Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Björn Ingi: Leikgleðin skilar miklu

    Björn Ingi Friðþjófsson hefur staðið sig mjög vel í marki HK í upphafi leiktíðar og það breyttist ekki í kvöld er hans menn unnu góðan sigur á Íslandsmeisturum Hauka í N1-deild karla, 36-34.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðjón: Herslumuninn vantar

    Guðjón Finnur Drengsson átti virkilega góðan leik fyrir Selfyssinga í kvöld en það dugði þó ekki til. Liðið tapaði með fimm mörkum norðan heiða fyrir Akureyri, 34-29.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framarar unnu Aftureldingu í Safamýrinni

    Framarar unnu 34-27 sigur á Aftureldingu í Safamýrinni í kvöld. Framliðið var með frumkvæðið allan leikinn og var 17-13 yfir í hálfleik. Það vakti kannski mesta athygli að leikmenn liðanna voru reknir útaf í 34 mínútur í leiknum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Fimmti sigur HK í röð

    HK virðist óstöðvandi um þessar mundir í N1-deild karla en liðið vann í gær góðan tveggja marka sigur á meistaraliði Hauka á heimavelli, 36-34. Sigurinn var þó talsvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Jóhann Gunnar: Liðið varð gott þegar ég kom

    „Það er frábært að vinna meistaraefnin á þeirra heimavelli,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram, eftir sigurinn á FH í kvöld. Framarar unnu frábæran sigur á FH ,33-38, í fimmtu umferð N1 deild-karla í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar Andri: Komumst aldrei í takt við leikinn

    „Þetta var langt frá því að vera ásættanlegt hjá okkur í kvöld,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir tapið gegn Fram í kvöld. FH tapaði 33-38 gegn Fram í fimmtu umferð N1 deild-karla.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Reynir Þór: Við eigum mikið inni

    Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, var að vonum mjög ánægður með leik sinna manna í kvöld en Framarar unnu frábæran sigur á FH-ingum 33-38 í fimmtu umferð N1-deild karla.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Bjarni: Stemningin var eins og í jarðarför

    „Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en það er gott að ná sigri hér, við vorum mjög lélegir í sókninni og náðum engum hraðaupphlaupum. Vörnin hélt hinsvegar og voru mjög góðir í leiknum. Við hins vegar vorum vissir að við myndum ná að klára þetta ef við náðum nokkrum hraðaupphlaupum sem við náðum," sagði Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar. eftir 23-17 sigur á Val í Vodafone höllinni í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valdimar Þórs: Við gátum eitthvað í þessum leik

    „Við erum búnir að fá á okkur allt of mörg mörk í hverjum leik og við erum því ánægðir með hvernig vörnin okkar spilaði. Við héldum þeim lengi vel niðri og þeir voru alltaf í vandræðum í sóknarleiknum sínum, við bara náðum ekki að refsa þeim með hraðaupphlaupum. Þar liggur sigurinn," sagði Valdimar Þórsson leikmaður Vals eftir 23-17 tap gegn Akureyri í Vodafone höllinni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    N1-deild karla: Sigrar hjá Fram og HK

    Það gengur ekki sem skildi hjá meistaraefnunum í FH um þessar mundir en liðið tapaði sínum öðrum leik í vetur í kvöld er Fram kom í heimsókn í Krikann. Lokatölur 38-34 fyrir Fram.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Baldvin Þorsteinsson til liðs við FH

    Baldvin Þorsteinsson, sem leikið hefur með handknattleiksliði Vals síðustu ár, er genginn til liðs við FH og verður með Hafnarfjarðarliðinu í N1 deild karla í vetur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sverre: Mikill léttir að ná sigri

    „Þetta hafðist og það er eiginlega það eina jákvæða sem hægt er að taka úr leiknum,“ sagði varnarjaxlinn Sverre Jakobsson eftir sigurinn nauma gegn Lettlandi í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Logi Geirs: Markmiðin að koma úr móðunni

    „Ég er búinn á því, batteríin eru alveg tóm,“ sagði Logi Geirsson eftir sigurinn nauma gegn Lettlandi í kvöld. „Ég er búinn að vera veikur í viku. Hef verið með einhverja helvítis flensu og á pensilíni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem maður gerir þetta svo maður er orðinn vanur.“

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK færði FH sitt fyrsta tap í vetur

    Markvörðurinn Björn Ingi Friðþjófsson og skyttan Ólafur Bjarki Ragnarsson voru mennirnir á bak við magnaðan sigur HK á FH í N1-deild karla í dag. Björn Ingi varði eins og berserkur allan leikinn og HK vann, 35-32.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Atli: Stoltur af liðinu

    Atli Hilmarsson sagðist vera stoltur af liðinu sínu eftir frækinn sex marka sigur á Haukum í kvöld. Akureyri var alltaf skrefi á undan og Haukar aldrei líklegir til að ná í stig, hvort sem það var eitt eða tvö.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Loks vann Akureyri Hauka

    Akureyri vann frækilegan sigur á Haukum í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Sigur Akureyringa var öruggur og sanngjarn en liðið er á toppnum með fullt hús stiga. Lokatölur á Akureyri í kvöld 25-19.

    Handbolti