Umfjöllun og viðtöl: ÍR - HK 36-30 Elvar Geir Magnússon skrifar 28. nóvember 2013 21:00 ÍR-ingar reyndust sterkari á lokasprettinum gegn botnliði HK í leik liðanna í Olísdeild karla í kvöld. ÍR vann sex marka sigur en staðan var jöfn, 22-22, þegar átján mínútur voru eftir af leiknum. Breiðhyltingum hefur gengið brösuglega að undanförnu og því lífsnauðsynlegt fyrir þá að taka sigur í kvöld gegn botnliðinu á heimavelli. Fæðingin var alls ekki eins auðveld og lokatölurnar gefa til kynna. HK var skrefinu á undan lengi vel og heimamenn að gera of mörg mistök. En á lokasprettinum keyrðu ÍR-ingar yfir andstæðinga sína sem eru sjálfstraustslitlir eftir dapurt gengi. Fögnuður Breiðhyltinga í leikslok var ósvikinn enda mikill léttir að ná loksins sigri eftir þrjá tapleiki þar á undan. Björgvin Hólmgeirsson var markahæstur ÍR-inga en mörg mörk hans komu á sérlega mikilvægum augnablikum í leiknum. Arnór Freyr Stefánsson kom í markið snemma leiks og átti góðan leik.Jón Heiðar: Skulduðum fólkinu okkarJón Heiðar Gunnarsson, leikmaður ÍR, var sammála blaðamanni í því að sigurinn hafi verið lífsnauðsynlegur eftir slæmt gengi að undanförnu. "Guð minn almáttugur já. Maður var nánast búinn að gleyma því hvernig sigurtilfinning er, það er orðið svo langt síðan. Við höfum verið í lægð og síðustu þrír leikir verið skelfilega erfiðir. Fyrst klikkaði vörnin og svo sóknin," segir Jón. "Þessi sigur gerir mikið fyrir sjálfstraustið og svo töpum við ekki hér á heimavelli! Það er bara þannig! Við skulduðum fólkinu okkar það að spila betur en við höfum verið að gera." "Ég held að hungrið hafi skilað þessu. Leið og við fundum lyktina af sigrinum þá fórum við að spila af getu. Um leið og við sáum að við getum þetta urðum við betri." "Það er engin spurning að þessi hópur á heima ofar. Við erum með háleit markmið og það voru gríðarleg vonbrigði að vera í þessu sjötta sæti sem við vorum í fyrir þennan leik." ÍR-ingar sérsmíðuðu varamannabekk með strætósætum fyrir þennan leik en máttu ekki færa hann yfir í seinni hálfleiknum. Eftirlitsdómarinn bannaði það og fengu HK-ingar að nota hann eftir hlé. "Það er búið að leggja blóð, svita og tár í þennan bekk. Þetta er skýringin á því að við höfum tapað þessum leikjum. Við höfum unnið öll kvöld að því að smíða þennan bekk með hjálp frá strætó og BYKO sem útveguðu hráefnið. Bjarki, sem vinnur sem blaðberi í hlutastarfi, hefur unnið myrkrana á milli að smíða þetta. Nú er bekkurinn kominn og sigurinn kominn og við getum haldið áfram á réttri braut," segir Jón Heiðar kíminn.Samúel: Menn ekki að skrópa á æfingarSamúel Ívar Árnason, þjálfari HK, segir að andinn í hópnum sé góður þrátt fyrir að liðið vermi botnsætið. "Við erum að lenda manni færri í seinni hálfleik og erum ekki að leysa það vel. Það skildi aðeins á milli það. Þannig komust þeir inn í leikinn en fram að því fannst mér við hafa verið mun betri en þeir," segir Samúel. "Svo voru þeir að skora úr sóknum þar sem mér fannst við vera búnir að klára að vinna boltann. Það er hægt að taka fullt jákvætt úr þessum leik. Strákarnir eru að mæta tilbúnir í slaginn, eru að berjast og leggja sig fram. Smáatriðin falla ekki með okkur." "Mér fannst þetta stöngin út. Þó þeir hafi unnið með sex í lokin er það bara því þeir síga fram úr í lokin. Við erum yfir stærstan hluta leiksins en svo falla hlutirnir ekki alveg með okkur." "Það er enginn ánægður að tapa og enginn ánægður að vera á botninum en andinn í hópnum er fínn. Við erum að díla við þetta á réttan hátt. Við erum með ungt lið og það tekur tíma fyrir menn að læra að vera í stórum hlutverkum. Þessir strákar hafa ekki verið að væla eða skrópa á æfingum eða vorkennt sjálfum sér. Við vinnum bara áfram í okkar málum." Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
