Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Logi fer í pásu eftir Haukaleikinn

    Logi Geirsson ætlar að taka sér hvíld frá handbolta eftir leik FH og Hauka á þriðjudaginn. Logi hefur verið að drepast í öxlinni upp á síðkastið, hefur ekkert getað æft og ekkert getað skotið í leikjunum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gunnar: Höfum ekki verið rassskelltir fyrr en núna

    Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar var allt annað en sáttur með leik sinna manna í átta marka tap fyrir FH á heimavelli í kvöld. Afturelding komst lítið áleiðis gegn sterkri vörn Hafnarfjarðarliðsins í leiknum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sebastían: Vandamálið er andlegt

    Við vorum aldrei inn í þessum leik, ekkert frekar en í öllum heimaleikjunum okkar í vetur,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfoss, eftir tapið gegn Fram í kvöld. Selfyssingar töpuðu 30-38 gegn Fram í áttundu umferð N1 deild-karla í kvöld en leikurinn fór fram á Selfossi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Halldór Jóhann: Mikið sjálfstraust komið í liðið

    „Þetta var fínn sigur hjá okkur en við spiluðum ekki vel í seinni hálfleiknum,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, leikmaður Fram, eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. Framarar unnu öruggan sigur á Selfyssingum ,30-38, í áttundu umferð N1 deild-karla í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Fram vann auðveldan sigur á Selfossi

    Framarar unnu öruggan sigur á Selfyssingum ,30-38, í áttundu umferð N1-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram á Selfossi. Gestirnir höfðu undirtökin allan leikinn og virtust geta spilað sig í gegn um vörn Selfyssinga þegar þeim sýndist.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fannar: Erfitt að eiga við Birki þegar hann kemst í gang

    Fannar Þorbjörnsson og félagar í Valsliðinu náðu ekki að fylgja eftir sigri á Aftureldingu á dögunum þegar þeir sóttu Hauka heim á Ásvelli í kvöld. Haukar unnu leikinn 23-22 með sigurmarki Einars Arnar Jónssonar á síðustu sekúndu leiksins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Júlíus: Jafntefli hefði verið sanngjarnast

    Júlíus Jónasson, þjálfari Valsmanna, þurfti að horfa upp á sína menn tapa í sjöunda sinn í átta leikjum þegar liðið tapaði 23-22 fyrir Haukum á Ásvöllum í kvöld. Valsmenn náðu að jafna leikinn átta sekúndum fyrir leikslok en Haukum tókst að skora sigurmarkið áður en lokaflautið gall.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar Örn: Heppni fylgir gömlum mönnum

    Einar Örn Jónsson var hetja Haukanna í 23-22 sigri á Val í kvöld því hann skoraði sigurmarkið á lokasekúndu leiksins. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Einar Örn skorar úrslitamark fyrir Haukanna á dramatískum lokasekúndum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Geir æfir með Kiel

    Geir Guðmundsson, leikmaður Akureyrar handboltafélags, mun halda til Þýskalands í næsta mánuði og æfa með meistaraliði Kiel í eina viku.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Atli: Markvarslan skapaði sigurinn

    „Þetta var alveg frábær leikur. Seinni hálfleikurinn var frábær með þessari markvörslu og vörn sem og að við vorum að klára hraðaupphlaupin vel. Við vorum ekki að fá boltann og stoppa heldur fórum við fljótir upp og kláruðum sóknirnar," sagði Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar eftir 33-25 sigur á FH í Kaplakrika í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ólafur: Þeir rúlluðu bara yfir dautt lið

    „Fyrri hálfleikurinn var góður en svo kom kafli í seinni hálfleik sem við vorum að gera allt annað en við ætluðum okkur" sagði Ólafur A. Guðmundsson leikmaður FH eftir 25-33 tap gegn Akureyri í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyringar fóru illa með FH-inga í seinni hálfleik

    Akureyri hélt sigurgöngu sinni áfram í N1 deild karla með því að vinna átta marka stórsigur á FH, 33-25 í Kaplakrikanum í dag. Eftir að hafa verið jafnt í fyrri hálfleik settu Akureyringar í fimmta gír í seinni hálfleik og náðu góðu forskoti sem þeir slepptu aldrei.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK tapaði með fimm mörkum í Rússlandi

    HK tapaði 34-39 í fyrri leik sínum á móti rússneska liðinu Kaustik í Evrópukeppni bikarhafa í handbolta en leikirnir fara báðir fram í Rússlandi um helgina. Rússarnir unnu síðustu þrjár mínúturnar 4-1 og tryggðu sér ágætt forskot fyrir seinni leikinn á morgun.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Frábært ef liðin myndu halda áfram að vanmeta okkur

    Það verður stórleikur í Kaplakrikanum í dag þegar topplið N1-deildar karla, Akureyri, heimsækir FH-inga sem fyrir mótið var spáð Íslandsmeistaratitlinum. Akureyri hefur unnið alla átta leiki sína í deild og bikar á tímabilinu og hefur fjögurra stiga forskot á FH-liðið sem er í 4. sætinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sturla: Vonandi fyrsti sigurinn af mörgum

    Sturla Ásgeirsson, fyrirliði Vals, haltraði af velli í leikslok gegn Aftureldingu í kvöld. Hann fékk slæmt högg á fótinn og var ekki á bætandi þar sem hann hefur verið meiddur upp á síðkastið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Bjarni Aron: Sportið er grimmt

    Mosfellingurinn Bjarni Aron Þórðarson var að vonum svekktur eftir eins marks tap á heimavelli gegn Val í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna í N1-deildinni í vetur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Þungu fargi létt af Valsmönnum

    "Konni er kóngurinn," sungu leikmenn Vals inn í búningsklefa í kvöld eftir 22-23 sigur á Aftureldingu. Fyrsti sigur Valsmanna í vetur staðreynd og augljóslega þungu fargi létt af mönnum þar sem þeir fögnuðu líkt og þeir væru orðnir Íslandsmeistarar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Magnús: Bleikt er málið

    Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Fram, fór mikinn í marki Fram í kvöld og varði 21 skot í 27-31 sigri Fram á Íslandsmeisturum Hauka.

    Handbolti