Handbolti

FH áfram í bikarnum eftir sigur í Hafnarfjarðarslag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásbjörn Friðriksson skoraði tíu mörk fyirr FH í kvöld.
Ásbjörn Friðriksson skoraði tíu mörk fyirr FH í kvöld. Mynd/Valli
FH komst í kvöld í átta liða úrslit Coca Cola bikars karla í handbolta eftir sjö marka sigur á 1. deildarliði ÍH, 26-19, en leikið var í Strandgötu í Hafnarfirði.

Ólafur Björn Magnússon átti frábæran leik í marki FH en hann varði 19 skot þar af þrjú víti samkvæmt frétt um leikinn á handbolti.org.

FH var búið að taka einn markvörð af ÍH þegar félagið samdi við Sigurð Örn Arnarson um að hann kæmi í stað Daníels Freys Andréssonar sem verður frá út tímabilið en FH-liðið átti í miklum vandræðum með Ólaf Björn.

FH var 10-6 yfir í hálfleik en ÍH-liðinu tókst að jafna metin í upphafi seinni hálfleiksins áður en FH-ingar sýndu styrk sinn og kláruðu leikinn með góðum endakafla.

Ásbjörn Friðriksson var langatkvæðamestur hjá FH í kvöld en hann skoraði tíu mörk. Benedikt Reynir Kristinsson og Magnús Óli Magnússon voru báðir með fjögur mörk. Bogi Eggertsson skoraði mest fyrir ÍH eða fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×