Handbolti

Valur semur við þrjá í handboltanum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sturla Ásgeirsson var í landsliði Íslands sem fékk silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking
Sturla Ásgeirsson var í landsliði Íslands sem fékk silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking Mynd/Valur.is
Handknattleiksdeild Vals hefur endurnýjað samninga sína við Orra Frey Gíslason og Sturlu Ásgeirsson. Þá gekk markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson til liðs við félagið frá FH.

Orri Freyr skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Val. Í fréttatilkynningu frá Val segir að Orri Freyr sé einn af efnilegustu línumönnum landsins og hafi spilað með öllum yngri landsliðum Íslands. Hornamaðurinn Sturla Ásgeirsson skrifaði undir eins árs samning en hann gekk til liðs við Val frá þýska liðinu Dusseldorf fyrir síðasta tímabil.

Þá skrifaði markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson undir þriggja ára samning við Valsmenn en hann kemur frá FH. Sigurður er í U-19 ára landsliði Íslands sem undirbýr sig fyrir Evrópumót í Gautaborg í byrjun júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×