Finnsk skytta til Fram Íslands- og deildarmeistarar Fram hafa samið við finnsku skyttuna Madeleine Lindholm. Hún kemur til Fram frá Sjundeå í heimalandinu. Handbolti 20. september 2022 16:01
„Selfoss græðir á því og hún græðir á því“ Ásdís Þóra Ágústsdóttir kom að láni til Selfoss frá Val fyrir tímabilið í Olís-deildinni í handbolta og sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni hafa mikla trú á að hún reynist nýliðunum dýrmæt. Handbolti 20. september 2022 15:30
„Þetta er líkamsárás“ Óskiljanlegt er að Roberta Stropé hafi sloppið við rautt spjald fyrir fólskulegt brot á Valgerði Ýri Þorsteinsdóttur í leik HK og Selfoss í 1. umferð Olís-deildar kvenna. Þetta var mat sérfræðinga Seinni bylgjunnar. Handbolti 20. september 2022 11:01
Íslandsmeistararnir sækja liðsstyrk Íslandsmeistarar Fram hafa sótt liðsstyrk í Tamara Joicevic, svartfellskri vinstri skyttu, sem mun leika með liðinu í komandi átökum í Olís-deild kvenna í vetur. Handbolti 19. september 2022 19:46
Valskonur einar um að fljúga frá Íslandi Tvö íslensku liðanna sem leika í 2. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta munu leika einvígi sín alfarið á heimavelli en bikarmeistarar Vals spila hins vegar báða leiki sína á útivelli. Handbolti 19. september 2022 15:01
Handkastið: „Þolpróf dómara er leikþáttur“ Ekki virðast vera gerðar miklar þolkröfur til dómara í Olís-deildunum í handbolta eins og fjallað var um í Handkastinu. Handbolti 19. september 2022 11:00
Áfram kvarnast úr leikmannahópi Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar Fram mættu með mikið breytt lið inn í tímabilið sem er nýhafið í Olís deild kvenna í handbolta. Það heldur áfram að kvarnast úr leikmannahópi liðsins en Jónína Hlín Hansdóttir hefur ákveðið að halda til Slóvakíu og stunda þar nám í dýralækningum. Handbolti 19. september 2022 09:30
Martha Hermannsdóttir leggur skóna á hilluna Martha Hermannsdóttir, ein reyndasta handboltakona landsins, hefur ákveðið að kalla þetta gott af handboltaiðkun og lagt skóna á hilluna frægu. Handbolti 17. september 2022 22:31
Umfjöllun og viðtöl: HK-Selfoss 25-32 | Nýliðarnir fara vel af stað Selfoss fór með sigur af hólmi í fyrsta leik sínum í Olís-deild kvenna í dag en liðið mætti HK og voru lokatölur 25-32. Handbolti 17. september 2022 20:37
ÍBV vann KA/Þór með minnsta mun KA/Þór var í heimsókn í Vestmannaeyjum og mætti ÍBV í Olís-deild kvenna. Fór það svo að heimaliðið vann með minnsta mun, lokatölur 28-27. Handbolti 17. september 2022 15:20
Valskonur ekki í vandræðum með Hauka Valur gjörsamlega pakkaði Haukum saman að Hlíðarenda þegar liðin mættust í Olís deild kvenna í kvöld, lokatölur 37-22 Valskonum í vil. Handbolti 16. september 2022 19:46
„Var búinn að liggja yfir þessum leik og ég ætlaði að vinna“ Stjarnan vann nokkuð sannfærandi sex marka sigur á Íslandsmeisturum Fram 26-20. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var í skýjunum eftir leik. Handbolti 15. september 2022 20:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-20 | Íslandsmeistararnir sáu ekki til sólar í Garðabæ Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Fram í upphafsleik Olís deildar kvenna á tímabilinu. Lokatölur 26-20 þar sem Stjarnan var mun betri aðilinn frá upphafi til enda. Handbolti 15. september 2022 19:45
Olís-spá kvenna 2022-23: Máttur fjöldans Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 1. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Handbolti 15. september 2022 11:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Með fullhlaðnar byssur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 2. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Handbolti 15. september 2022 10:00
„Hefði betur átt að sleppa túnfiskssamloku fyrir æfingu“ Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór í vettvangsferð á Selfoss ásamt þáttastjórnandanum Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Þær kíktu á æfingu hjá nýliðunum og tóku stöðuna fyrir komandi tímabil. Handbolti 14. september 2022 13:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Svo margar spurningar en ekki jafn mörg svör Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Handbolti 14. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Handbolti 13. september 2022 10:01
Tveir nýir sérfræðingar koma með látum inn í Seinni bylgju kvenna Seinni bylgjan fyrir Olís-deild kvenna hefur göngu sína að nýju í kvöld. Upphitunarþáttur fyrir komandi leiktíð verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 20:00. Tveir nýir sérfræðingar. Handbolti 12. september 2022 16:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Handbolti 12. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Handbolti 11. september 2022 10:00
Ágúst Þór Jóhannson: „Ég held við höfum unnið ansi sanngjarnan sigur“ Valskonur eru meistarar meistaranna eftir frábæran sigur á Fram í nýju Framhúsi í Úlfársdalnum fyrr í dag. Valur var með yfirhöndina allan tímann og sigldu þær sigrinum heim. Lokatölur 19-23. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var virkilega sáttur með sitt lið í dag. Handbolti 10. september 2022 15:45
Umfjöllun og viðtöl: Fram 19-23 Valur | Valur er meistari meistaranna Valur vann fyrsta bikar vetursins er þær unnu Fram í uppgjöri meistara meistaranna, 19-23. Fram varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð á meðan að Valur vann bikarmeistaratitilinn. Valskonur voru með yfirhöndina allan leikinn en eftir að hafa verið yfir með tveimur mörkum í hálfleik sigldu þær öruggum sigri heim. Handbolti 10. september 2022 15:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Handbolti 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Handbolti 9. september 2022 10:00
Völsurum spáð titlinum í báðum deildum Hinn árlegi kynningarfundur Olís- og Grill 66-deildanna í handbolta fór fram á Grand Hótel í dag. Val er spáð efsta sæti í bæði karla- og kvennaflokki. Handbolti 6. september 2022 12:40
Systurnar báðar heim í föðurfaðminn á Hlíðarenda Ásdís Þóra Ágústsdóttir er snúin aftur í raðir Vals í Olís-deild kvenna í handbolta. Hún kemur heim frá Lugi í Lundi í Svíþjóð eftir um eins og hálfs árs dvöl. Handbolti 24. ágúst 2022 14:45
Stjarnan fær markvörð úr Mosfellsbæ Markvörðurinn Eva Dís Sigurðardóttir hefur skrifað undir samning við Stjörnuna og mun því spila með liðinu í Olís-deildinni í handbolta í vetur. Handbolti 17. ágúst 2022 18:31
Ásdís líka farin til Skara Leikmönnum sem farið hafa frá KA/Þór út í atvinnumennsku í sumar heldur áfram að fjölga því Ásdís Guðmundsdóttir var í dag kynnt sem nýjasti leikmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Skara. Handbolti 9. ágúst 2022 12:53
Valur fer til Slóvakíu, KA/Þór til Norður-Makedóníu og ÍBV til Grikklands Dregið var í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í morgun og voru þrjú íslensk lið í pottinum. Handbolti 19. júlí 2022 10:31