Handbolti

Elvar Friðriksson: Þetta var hrikalega leiðinlegt og grimmilegt

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Elvar Friðriksson, leikmaður Vals.
Elvar Friðriksson, leikmaður Vals.
„Við mættum hérna með okkar lið og ætluðum bara að svara fyrir þessa vitleysu sem fram fór í höllinni um síðustu helgi. En svona getur þetta verið, það vantaði ekki dramatíkina í þetta," sagði Elvar Friðriksson, leikmaður Vals, eftir grátlegt tap gegn Haukum í kvöld, 25-24, þar sem Haukamenn stálu sigrinum í lokin.

Elvar var góður í sókninni hjá Valsmönnum og skoraði fimm mörk, en það reyndist ekki nóg að þessu sinni. Hann var ánægður með baráttuna og mannskapin sem var til staðar, því margir leikmenn eru á sjúkralistanum hjá Valsmönnum um þessar mundir.

„Við vorum að berjast eins og ljón og stóðum vel í þeim á tímabili. Gerðum eins vel og við getum með okkar mannskap, það eru margir í meiðslum þannig þetta var erfitt. Þetta var hrikalega leiðinlegt og grimmilegt," sagði Elvar, hundfúll eftir leik í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×