Reynir: Þarf að hreinsa til í leikmannahópi Fram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. maí 2011 17:31 Reynir Þór Reynisson segir að samstarfserfiðleikar við leikmenn Fram hafi verið helsta ástæðan fyrir því að hann hætti sem þjálfari liðsins, sem tilkynnt var í dag. Reynir tók við Fram fyrir rúmu ári síðan en segir að hugsunarháttur leikmanna hafi ekki verið vel til þess fallinn að ná árangri. „Ég var ekki sáttur við þankaganginn í leikmannahópnum og þá forgangsröðun sem leikmenn höfðu. Mér finnst að Fram þurfi að hugsa upp ný gildi innan sinna herbúða - gildi sem eru vænlegri til árangurs heldur en þau sem eru til staðar núna." „Ég reyndi að breyta hugsunarhættinum en það gekk því miður ekki. Og það er mín skoðun að það þurfi að hreinsa til í leikmannahoópnum. Fá inn leikmenn sem eru með meiri karakter og sigurvilja." Fram byrjaði vel á tímabilinu en það kom slæmur kafli eftir áramót. Reynir segir að það eigi sínar skýringar. „Þegar okkur gekk vel fyrir áramót voru engin vandamál. En mér fannst liðið slaka á í kringum áramótin og ég horfði upp á leikmenn gera einmitt það. Ég var undir það búinn að við myndum mæta verri til eftir áramót sem varð svo raunin." Hann segir að leikurinn gegn Val í undanúrslitum bikarkeppninnar hafi verið ákveðinn vendipunktur. „Við töpuðum þeim leik í framlengingu og þá fannst mér örla á því að það væru ýmsir fingur að beinast að mér og mínum störfum." „En auðvitað get ég líka tekið ýmislegt á mig. Það er margt sem ég hefði getað gert betur og mun ég læra af því." Reynir segir að hugarfar leikmanna sé gríðarlega mikilvægt ætli þeir sér að ná árangri. „Leikmaður eins og Ólafur Guðmundsson hjá FH er gott dæmi. Ef þú ætlar að verða meistari þá verður þú að geta tekið mótlæti. Það er ákveðin kúnst sem mér fannst við alls ekki nógu góðir í í vetur," segir Reynir en Ólafur og félgar hans í FH urðu á dögunum Íslandsmeistarar. Það var einmitt FH sem sló út Fram í úrslitakeppninni í vor. Hann segir óljóst hvað taki við hjá sér. „Ég ætla að skoða mín mál og fara yfir það sem ég hefði getað gert betur enda er ég mjög gagnrýninn á sjálfan mig. Ég mun svo skoða hvaða möguleikar standa mér til boða." Rætt verður við Reyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem og í Fréttablaðinu á morgun. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira
Reynir Þór Reynisson segir að samstarfserfiðleikar við leikmenn Fram hafi verið helsta ástæðan fyrir því að hann hætti sem þjálfari liðsins, sem tilkynnt var í dag. Reynir tók við Fram fyrir rúmu ári síðan en segir að hugsunarháttur leikmanna hafi ekki verið vel til þess fallinn að ná árangri. „Ég var ekki sáttur við þankaganginn í leikmannahópnum og þá forgangsröðun sem leikmenn höfðu. Mér finnst að Fram þurfi að hugsa upp ný gildi innan sinna herbúða - gildi sem eru vænlegri til árangurs heldur en þau sem eru til staðar núna." „Ég reyndi að breyta hugsunarhættinum en það gekk því miður ekki. Og það er mín skoðun að það þurfi að hreinsa til í leikmannahoópnum. Fá inn leikmenn sem eru með meiri karakter og sigurvilja." Fram byrjaði vel á tímabilinu en það kom slæmur kafli eftir áramót. Reynir segir að það eigi sínar skýringar. „Þegar okkur gekk vel fyrir áramót voru engin vandamál. En mér fannst liðið slaka á í kringum áramótin og ég horfði upp á leikmenn gera einmitt það. Ég var undir það búinn að við myndum mæta verri til eftir áramót sem varð svo raunin." Hann segir að leikurinn gegn Val í undanúrslitum bikarkeppninnar hafi verið ákveðinn vendipunktur. „Við töpuðum þeim leik í framlengingu og þá fannst mér örla á því að það væru ýmsir fingur að beinast að mér og mínum störfum." „En auðvitað get ég líka tekið ýmislegt á mig. Það er margt sem ég hefði getað gert betur og mun ég læra af því." Reynir segir að hugarfar leikmanna sé gríðarlega mikilvægt ætli þeir sér að ná árangri. „Leikmaður eins og Ólafur Guðmundsson hjá FH er gott dæmi. Ef þú ætlar að verða meistari þá verður þú að geta tekið mótlæti. Það er ákveðin kúnst sem mér fannst við alls ekki nógu góðir í í vetur," segir Reynir en Ólafur og félgar hans í FH urðu á dögunum Íslandsmeistarar. Það var einmitt FH sem sló út Fram í úrslitakeppninni í vor. Hann segir óljóst hvað taki við hjá sér. „Ég ætla að skoða mín mál og fara yfir það sem ég hefði getað gert betur enda er ég mjög gagnrýninn á sjálfan mig. Ég mun svo skoða hvaða möguleikar standa mér til boða." Rætt verður við Reyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem og í Fréttablaðinu á morgun.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira