FH bætir við sig leikmönnum Handknattleiksdeild FH hefur bætt við sig tveimur leikmönnum fyrir átökin í N1 deildinni næsta vetur. Þetta eru markvörðurinn Pálmar Pétursson frá Val og línumaðurinn Jón Heiðar Gunnarsson frá Stjörnunni. Handbolti 25. maí 2009 09:40
Patrekur og Atli líklega áfram hjá Stjörnunni Allar líkur eru á að Patrekur Jóhannesson og Atli Hilmarsson verði áfram þjálfarar karla- og kvennaliðs Stjörnunnar á næstu leiktíð. Handbolti 20. maí 2009 16:43
Aron áfram hjá Haukum Aron Kristjánsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Hauka um að þjálfa meistaraflokk karla hjá félaginu næstu tvö árin. Handbolti 20. maí 2009 15:40
Aron til Danmerkur á morgun Aron Kristjánsson, þjálfari Íslandsmeistara Hauka, heldur til Danmerkur á morgun þar sem hann mun skoða aðstæður hjá dönsku úrvalsdeildarfélagi. Handbolti 12. maí 2009 14:13
Haukar næla í efnilega Selfyssing Hægri hornamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara Hauka í handknattleik. Handbolti 12. maí 2009 14:04
Sigurbergur og Hanna best Sigurbergur Sveinsson og Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmenn Hauka, voru valin bestu leikmenn tímabilsins á lokahófi HSÍ sem fram fer í kvöld. Handbolti 9. maí 2009 22:52
Myndasyrpa af fögnuði Hauka Haukar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handbolta eftir sigur á Val, 33-25, í fjórða leik liðanna í einvígi þeirra um titilinn. Handbolti 5. maí 2009 23:36
Óskar Bjarni: Þeir áttu þetta skilið Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var vitaskuld heldur súr í broti eftir að hans menn töpuðu fyrir Haukum í baráttu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Handbolti 5. maí 2009 22:57
Sigfús: Súrt að safna silfrum Sigfús Sigurðsson hefur ekki lagt það í vana sinn að fela tilfinningar sínar og á því var enginn breyting eftir ósigur Vals gegn Haukum í kvöld. Handbolti 5. maí 2009 22:48
Kári: Erum langbestir í dag Kári Kristján Kristjánsson var glaðbeittur eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð í kvöld. Handbolti 5. maí 2009 22:36
Gunnar Berg: Frábær tilfinning Gunnar Berg Viktorsson átti stórleik í liði Hauka er liðið vann Val í kvöld, 33-25, og varði um leið Íslandsmeistaratitil sinn í handbolta karla. Handbolti 5. maí 2009 22:27
Haukar Íslandsmeistarar Haukar urðu í kvöld Íslandsmeistarar karla í handbolta eftir öruggan sigur á Val á útivelli í fjórða leik liðanna um titilinn. Handbolti 5. maí 2009 19:59
FH ræður aðstoðarþjálfara Handknattleiksdeild FH tilkynnti nú í kvöld að félagið hefði ráðið Guðjón Árnason sem aðstoðarþjálfara hjá meistaraflokki karla. Handbolti 5. maí 2009 19:54
Fjölskyldudagskrá hjá Valsmönnum í kvöld Valsmenn hafa slegið til veislu til að hita upp fyrir fjórða úrslitaleikinn gegn Haukum í úrslitaeinvíginu í N1 deildinni í kvöld, en hér er á ferðinni síðasti heimaleikur Valsmanna í vetur. Handbolti 5. maí 2009 13:11
Aron: Ætlum að klára þetta í kvöld "Við erum að fara í Valsheimilið til að vinna og ætlum að klára þetta," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í fjórða leikinn gegn Val í lokaúrslitum N1 deildarinnar í kvöld. Handbolti 5. maí 2009 13:02
Valsmenn ekki á því að fara í frí "Við verðum bara að spila betur en þeir og vinna. Það er ekkert annað sem kemur til greina, annars er þetta búið," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í fjórða leik Vals og Hauka í úrslitarimmu N1 deildarinnar í kvöld. Handbolti 5. maí 2009 12:14
Birkir Ívar: Bauð mér bjór fyrir hverja sendingu fram Birkir Ívar Guðmundsson átti mjög góðan leik í marki Hauka þegar þeir komust í 2-1 í úrslitaeinvígi sínu á móti Val með 28-25 sigri á Ásvöllum í gær. Birkir Ívar varði 18 skot í leiknum þar af voru tvö víti. Handbolti 3. maí 2009 10:00
Aron: Áttu fá svör við þessari framliggjandi vörn hjá okkur Haukamenn unnu sannfærandi sigur á Val í þriðja leik úrslitaeinvígis liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en leikurinn fór fram á Ásvöllum í dag. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka var ánægður með sína menn. Handbolti 2. maí 2009 23:00
Óskar Bjarni: Ég var búinn að segja strákunum að þetta færi í oddaleik Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í þriðja úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla sem fram fór á Ásvöllum í dag. Handbolti 2. maí 2009 19:15
Kári: Þetta kallast að svara fyrir sig Haukarnir unnu öruggan sigur á Val í þriðja úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla í handbolta. Haukamaðurinn Kári Kristjánsson var í miklum ham í leiknum. Handbolti 2. maí 2009 18:45
Haukarnir sýndu meistaratakta í þriggja marka sigri á Val Haukarnir eru einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum eftir 28-25 sigur á Val í þriðja úrslitaleik liðanna í N1 deild karla á Ásvöllum í dag. Haukar eru komnir í 2-1 og geta tryggt sér titilinn í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda á þriðjudagskvöldið. Handbolti 2. maí 2009 15:51
Valsmenn hafa tapað þrisvar á Ásvöllum í vetur Haukar og Valur mætast á eftir í þriðja leiknum í úrslitaeinvígi N1 deildar karla en staðan er 1-1 í baráttu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn hefst klukkan 16.00. Handbolti 2. maí 2009 14:30
Patrekur: Ekki vanir að spila í svona hávaða „Mínir menn eru ekki vanir því að spila í svona hávaða. Kannski að það hafði eitthvað að segja,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leik sinna manna gegn Aftureldingu í kvöld. Handbolti 30. apríl 2009 22:34
Förum upp með svona stuðningi Hilmar Stefánsson, fyrirliði Aftureldingar, var vitanlega hæstánægður með sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld. Handbolti 30. apríl 2009 22:26
Afturelding tryggði sér oddaleik Það mun ráðast í oddaleik á mánudagskvöldið hvort það verður Afturelding eða Stjarnan sem leikur í N1-deild karla á næstu leiktíð. Handbolti 30. apríl 2009 19:15
Einar íhugaði að senda mál Kára fyrir aganefnd Það hefur mikið gengið á það sem af er í rimmu Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Einar Örn Jónsson fékk rautt spjald, Kári Kristjánsson rifbeinsbraut Sigurð Eggertsson, þjálfari Hauka heimsótti dómarana og nú síðast sendi Sigfús Sigurðsson frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmar ummæli sín á Vísi í gærkvöldi. Handbolti 30. apríl 2009 14:55
Ekki æskilegt að Aron hafi spjallað við dómarana Það vakti nokkra athygli eftir leik Vals og Hauka í gær að Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, skyldi fara til fundar við dómarana, Anton Gylfa Pálsson og Hlyn Leifsson. Aron spjallaði við þá nokkra stund áður en hann kom út aftur. Handbolti 30. apríl 2009 14:00
Sigfús Sigurðsson sendir frá sér yfirlýsingu Sigfús Sigurðsson, handboltamaður úr Val, hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla og Handknattleikssambands Íslands þar sem að hann vill biðjast afsökunar á þeim orðum sem hann lét hafa eftir sér eftir annan leik Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Handbolti 30. apríl 2009 12:00
Kári: Þeir mega berja mig eins og þeir vilja Það verður seint sagt að Kári Kristján Kristjánsson Haukamaður hafi verið vinsælasti maðurinn í Vodafone-höllinni í kvöld. Það sauð enn á Valsmönnum út af olnbogaskotinu sem Kári gaf Sigurði Eggertssyni í síðasta leik en Sigurður rifbeinsbrotnaði fyrir vikið og spilar ekki meira með. Handbolti 29. apríl 2009 22:42
Leikmönnum Hauka meinað að ræða um dómarana Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, fór með alla sína leikmenn beint inn í klefa eftir leikinn á Hlíðarenda í kvöld. Þar var meðal annars brýnt fyrir leikmönnum liðsins að það væri bannað að ræða frammistöðu þeirra Antons Gylfa Pálssonar og Hlyns Leifssonar dómara sem Haukar voru augljóslega ekki ánægðir með í kvöld. Handbolti 29. apríl 2009 22:34