Fóru yfir hverjir séu nógu góðir til að spila erfiðustu stöðu í heimi Lokasóknin gerði úttekt á leikstjórnendum NFL-deildarinnar í síðasta þætti en í þessum vikulega þætti er farið yfir hverja umferð í NFL-deildinni. Sport 13. október 2022 12:01
Lokasóknin: Reiður ungur maður og hlaupari sem var skotinn fyrir mánuði Tveir hlauparar vöktu mikla athygli hjá sérfræðingunum í Lokasókninni eftir leikina í fimmtu viku NFL-deildarinnar og annar þeirra á tilkall til þess að eiga sögu ársins. Sport 12. október 2022 13:31
Áhorfandinn sem hljóp inn á völlinn og var „tæklaður“ kærði NFL-stjörnuna Áhorfandinn sem var tæklaður á Mánudagsleik NFL-deildarinnar milli Los Angeles Rams og San Francisco 49ers hefur nú kært leikmenn Los Angeles Rams fyrir líkamsárás. Sport 6. október 2022 17:01
Var trillaður af velli því hann þurfti að tefla við páfann Stólpagrín hefur verið gert af DK Metcalf, útherja Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, eftir að sjúkrabörur þurfti til að koma honum af velli í leik Seahawks við Detroit Lions á sunnudagskvöldið. Metcalf hefur staðfest að ástæða þess sé sú að hann þurfti að hægja sér og gat ekki haldið í sér. Sport 4. október 2022 08:31
Beraði sig fyrir framan hótelgesti | Segir NFL vera með samsæri gegn sér Antonio Brown, fyrrum útherji Pittsburgh Steelers og Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni, vakti athygli í bandarískum fjömiðlum um helgina. Enn á ný var það af umdeildum ástæðum. Sport 3. október 2022 09:31
Lækninum sem mat Tagovailoa leikhæfan sagt upp störfum Ítrekuð höfuðhögg Tua Tagovailoa, leikstjórnanda Miami Dolphins í NFL deildinni eru byrjuð að draga dilk á eftir sér. Sport 1. október 2022 22:46
Allt vitlaust vestanhafs eftir óhugnanlegt atvik: „Þetta getur drepið mann“ Tua Tagovailoa, leikstjórnandi Miami Dolphins í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, var borinn af velli eftir þungt höfuðhögg í leik við Cincinnati Bengals í nótt. Óhugnalegar myndir sáust af honum eftir höggið en talið er að hann hafi jafnvel fengið annan heilahristing sinn á innan við viku. Sport 30. september 2022 09:31
Var refsað fyrir mjaðmasveiflur: „Þetta er of sexý fyrir NFL-deildina“ Jamaal Williams fékk dæmda á sig athyglisverða óíþróttamannslega villu þegar hann fagnaði snertimarki með Detroit Lions í NFL-deildinni um helgina með mjaðmadansi. Hann segir hreyfingar sínar ekki vera þrykkjur heldur bylgjur. Sport 29. september 2022 16:00
Hvaða lið áttu að styðja í NFL? Bandaríska NFL-deildin í amerískum fótbolta hefur notið aukinna vinsælda hér á landi undanfarin misseri. Margur á hins vegar erfitt með að finna sér lið til að halda með. Ekki þarf þó að örvænta - Lokasóknin er með svör á reiðum höndum. Sport 29. september 2022 09:31
Eigendur Jets segja „skyldu sína“ að hjálpa fólki frá Úkraínu Annar af eigendum NFL-liðsins New York Jets hafa gefið eina milljón Bandaríkjadala [145 milljónir íslenskra króna] til góðgerðarmála tengdum Úkraínu og stríðinu þar í landi. Sport 29. september 2022 07:01
Sjáðu tilþrif vikunnar: „Þetta er eins og í Matrix“ Að venju valdi Lokasóknin tilþrif vikunnar úr NFL-deildinni og þau voru ekki af verri gerðinni þessa vikuna. Sport 28. september 2022 15:30
Trompaðist eftir misheppnaða lokasókn Bræðiskast sóknarþjálfara NFL-liðsins Buffalo Bills eftir tap fyrir Miami Dolphins í gær hefur vakið mikla athygli. Sport 26. september 2022 08:31
Rihanna mun stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar Búið er að staðfesta að Rihanna muni stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar sem fram fer 12. febrúar á næsta ári. Sport 25. september 2022 23:01
„Það þarf hjólbörur undir hreðjarnar á Kyler Murray“ Hann vann þennan leik upp á sitt einsdæmi, eru orð að sönnu um Kyler Murray, leikstjórnanda Arizona Cardinals, sem fór nánast einn síns liðs fyrir endurkomu liðsins í 29-23 sigri á Las Vegas Raiders í NFL-deildinni um helgina. Sport 22. september 2022 16:31
Snoop Dogg sendi Steelers skýr skilaboð: „Rektu þennan fávita“ Rapparinn Snoop Dogg skráði sig inn í NFL-umræðuna um helgina þar sem hann lét sóknarþjálfara Pittburgh Steelers heyra það á tandurhreinni ensku. Sport 21. september 2022 11:31
Mættur til æfinga innan við þremur vikum eftir að hafa verið skotinn tvisvar Þrátt fyrir að hafa verið skotinn tvisvar í lok ágúst er Brian Robinson, nýliði Washington Commanders í NFL-deildinni, mættur aftur til æfinga. Sport 16. september 2022 10:31
Grillari kveikti í bílum og Tyson fór á völlinn með eiganda Patriots Strákarnir í Lokasókninni fóru yfir allt það besta, versta, mikilvægasta og skemmtilegasta í fyrstu leikviku NFL-deildarinnar. Sport 15. september 2022 14:31
Frábær frammistaða Allen greind í þaula í fræðsluhorninu Bergþór Phillip Pálsson, leikstjórnandi Einherja, verður sérstakur leikgreinandi Lokasóknarinnar í vetur. Hann greindi nokkur atvik í leik Buffalo Bills og Los Angeles Rams í NFL-deildinni. Sport 14. september 2022 17:02
„Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“ Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna. Sport 14. september 2022 09:30
Skin og skúrir á skrautlegum sunnudegi í NFL-deildinni NFL-deildin fór af stað með miklum látum í gær og eins og venjulega var nóg af háspennu og óvæntum úrslitum. Sport 12. september 2022 12:30
Dansinn hans Antonio Brown mun verða áberandi í NFL-deildinni Einn litríkasti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, Antonio Brown, hefur kvatt deildina en áhrifa hans mun engu að síður gæta í deildinni í vetur. Sport 9. september 2022 23:00
Meistararnir flengdir í fyrsta leik Tímabilið í NFL-deildinni hófst í nótt þegar meistarar LA Rams tók á móti Buffalo Bills. Margir spá því að þessi lið munu einnig mætast í Super Bowl í febrúar. Sport 9. september 2022 11:21
Lokasóknin hitar upp fyrir opnunarleik NFL-deildarinnar Tímabilið í NFL-deildinni hefst í nótt og strákarnir í Lokasókninni verða með veglegan upphitunarþátt fyrir stórleikinn í nótt. Sport 8. september 2022 18:01
Vill annað tækifæri: „Ég er góður maður, ég fer í kirkju“ Jon Gruden, fyrrum þjálfari Las Vegas Raiders í NFL-deildinni vestanhafs, hefur opnað sig um brottrekstarsök sína hjá liðinu síðasta haust. Hann vill annað tækifæri. Sport 31. ágúst 2022 08:00
Ernirnir höfðu ekki not fyrir þriðja hraðasta grindahlaupara sögunnar Bandaríska NFL-liðið Philadelphia Eagles hefur ákveðið að losa sig við fyrrverandi grindahlauparann Devon Allen, en Allen setti þriðja hraðasta tíma sögunnar í 110m grindahlaupi fyrr í sumar. Sport 30. ágúst 2022 23:01
Nýliðinn þurfti aðgerð eftir að hafa verið skotinn tvisvar Brian Robinson mun spila með Washington Commanders í NFL-deildinni á næstu leiktíð. Hann lenti í heldur óskemmtilegri lífsreynslu nýverið er tveir menn rændu að ræna bílnum hans. Endaði það með því að Robinson var skotinn tvisvar. Sport 30. ágúst 2022 09:01
Nýliðinn tók „Billie Jean" með MJ og úr varð geggjuð sena í Hard Knocks Árlega verða til stjörnur í Hard Knocks þáttunum og í ár er nýliði Detroit Lions liðsins, Aidan Hutchinson, svo sannarlega einn af þeim. Sport 19. ágúst 2022 14:31
Ellefu leikja bann og sektaður um 700 milljónir fyrir ítrekuð meint kynferðisbrot Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns í bandarísku NFL-deildinni í amerískum fótbolta, hefur verið dæmdur í ellefu leikja launalaust bann af deildinni. Þá hefur deildin einnig sektað Watson um fimm milljónir dollara, eða rétt tæplega 700 milljónir íslenskra króna. Sport 18. ágúst 2022 23:00
Stærsta eftirsjáin að geta ekki séð sjálfan sig spila: „Líklega eins og Bítlarnir eða Jesús“ Lítið lát virðist vera á furðulegri hegðun hlauparans Antonio Brown, sem lék lengst af með Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni. Hann setti inn athyglisverða færslu á samfélagsmiðla í gær. Sport 12. ágúst 2022 14:01
Krúttaði yfir sig í kringum risana hjá Green Bay Packers Þeir eru engin smásmíði margir leikmenn NFL-liðanna og þurfa bæði stóra vöðva og mörg kíló til að halda velli í baráttunni inn á vellinum. Sport 10. ágúst 2022 17:31