ÍR-ingar reyndust sterkari á lokasprettinum gegn botnliði HK í leik liðanna í Olísdeild karla í kvöld. ÍR vann sex marka sigur en staðan var jöfn, 22-22, þegar átján mínútur voru eftir af leiknum. Breiðhyltingum hefur gengið brösuglega að undanförnu og því lífsnauðsynlegt fyrir þá að taka sigur í kvöld gegn botnliðinu á heimavelli. Fæðingin var alls ekki eins auðveld og lokatölurnar gefa til kynna. HK var skrefinu á undan lengi vel og heimamenn að gera of mörg mistök. En á lokasprettinum keyrðu ÍR-ingar yfir andstæðinga sína sem eru sjálfstraustslitlir eftir dapurt gengi. Fögnuður Breiðhyltinga í leikslok var ósvikinn enda mikill léttir að ná loksins sigri eftir þrjá tapleiki þar á undan. Björgvin Hólmgeirsson var markahæstur ÍR-inga en mörg mörk hans komu á sérlega mikilvægum augnablikum í leiknum. Arnór Freyr Stefánsson kom í markið snemma leiks og átti góðan leik.Jón Heiðar: Skulduðum fólkinu okkarJón Heiðar Gunnarsson, leikmaður ÍR, var sammála blaðamanni í því að sigurinn hafi verið lífsnauðsynlegur eftir slæmt gengi að undanförnu. "Guð minn almáttugur já. Maður var nánast búinn að gleyma því hvernig sigurtilfinning er, það er orðið svo langt síðan. Við höfum verið í lægð og síðustu þrír leikir verið skelfilega erfiðir. Fyrst klikkaði vörnin og svo sóknin," segir Jón. "Þessi sigur gerir mikið fyrir sjálfstraustið og svo töpum við ekki hér á heimavelli! Það er bara þannig! Við skulduðum fólkinu okkar það að spila betur en við höfum verið að gera." "Ég held að hungrið hafi skilað þessu. Leið og við fundum lyktina af sigrinum þá fórum við að spila af getu. Um leið og við sáum að við getum þetta urðum við betri." "Það er engin spurning að þessi hópur á heima ofar. Við erum með háleit markmið og það voru gríðarleg vonbrigði að vera í þessu sjötta sæti sem við vorum í fyrir þennan leik." ÍR-ingar sérsmíðuðu varamannabekk með strætósætum fyrir þennan leik en máttu ekki færa hann yfir í seinni hálfleiknum. Eftirlitsdómarinn bannaði það og fengu HK-ingar að nota hann eftir hlé. "Það er búið að leggja blóð, svita og tár í þennan bekk. Þetta er skýringin á því að við höfum tapað þessum leikjum. Við höfum unnið öll kvöld að því að smíða þennan bekk með hjálp frá strætó og BYKO sem útveguðu hráefnið. Bjarki, sem vinnur sem blaðberi í hlutastarfi, hefur unnið myrkrana á milli að smíða þetta. Nú er bekkurinn kominn og sigurinn kominn og við getum haldið áfram á réttri braut," segir Jón Heiðar kíminn.Samúel: Menn ekki að skrópa á æfingarSamúel Ívar Árnason, þjálfari HK, segir að andinn í hópnum sé góður þrátt fyrir að liðið vermi botnsætið. "Við erum að lenda manni færri í seinni hálfleik og erum ekki að leysa það vel. Það skildi aðeins á milli það. Þannig komust þeir inn í leikinn en fram að því fannst mér við hafa verið mun betri en þeir," segir Samúel. "Svo voru þeir að skora úr sóknum þar sem mér fannst við vera búnir að klára að vinna boltann. Það er hægt að taka fullt jákvætt úr þessum leik. Strákarnir eru að mæta tilbúnir í slaginn, eru að berjast og leggja sig fram. Smáatriðin falla ekki með okkur." "Mér fannst þetta stöngin út. Þó þeir hafi unnið með sex í lokin er það bara því þeir síga fram úr í lokin. Við erum yfir stærstan hluta leiksins en svo falla hlutirnir ekki alveg með okkur." "Það er enginn ánægður að tapa og enginn ánægður að vera á botninum en andinn í hópnum er fínn. Við erum að díla við þetta á réttan hátt. Við erum með ungt lið og það tekur tíma fyrir menn að læra að vera í stórum hlutverkum. Þessir strákar hafa ekki verið að væla eða skrópa á æfingum eða vorkennt sjálfum sér. Við vinnum bara áfram í okkar málum."
Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira