Handbolti

Aron: Fyrst og fremst varnarleikurinn sem skóp sigur

Ómar Þorgeirsson skrifar
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka.
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Mynd/Daníel

„Ég er gríðarlega stoltur af strákunum því við erum búnir að stefna á að vinna þennan bikar og hann var stór áherslupunktur fyrir veturinn þar sem þessu liði vantaði hann í safnið.

Þetta er því stór dagur fyrir Hauka. Við unnum bikarinn síðast árið 2002 og það var því kominn tími á annan bikar núna.

Það var frábær umgjörð í kringum þennan leik og ég er mjög þakklátur þeim stuðningsmönnum okkar sem lögðu leið sína í höllina til að styðja við bakið á okkur," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir 23-15 sigur liðs síns gegn Val í úrslitaleik Eimskipsbikarsins á laugardag.

„Varnarleikurinn var náttúrulega frábær hjá okkur og Birkir Ívar stórkostlegur þar fyrir aftan. Þessi öflugi varnarleikur okkar gerði það að verkum að við vorum með frumkvæðið allan leikinn og á síðustu tíu mínútunum þegar við skiptum yfir í 6-0 vörn þá áttu Valsararnir bara engin svör og við keyrðu yfir þá.

Það var því fyrst og fremst varnarleikurinn sem skóp sigurinn," sagði Aron ánægður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×