Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Tvíframlengt í Víkinni - myndir

    Akureyringar lentu í kröppum dansi á móti 1. deildarliði Víkinga í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld. Akureyri vann leikinn að lokum með einu marki, 35-34, eftir tvær framlengingar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ingimundur: Kjötið í Rúmeníu var vítamínríkt

    Ingimundur Ingimundarson fór á kostum í liði ÍR í kvöld í vörn sem sókn og var einn af aðalmönnunum á bak við níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK. Ingimundur skoraði átta mörk, átti fjórar stoðsendingar á félaga sína og sýndi engin þreytumerki eftir landsliðsverkefnið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: ÍR - HK 31-22 | Fjórða tap meistaranna í röð

    ÍR-ingar unnu öruggan níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK, 31-22, í leik liðanna í Austurbergi í 7. umferð N1 deildar karla í handbolta. ÍR-liðið stakk af í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik og sóknarleikur meistaranna var afar vandræðalegur síðustu 20 mínútur leiksins sem ÍR vann 12-4.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Afturelding 24-29

    Afturelding vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fram, 29-24, í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var hluti af sjöundu umferð N1-deildar karla í handknattleik. Jóhann Jóhannsson var atkvæðamestur í liði Aftureldingar með átta mörk en Sigurður Eggertsson skoraði tíu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 23-27

    Heimamenn á Akureyri töpuðu sínum þriðja leik í röð í kvöld en það sem þykir líklegast koma meira á óvart er að tveir af þeim eru á heimavelli gegn Aftureldingu og Val sem verma tvö neðstu sætin í N1 deild karla áður en 7. umferð fór fram.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Atli Sveinn samdi við Víking

    Atli Sveinn Þórarinsson hefur gert samning við Víking um að spila með liðinu út þessa leiktíð. Atli Sveinn mun leika með handboltaliði félagsins í 1. deild karla. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu en Atli Sveinn mun spila sinn fyrsta leik á móti Fylki í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Patrekur fær líklega langtímasamning

    Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, fer ágætlega af stað með austurríska liðið í undankeppni EM 2014. Austurríki valtaði yfir Bosníu, 35-24, í fyrsta leiknum og tapaði svo fyrir Rússum á útivelli, 38-31. Þetta er mjög erfiður riðill enda er Serbía fjórða liðið í riðlinum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ásbjörn kominn aftur heim í FH

    Ásbjörn Friðriksson er kominn aftur heim frá Svíþjóð og ætlar að spila með FH í N1 deild karla í handbolta í vetur. Ásbjörn hefur undanfarið leikið með sænska liðinu Alingsås. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FH.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Oddur: Aldrei fundið álíka sársauka

    Akureyringurinn magnaði Oddur Grétarsson var borinn út á börum og upp í sjúkrabíl á leik Hauka og Akureyrar á laugardag. Eitthvað gerðist þegar hann lenti eftir að hafa skotið í hraðaupphlaupi. Oddur lá í gólfinu og var augljóslega sárþjáður.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stórskyttur skjóta púðurskotum

    Mikils var vænst af stórskyttunum Ólafi Gústafssyni úr FH og Framaranum Róberti Aroni Hostert í vetur. Skal engan undra þar sem þeir eru báðir afar efnilegir og komnir með fína reynslu í efstu deild. Þeim hefur ekki tekist að standa undir þessum væntingum hingað til.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Toppsætið undir á Ásvöllum í dag

    Haukar og Akureyri mætast í dag í Schenker-höllinni á Ásvöllum í lokaleik 6. umferðar N1-deildar karla, en það lið sem vinnur leikinn mun koma sér vel fyrir í toppsæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Akureyri 30-22

    Haukar unnu öruggan sigur á Akureyri 30-22 á heimavelli sínum að Ásvöllum í dag og náðu fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Oddur Gretarsson meiddist að því er virtist illa í fyrri hálfleik og dró það allan kraft úr leik gestanna og Haukar lönduðu öruggum sigri.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 24-25

    FH vann eins marks sigur á Aftureldingu 25-24 að Varmá í kvöld í N1 deild karla í handabolta. Eins og tölurnar gefa til kynna var leikurinn jafna og spennandi en Afturelding missti boltann þegar tíu sekúndur voru eftir og misstu af tækifæri til að ná jafntefli.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Rothöggið ætlar að þagga niður í Loga Geirs

    Logi Geirsson snýr aftur á handboltavöllinn í kvöld í fyrsta skipti í langan tíma. Hann má búast við erfiðum móttökum í Mosfellsbæ þar sem stuðningsmannalið Aftureldingar, Rothöggið, hefur verið endurvakið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar selja auglýsingar á kústana sína

    Það er ekki auðvelt verk að reka íþróttastarf á Íslandi og þurfa menn að leita ýmissa leiða til að afla fjár. Handknattleiksdeild Hauka hefur nú farið nýja og skemmtilega leið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Úrslit dagsins í N1-deild kvenna

    Fjórir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í dag. FH og HK eru komin upp í sex stig eftir leiki dagsins en Fylkir hafði betur gegn Aftureldingu í botnslag deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍR 34-27

    Fram vann öruggan sigur á ÍR 34-27 í fimmtu umferð N1 deildar karla í handbolta í dag. Jafnræði var með liðunum fyrsta stundarfjórðunginn en þá sigu Framarar fram úr og unnu öruggan og sannfærandi sigur.

    Handbolti