Halda áfram að ræða veiðigjöldin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. júlí 2025 07:30 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði fram frumvarp um breytingu á veiðigjöldum. Vísir/Vilhelm Þingfundur hefur verið boðaður á Alþingi klukkan tíu dag þar sem eina málið á dagskrá er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöldin. Fundurinn kemur í kjölfar viðburðaríks þingfundar gærdagsins. Ekkert annað frumvarp hefur verið jafn lengi til umræðu á þinginu en þingmenn ríkisstjórnarflokkanna brugðust harkalega við þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og varaforseti Alþingis, lauk þingfundi á miðvikudagskvöld rétt fyrir miðnætti. Hún var gagnrýnd fyrir að fresta fundi án samráðs við forseta þingsins. Í gær flutti Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra óvænta yfirlýsingu þar sem hún sakaði þingmenn minnihlutans um að viðurkenna ekki umboð meirihlutans og standa í veg fyrir lýðræðislegri afgreiðslu mála. „Við munum verja lýðveldið Ísland. Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis,“ sagði hún fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Orð Kristrúnar fóru misvel í þingmennina og til dæmis sagði Hildur orð Kristrúnar um sig vera ógeðfelld. Umdeilda umslagið Seinnipartinn funduðu formenn allra flokka á Alþingi í von um að stilla til friðar. Þá funduðu þingflokksformenn seinna um kvöldið en ekkert varð úr því. Þingfundi var svo slitið án árangurs klukkan níu í gærkvöldi. Kristrún sagði við fréttastofu í gær að minnihlutinn hefði lagt fram sína eigin tillögu um veiðigjaldafrumvarpið í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin myndi samþykkja hana og leggja fram sem sitt eigið. Í yfirlýsingu stjórnarandstöðunnar hafna þau því að flokkarnir hafi lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið.“ Í samtali við Vísi sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að stjórnarandstaðan hefði lagt fram „mýkri“ tillögu en frumvarpið um veiðigjöldin sem liggur fyrir núna. Hann segir þreifingar hafi verið í gangi á fundi formannanna. Samkvæmt heimildum Vísis var lagt til eins prósentustiga hækkun á veiðigjaldi yfir næstu fimm ár en Sigurður Ingi vildi ekki tjá sig um hana. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Ekkert annað frumvarp hefur verið jafn lengi til umræðu á þinginu en þingmenn ríkisstjórnarflokkanna brugðust harkalega við þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og varaforseti Alþingis, lauk þingfundi á miðvikudagskvöld rétt fyrir miðnætti. Hún var gagnrýnd fyrir að fresta fundi án samráðs við forseta þingsins. Í gær flutti Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra óvænta yfirlýsingu þar sem hún sakaði þingmenn minnihlutans um að viðurkenna ekki umboð meirihlutans og standa í veg fyrir lýðræðislegri afgreiðslu mála. „Við munum verja lýðveldið Ísland. Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis,“ sagði hún fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Orð Kristrúnar fóru misvel í þingmennina og til dæmis sagði Hildur orð Kristrúnar um sig vera ógeðfelld. Umdeilda umslagið Seinnipartinn funduðu formenn allra flokka á Alþingi í von um að stilla til friðar. Þá funduðu þingflokksformenn seinna um kvöldið en ekkert varð úr því. Þingfundi var svo slitið án árangurs klukkan níu í gærkvöldi. Kristrún sagði við fréttastofu í gær að minnihlutinn hefði lagt fram sína eigin tillögu um veiðigjaldafrumvarpið í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin myndi samþykkja hana og leggja fram sem sitt eigið. Í yfirlýsingu stjórnarandstöðunnar hafna þau því að flokkarnir hafi lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið.“ Í samtali við Vísi sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að stjórnarandstaðan hefði lagt fram „mýkri“ tillögu en frumvarpið um veiðigjöldin sem liggur fyrir núna. Hann segir þreifingar hafi verið í gangi á fundi formannanna. Samkvæmt heimildum Vísis var lagt til eins prósentustiga hækkun á veiðigjaldi yfir næstu fimm ár en Sigurður Ingi vildi ekki tjá sig um hana.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira