Reynir: Þarf að hreinsa til í leikmannahópi Fram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. maí 2011 17:31 Reynir Þór Reynisson segir að samstarfserfiðleikar við leikmenn Fram hafi verið helsta ástæðan fyrir því að hann hætti sem þjálfari liðsins, sem tilkynnt var í dag. Reynir tók við Fram fyrir rúmu ári síðan en segir að hugsunarháttur leikmanna hafi ekki verið vel til þess fallinn að ná árangri. „Ég var ekki sáttur við þankaganginn í leikmannahópnum og þá forgangsröðun sem leikmenn höfðu. Mér finnst að Fram þurfi að hugsa upp ný gildi innan sinna herbúða - gildi sem eru vænlegri til árangurs heldur en þau sem eru til staðar núna." „Ég reyndi að breyta hugsunarhættinum en það gekk því miður ekki. Og það er mín skoðun að það þurfi að hreinsa til í leikmannahoópnum. Fá inn leikmenn sem eru með meiri karakter og sigurvilja." Fram byrjaði vel á tímabilinu en það kom slæmur kafli eftir áramót. Reynir segir að það eigi sínar skýringar. „Þegar okkur gekk vel fyrir áramót voru engin vandamál. En mér fannst liðið slaka á í kringum áramótin og ég horfði upp á leikmenn gera einmitt það. Ég var undir það búinn að við myndum mæta verri til eftir áramót sem varð svo raunin." Hann segir að leikurinn gegn Val í undanúrslitum bikarkeppninnar hafi verið ákveðinn vendipunktur. „Við töpuðum þeim leik í framlengingu og þá fannst mér örla á því að það væru ýmsir fingur að beinast að mér og mínum störfum." „En auðvitað get ég líka tekið ýmislegt á mig. Það er margt sem ég hefði getað gert betur og mun ég læra af því." Reynir segir að hugarfar leikmanna sé gríðarlega mikilvægt ætli þeir sér að ná árangri. „Leikmaður eins og Ólafur Guðmundsson hjá FH er gott dæmi. Ef þú ætlar að verða meistari þá verður þú að geta tekið mótlæti. Það er ákveðin kúnst sem mér fannst við alls ekki nógu góðir í í vetur," segir Reynir en Ólafur og félgar hans í FH urðu á dögunum Íslandsmeistarar. Það var einmitt FH sem sló út Fram í úrslitakeppninni í vor. Hann segir óljóst hvað taki við hjá sér. „Ég ætla að skoða mín mál og fara yfir það sem ég hefði getað gert betur enda er ég mjög gagnrýninn á sjálfan mig. Ég mun svo skoða hvaða möguleikar standa mér til boða." Rætt verður við Reyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem og í Fréttablaðinu á morgun. Olís-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Reynir Þór Reynisson segir að samstarfserfiðleikar við leikmenn Fram hafi verið helsta ástæðan fyrir því að hann hætti sem þjálfari liðsins, sem tilkynnt var í dag. Reynir tók við Fram fyrir rúmu ári síðan en segir að hugsunarháttur leikmanna hafi ekki verið vel til þess fallinn að ná árangri. „Ég var ekki sáttur við þankaganginn í leikmannahópnum og þá forgangsröðun sem leikmenn höfðu. Mér finnst að Fram þurfi að hugsa upp ný gildi innan sinna herbúða - gildi sem eru vænlegri til árangurs heldur en þau sem eru til staðar núna." „Ég reyndi að breyta hugsunarhættinum en það gekk því miður ekki. Og það er mín skoðun að það þurfi að hreinsa til í leikmannahoópnum. Fá inn leikmenn sem eru með meiri karakter og sigurvilja." Fram byrjaði vel á tímabilinu en það kom slæmur kafli eftir áramót. Reynir segir að það eigi sínar skýringar. „Þegar okkur gekk vel fyrir áramót voru engin vandamál. En mér fannst liðið slaka á í kringum áramótin og ég horfði upp á leikmenn gera einmitt það. Ég var undir það búinn að við myndum mæta verri til eftir áramót sem varð svo raunin." Hann segir að leikurinn gegn Val í undanúrslitum bikarkeppninnar hafi verið ákveðinn vendipunktur. „Við töpuðum þeim leik í framlengingu og þá fannst mér örla á því að það væru ýmsir fingur að beinast að mér og mínum störfum." „En auðvitað get ég líka tekið ýmislegt á mig. Það er margt sem ég hefði getað gert betur og mun ég læra af því." Reynir segir að hugarfar leikmanna sé gríðarlega mikilvægt ætli þeir sér að ná árangri. „Leikmaður eins og Ólafur Guðmundsson hjá FH er gott dæmi. Ef þú ætlar að verða meistari þá verður þú að geta tekið mótlæti. Það er ákveðin kúnst sem mér fannst við alls ekki nógu góðir í í vetur," segir Reynir en Ólafur og félgar hans í FH urðu á dögunum Íslandsmeistarar. Það var einmitt FH sem sló út Fram í úrslitakeppninni í vor. Hann segir óljóst hvað taki við hjá sér. „Ég ætla að skoða mín mál og fara yfir það sem ég hefði getað gert betur enda er ég mjög gagnrýninn á sjálfan mig. Ég mun svo skoða hvaða möguleikar standa mér til boða." Rætt verður við Reyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem og í Fréttablaðinu á morgun.
Olís-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira