Laug í beinni á hliðarlínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 08:31 Charissa Thompson er þekkt sjónvarpskona í Bandaríkjunum vegna umfjöllunnar sinnar um NFL deildina. Getty/Cooper Neill Bandaríska sjónvarpskonan Charissa Thompson segist stundum hafa farið frjálslega með sannleikann þegar hún starfaði á hliðarlínunni í NFL-leikjum. Thompson hefur hoppað upp metorðastigann í bandarísku sjónvarpi og er nú umsjónarkona NFL Kickoff þáttarins á Fox sjónvarpsstöðinni. Hún rifjaði upp tíma sinn sem fréttakona á vellinum. Charissa Thompson admitted to sometimes making up sideline reports and the reactions that followed from sports media were passionate.https://t.co/wdNWBz1wlg pic.twitter.com/lPxQQH0ET1— Front Office Sports (@FOS) November 17, 2023 Thompson viðurkenndi það nefnilega í viðtali í hlaðvarpsþættinum Pardon My Take að hafa stundum logið í beinni á hliðarlínunni. Það er hlutverk fréttamanna á hliðarlínunni að gefa áhorfendum innsýn í það sem er þar í gangi varðandi meiðsli leikmanna og annað eins og að ræða við þjálfara í hálfleiknum. Viðtalið við þjálfaranna er ekki í mynd heldur kemur íþróttafréttamaðurinn sjálfur í mynd og segir stuttlega frá spjalli sínu við þjálfarann. Viðtalið er ekki langt og oftast á almennu nótunum. „Ég hef sagt frá þessu áður og ég hef því ekki verið rekin fyrir að segja frá þessu svo ég endurtek mig hérna. Ég bjó stundum til fréttir af því að í fyrsta lagi kom þjálfarinn stundum ekki í viðtal í hálfleik eða í öðru lagi var hann of seinn. Ég vildi ekki klúðra innslaginu mínu og ég hugsaði bara: Ég skálda þetta bara,“ sagði Charissa Thompson. Fox Sports' and Amazon Prime's Charissa Thompson saying she fabricated sideline reports is a bigger problem than you think. 'What she said undermines the trust in the media,' @mikefreemanNFL writes. Read his full column here https://t.co/OSIwQQrKDZ pic.twitter.com/22kRAek8Nn— USA TODAY Sports (@usatodaysports) November 17, 2023 „Ástæðan var að enginn þjálfari yrði reiður yfir því ef ég segi: Heyrðu við þurfum að hætta að gera okkur sjálfum erfitt fyrir eða við þurfum að vera betri á þriðju tilraun eða við þurfum að hætta að tapa boltanum,“ sagði Charissa og bætti við: „Eins og þeir fari að leiðrétta mig út af þessu,“ sagði Charissa sem passaði sig að tala í klisjum og mjög almennt þegar hún laug til um viðtöl við þjálfara. NFL Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira
Thompson hefur hoppað upp metorðastigann í bandarísku sjónvarpi og er nú umsjónarkona NFL Kickoff þáttarins á Fox sjónvarpsstöðinni. Hún rifjaði upp tíma sinn sem fréttakona á vellinum. Charissa Thompson admitted to sometimes making up sideline reports and the reactions that followed from sports media were passionate.https://t.co/wdNWBz1wlg pic.twitter.com/lPxQQH0ET1— Front Office Sports (@FOS) November 17, 2023 Thompson viðurkenndi það nefnilega í viðtali í hlaðvarpsþættinum Pardon My Take að hafa stundum logið í beinni á hliðarlínunni. Það er hlutverk fréttamanna á hliðarlínunni að gefa áhorfendum innsýn í það sem er þar í gangi varðandi meiðsli leikmanna og annað eins og að ræða við þjálfara í hálfleiknum. Viðtalið við þjálfaranna er ekki í mynd heldur kemur íþróttafréttamaðurinn sjálfur í mynd og segir stuttlega frá spjalli sínu við þjálfarann. Viðtalið er ekki langt og oftast á almennu nótunum. „Ég hef sagt frá þessu áður og ég hef því ekki verið rekin fyrir að segja frá þessu svo ég endurtek mig hérna. Ég bjó stundum til fréttir af því að í fyrsta lagi kom þjálfarinn stundum ekki í viðtal í hálfleik eða í öðru lagi var hann of seinn. Ég vildi ekki klúðra innslaginu mínu og ég hugsaði bara: Ég skálda þetta bara,“ sagði Charissa Thompson. Fox Sports' and Amazon Prime's Charissa Thompson saying she fabricated sideline reports is a bigger problem than you think. 'What she said undermines the trust in the media,' @mikefreemanNFL writes. Read his full column here https://t.co/OSIwQQrKDZ pic.twitter.com/22kRAek8Nn— USA TODAY Sports (@usatodaysports) November 17, 2023 „Ástæðan var að enginn þjálfari yrði reiður yfir því ef ég segi: Heyrðu við þurfum að hætta að gera okkur sjálfum erfitt fyrir eða við þurfum að vera betri á þriðju tilraun eða við þurfum að hætta að tapa boltanum,“ sagði Charissa og bætti við: „Eins og þeir fari að leiðrétta mig út af þessu,“ sagði Charissa sem passaði sig að tala í klisjum og mjög almennt þegar hún laug til um viðtöl við þjálfara.
NFL Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira