð áhrif á alþjóðlegar vottanir er ekki svaravert. Lesendur sjá í gegnum slíkan áróður. Áhyggjur af því, að ráðherra boði að verið sé að skoða einhverjar leiðir til að verða við ákalli um auknar heimildir til strandveiða, þarf greinarhöfundur hins vegar að takast á við. Ráðherra er sá sem ræður. Myndar ekki eignarétt Staðreyndin er að strandveiðar geta aldrei ógnað fiskistofnum á Íslandsmiðum, einum gjöfulustu fiskimiðum heims. Auk þess að hafa almenningsálitið með sér smellpassa þær við ákvæði 1. gr. laga um stjórn fiskveiða „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra (nytjastofna) og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“. Það sama á við um niðurlag greinarinnar: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Strandveiðar eru ekki í aflamarki og því ekki úthlutað veiðiheimildum árlega á hvern bát. Engin verðmæti verða til við strandveiðar nema með veiðum og þarf því ekki að takast á um „ eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Efla ber strandveiðar Það er ótrúlegt lán þjóðarinnar að eiga 800 skipstjóra sem treysta sér til að gera út bát til strandveiða þegar tekið er tillit til þeirra krafna og aðstæðna sem þarf að kljást við. Alþingismenn létu sig málefnið varða og ræddu nýverið í 20 klukkustundir um framtíð atvinnugreinarinnar. Strandveiðimenn, fjölskyldur þeirra og megin hluti þjóðarinnar væntir þess Hönnu Katrínu Friðriksson takist að tryggja áframhaldandi öflugar strandveiðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandveiðar Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í Vísi í dag 16. júlí birtist grein í skoðun undir fyrirsögninni „Aukið við sóun með einhverjum ráðum“. Greinarhöfundur Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS finnur að því að atvinnuvegaráðherra sé nú að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að tryggja 48 daga til strandveiða. Ráðherra er varaður við umleitan sinni. Bent er á að Umboðsmaður Alþingis hafi tekið til meðferðar þá stjórnsýsluframkvæmd að ráðstafa heimildum umfram ráðgjöf. Jafnframt er lesanda bent á að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar boði niðurskurð í þorski og aukinn afli til strandveiða í andstöðu við vísindalega ráðgjöf. Allt ber þetta merki um rakalausan hræðsluáróður og grímulausar hótanir. Vilji þjóðarinnar stendur með strandveiðum Útgerðarformið – strandveiðar – nýtur mikillar hylli meðal þjóðarinnar og það ber að þakka. Staðfest var í skoðanakönnun sem Matvælaráðuneytið lét Félagsvísindastofnun Háskólans framkvæma í mars 2023 að 72,3% landsmanna vilja að veiðiheimildir til strandveiða verði auknar. Það hafa stjórnvöld ákveðið að gera með því að tryggja 48 daga til strandveiða, að hámarki 12 daga í hverjum mánuði maí – ágúst. Það er því ekkert við það að athuga að atvinnuvegaráðherra leiti allra leiða til að tryggja strandveiða til loka ágúst. Hávær minnihluti sérhagsmuna á Alþingi hefur á undanförnum vikum reynt allt hvað hann getur til að koma í veg fyrir rýmri heimildir til strandveiða. Nokkur árangur náðist hjá honum þegar þinglokasamningur innihélt ekki frumvarp atvinnuvegaráðherra um strandveiðar. Nú er glíman hins vegar komin út fyrir veggja Alþingis. Ráðherra er með málefnið og andstæðingar aukinna veiðiheimilda til strandveiða eru greinilega áhyggjufullir af að hann láti verða af því. Að telja það neikvætt og það geti vanvirt orðspor um virðingu Íslendinga fyrir auðlindinni og haft neikvæð áhrif á alþjóðlegar vottanir er ekki svaravert. Lesendur sjá í gegnum slíkan áróður. Áhyggjur af því, að ráðherra boði að verið sé að skoða einhverjar leiðir til að verða við ákalli um auknar heimildir til strandveiða, þarf greinarhöfundur hins vegar að takast á við. Ráðherra er sá sem ræður. Myndar ekki eignarétt Staðreyndin er að strandveiðar geta aldrei ógnað fiskistofnum á Íslandsmiðum, einum gjöfulustu fiskimiðum heims. Auk þess að hafa almenningsálitið með sér smellpassa þær við ákvæði 1. gr. laga um stjórn fiskveiða „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra (nytjastofna) og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“. Það sama á við um niðurlag greinarinnar: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Strandveiðar eru ekki í aflamarki og því ekki úthlutað veiðiheimildum árlega á hvern bát. Engin verðmæti verða til við strandveiðar nema með veiðum og þarf því ekki að takast á um „ eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Efla ber strandveiðar Það er ótrúlegt lán þjóðarinnar að eiga 800 skipstjóra sem treysta sér til að gera út bát til strandveiða þegar tekið er tillit til þeirra krafna og aðstæðna sem þarf að kljást við. Alþingismenn létu sig málefnið varða og ræddu nýverið í 20 klukkustundir um framtíð atvinnugreinarinnar. Strandveiðimenn, fjölskyldur þeirra og megin hluti þjóðarinnar væntir þess Hönnu Katrínu Friðriksson takist að tryggja áframhaldandi öflugar strandveiðar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun