„Sunna Jónsdóttir að vonum ótrúlega stolt og ánægð með þennan árangur. 20 sigurleikir, þetta er rosalegt rönn sem þetta lið fór á allt í einu,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, þáttastjórnandi, um magnaða spilamennsku ÍBV.
„Þær eru búnar að spila ótrúlega vel og smellur allt. Síðasta tímabil var svo mikil vonbrigði, maður fann það með þeim. Lentu í svo erfiðum meiðslum, átti að gerast í fyrra og hitt í fyrra þá voru þær næstum því komnar í úrslitaeinvígið,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir – Silla – sérfræðingur þáttarins.
„Nú er þetta allt að smella og leikmenn búnir að vera heppnir með meiðsli. Hrafnhildur Hanna búin að vera geggjuð, Birna Berg er að koma upp, Sunna er þarna með þennan brjálaða kraft og Harpa Valey að koma til baka,“ hélt Silla áfram.
„Hún er búin að vera lengi í Eyjum og hún er að fá að fagna titlinum núna. Þær voru orðnar þyrstar,“ bætti Svava Kristín við.
Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.