Handbolti

Umfjöllun: Aron fer vel af stað með Haukana

Stefán Árni Pálsson í Digranesinu skrifar
Mynd/Valli
Haukar unnu frábæra sigur, 27-22, á HK í fyrstu umferð N1 deildar karla í kvöld, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Þetta var fyrsti leikur Arons Kristjánssonar sem þjálfari Hauka í nokkur ár, en hann tók við liðinu í sumar eftir dvöl sína í Þýskalandi.

Nemanja Malovic var magnaður í liði Hauka og gerði 12 mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði einnig virkilega vel í síðari hálfleiknum fyrir gestina og varði 14 skot.

Mikill haustbragur var á leik liðanna til að byrja með og sást það einna helst á sóknarleiknum. Heimamenn voru með ákveðið frumkvæði til að byrja með og náðu tveggja marka forystu strax í upphafi leiksins. Haukar voru aldrei langt undan og sýndu á köflum virkilega fínan varnarleik. Staðan var jöfn, 8-8, þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður.

Liðin áttu nokkuð erfitt með að koma boltanum í netið og mikið var um sóknarfeila í hálfleiknum. HK var samt alltaf einu skrefi á undan gestunum og því var staðan 13-11 fyrir Kópavogsmenn í hálfleik.

Haukar hófu síðari hálfleikinn mikið mun betur en heimamenn og skoruðu 8 mörk á fyrstu tólf mínútum hálfleiksins, en á sama tíma gerði HK aðeins eitt. Staðan breytist því í 19-14 fyrir gestina. Aron Rafn Eðvarðsson, marvörður Hauka, datt í gang og fór að verja vel.

Heimamenn skoruðu annað mark sitt í síðari hálfleiknum þegar hann var tæplega hálfnaður og þá fóru þeir loks í gang. HK náði að breyta stöðunni í 19-18 og allt í einu var mikill spenna kominn í leikinn.

Gestirnir náðu samt sem áður að halda HK-ingum frá sér og unnu að lokum fínan sigur 27-22. Fín byrjun hjá Haukum, en Nemanja Malovic, nýr leikmaður Hauka, var frábær í liði gestanna og skoraði 12 mörk.

Tölfræði

HK - Haukar 22-27 (13-11)

Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 8/1 (16/3), Atli Ævar Ingólfsson 4 (6), Bjarki Már Elísson 3 (5/1), Atli Karl Backmann 2 (3), Tandri Már Konráðsson 2 (5), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (4), Léó Snær Pétursson 1 (4), Hörður Másson 1 (2).

Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 7 (16/1, 3%), Arnór Freyr Stefánsson 3 (9 , 25%)

Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Bjarki Már Elísson 2, Léó Snær, Atli Ævar og Ólafur Víðir)

Fiskuð víti: 3 (Atli Ævar 2 og Atli Karl)

Utan vallar: 2 mínútur

Mörk Hauka (skot): Nemanja Malovic 12 (15), Stefán Rafn Sigurmannsson 4/1 (9/1), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Sveinn Þorgeirsson 3 (1),

Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2 (4), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Freyr Brynjarsson 1 (3), Einar Pétur Pétursson 1 (1).

Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 0/0 (6, 0%.), Aron Rafn Eðvarðsson 14/2 (16/2 , 46%.)

Hraðaupphlaup: 4 (Nemanja, Freyr, Einar Pétur og Stefán Rafn )

Fiskuð víti: 2 (Heimir Óli og Stefán Rafn).

Utan vallar: 8 mín




Fleiri fréttir

Sjá meira


×