Halda áfram að ræða veiðigjöldin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. júlí 2025 07:30 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði fram frumvarp um breytingu á veiðigjöldum. Vísir/Vilhelm Þingfundur hefur verið boðaður á Alþingi klukkan tíu dag þar sem eina málið á dagskrá er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöldin. Fundurinn kemur í kjölfar viðburðaríks þingfundar gærdagsins. Ekkert annað frumvarp hefur verið jafn lengi til umræðu á þinginu en þingmenn ríkisstjórnarflokkanna brugðust harkalega við þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og varaforseti Alþingis, lauk þingfundi á miðvikudagskvöld rétt fyrir miðnætti. Hún var gagnrýnd fyrir að fresta fundi án samráðs við forseta þingsins. Í gær flutti Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra óvænta yfirlýsingu þar sem hún sakaði þingmenn minnihlutans um að viðurkenna ekki umboð meirihlutans og standa í veg fyrir lýðræðislegri afgreiðslu mála. „Við munum verja lýðveldið Ísland. Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis,“ sagði hún fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Orð Kristrúnar fóru misvel í þingmennina og til dæmis sagði Hildur orð Kristrúnar um sig vera ógeðfelld. Umdeilda umslagið Seinnipartinn funduðu formenn allra flokka á Alþingi í von um að stilla til friðar. Þá funduðu þingflokksformenn seinna um kvöldið en ekkert varð úr því. Þingfundi var svo slitið án árangurs klukkan níu í gærkvöldi. Kristrún sagði við fréttastofu í gær að minnihlutinn hefði lagt fram sína eigin tillögu um veiðigjaldafrumvarpið í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin myndi samþykkja hana og leggja fram sem sitt eigið. Í yfirlýsingu stjórnarandstöðunnar hafna þau því að flokkarnir hafi lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið.“ Í samtali við Vísi sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að stjórnarandstaðan hefði lagt fram „mýkri“ tillögu en frumvarpið um veiðigjöldin sem liggur fyrir núna. Hann segir þreifingar hafi verið í gangi á fundi formannanna. Samkvæmt heimildum Vísis var lagt til eins prósentustiga hækkun á veiðigjaldi yfir næstu fimm ár en Sigurður Ingi vildi ekki tjá sig um hana. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ekkert annað frumvarp hefur verið jafn lengi til umræðu á þinginu en þingmenn ríkisstjórnarflokkanna brugðust harkalega við þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og varaforseti Alþingis, lauk þingfundi á miðvikudagskvöld rétt fyrir miðnætti. Hún var gagnrýnd fyrir að fresta fundi án samráðs við forseta þingsins. Í gær flutti Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra óvænta yfirlýsingu þar sem hún sakaði þingmenn minnihlutans um að viðurkenna ekki umboð meirihlutans og standa í veg fyrir lýðræðislegri afgreiðslu mála. „Við munum verja lýðveldið Ísland. Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis,“ sagði hún fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Orð Kristrúnar fóru misvel í þingmennina og til dæmis sagði Hildur orð Kristrúnar um sig vera ógeðfelld. Umdeilda umslagið Seinnipartinn funduðu formenn allra flokka á Alþingi í von um að stilla til friðar. Þá funduðu þingflokksformenn seinna um kvöldið en ekkert varð úr því. Þingfundi var svo slitið án árangurs klukkan níu í gærkvöldi. Kristrún sagði við fréttastofu í gær að minnihlutinn hefði lagt fram sína eigin tillögu um veiðigjaldafrumvarpið í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin myndi samþykkja hana og leggja fram sem sitt eigið. Í yfirlýsingu stjórnarandstöðunnar hafna þau því að flokkarnir hafi lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið.“ Í samtali við Vísi sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að stjórnarandstaðan hefði lagt fram „mýkri“ tillögu en frumvarpið um veiðigjöldin sem liggur fyrir núna. Hann segir þreifingar hafi verið í gangi á fundi formannanna. Samkvæmt heimildum Vísis var lagt til eins prósentustiga hækkun á veiðigjaldi yfir næstu fimm ár en Sigurður Ingi vildi ekki tjá sig um hana.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira