Sport

Nú á bara eitt at­vinnu­manna­fé­lag í Texas eftir að vinna titil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Texas Rangers fagna sigri í lokaleiknum á móti Arizona Diamondbacks.
Leikmenn Texas Rangers fagna sigri í lokaleiknum á móti Arizona Diamondbacks. AP/Gregory Bull

Texas Rangers varð í nótt bandarískur hafnarboltameistari eftir 4-1 sigur á Arizona Diamondbacks í lokaúrslitum. Þetta var í fyrsta sinn sem Rangers vinnur MLB titilinn.

Með þessu varð líka ljóst að nú er bara eitt Texas félag eftir úr stóru atvinnumannadeildunum sem á eftir að vinna titil í sinni deild.

Eina Texas félagið án titils er nú Houston Texans í ameríska fótboltanum. Þarna erum við að tala um karlalið í ameríska fótboltanum (NFL), hafnaboltanum (MLB), körfuboltanum (NBA) og íshokkíinu (NHL).

Texans kom inn í NFL deildina árið 2002 og hefur hvorki komist í Super Bowl né spilað til úrslita í Ameríkudeildinni. Liðið hefur unnið riðil sinn sex sinnum síðast árið 2019. Texas menn hafa því ekki komist nálægt því að vinna titil.

Dallas Cowboys hefur unnið fimm NFL titla en þó engan síðan 1995.

San Antonio Spurs hefur unnið NBA titilinn fimm sinnum en þó engan síðan 2014.

Houston Rockets vann NBA titilinn tvö ár í röð frá 1994 til 1995.

Dallas Mavericks vann NBA titilinn árið 2011.

Íshokkófélagið Dallas Stars vann Stanley bikarinn 1999.

Hafnarboltafélagið Houston Astros vann MLB-deildina tvisvar sinnum eða árin 2017 og 2022.

Texas Rangers flutti til Texas árið 1972 og hafði ekki komist í lokaúrslitin siðan að félagið tapaði tvö ár í röð frá 2010 til 2011. Liðið hafði enn fremur ekki unnið einvígi í úrslitakeppni í tólf ár fyrir úrslitakeppnina í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×