Óskar Bjarni: Frábær leikur Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 20. september 2011 22:52 Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals. Mynd/Vilhelm Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var ánægður með leik síns liðs gegn FH í Meistarakeppni HSÍ í kvöld þrátt fyrir að tapa í vítakeppni. „Þetta sýnir enn og aftur að þetta sé þjóðaríþrótt okkar Íslendinga. Tvíframlent og vítakeppni er það skemmtilegasta sem strákarnir fá. Frábær leikur,“ sagði Óskar Bjarni. „Við eigum eftir að slípa suma hluti. Valdimar var að spila sinn fyrsta leik og átti að spila tvisvar tíu, það varð aðeins meira. Mér fannst við eiga að klára þá. Ég hélt þetta væri komið þegar Ingvar varði tvisvar þegar við vorum þremur færri en því miður.“ „Það var karakter hjá okkur að koma til baka í venjulegum leiktíma. Mér fannst við hafa yfirhöndina þegar á leið og það varð erfiðara hjá þeim að skora.“ Valsmenn virkuðu ryðgaðir framan af leik og það var í raun ekki fyrr en í seinni hálfleik venjulegs leiktíma að þeir fóru að berja almennilega frá sér. „Við byrjuðum í 3-2-1, það voru mín mistök. Menn voru óöruggir í því og ég tek það á mig. Eftir að fórum í 6-0 vörn og breyttum áherslum vorum við góðir. Þetta eru miklar skyttur og miklir skotmenn sem voru heitir. FH er með gott lið og við náðum að þétta okkur. Við fengum hraðaupphlaup með markvörslunni.“ Sturla Ásgeirsson sem hafði nýtt færi sín mjög vel í leiknum klikkaði úr síðasta vítinu en Óskar sá bara jákvæðu hliðarnar við það. „Er ekki best að það sé reynslubolti sem klikkar frekar en einhver 18 ára pjakkur. Hann er með breytt bak og þolir þetta. Eru það ekki líka alltaf kóngarnir sem klikka í svona vítum, eins og Beckham og þessir bestu. Hann er kominn í ágætis hóp,“ sagði léttur Óskar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var ánægður með leik síns liðs gegn FH í Meistarakeppni HSÍ í kvöld þrátt fyrir að tapa í vítakeppni. „Þetta sýnir enn og aftur að þetta sé þjóðaríþrótt okkar Íslendinga. Tvíframlent og vítakeppni er það skemmtilegasta sem strákarnir fá. Frábær leikur,“ sagði Óskar Bjarni. „Við eigum eftir að slípa suma hluti. Valdimar var að spila sinn fyrsta leik og átti að spila tvisvar tíu, það varð aðeins meira. Mér fannst við eiga að klára þá. Ég hélt þetta væri komið þegar Ingvar varði tvisvar þegar við vorum þremur færri en því miður.“ „Það var karakter hjá okkur að koma til baka í venjulegum leiktíma. Mér fannst við hafa yfirhöndina þegar á leið og það varð erfiðara hjá þeim að skora.“ Valsmenn virkuðu ryðgaðir framan af leik og það var í raun ekki fyrr en í seinni hálfleik venjulegs leiktíma að þeir fóru að berja almennilega frá sér. „Við byrjuðum í 3-2-1, það voru mín mistök. Menn voru óöruggir í því og ég tek það á mig. Eftir að fórum í 6-0 vörn og breyttum áherslum vorum við góðir. Þetta eru miklar skyttur og miklir skotmenn sem voru heitir. FH er með gott lið og við náðum að þétta okkur. Við fengum hraðaupphlaup með markvörslunni.“ Sturla Ásgeirsson sem hafði nýtt færi sín mjög vel í leiknum klikkaði úr síðasta vítinu en Óskar sá bara jákvæðu hliðarnar við það. „Er ekki best að það sé reynslubolti sem klikkar frekar en einhver 18 ára pjakkur. Hann er með breytt bak og þolir þetta. Eru það ekki líka alltaf kóngarnir sem klikka í svona vítum, eins og Beckham og þessir bestu. Hann er kominn í ágætis hóp,“ sagði léttur Óskar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira