Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Elín fengið sig fullsadda af óhreinskilni auglýsenda

Bloggarinn og förðunarfræðingurinn Elín Erna Stefánsdóttir birti nýverið færslu á Twitter þar sem hún fjallar um duldar auglýsingar sem bloggarar og samfélagsmiðlastjörnur dæla út til fylgjenda sinna í formi meðmæla. Sjálf hefur hún tileinkað sér að vera hreinskilin í allri sinni umfjöllun.

Lífið
Fréttamynd

„Þjónkun stjórnvalda við framleiðendur er alger“

Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir Brúneggjamálið svokallaða endurspegla það hvernig hagsmunir neytenda séu afgangsstærð á Íslandi. Þeim sé sópað út af borðinu á meðan hagsmunir framleiðenda séu allsráðandi.

Innlent
Fréttamynd

Vistvæna bullið

Í september 2003 vöktu Neytendasamtökin athygli yfirvalda á því að engar sérstakar kröfur eða skilyrði væru gerð til framleiðenda sem notuðu heitið "vistvænt“ fyrir framleiðsluvörur sínar. Við bentum á að það stæði í raun ekkert á bak við þetta og þessi markaðssetning væri andstæð samkeppnislögum.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja borga íslenskum Instagram-stjörnum

Sprotafyrirtækið Takumi tengir saman fyrirtæki og íslenska áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Gengið hefur vel í Bretlandi og hefst íslensk herferð fyrir jólin. Hlutafé fyrirtækisins var aukið nýlega og stefnir það næst til Bandaríkjanna

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki lengur magur og fagur

Vífilfell, framleiðendur Coca-Cola á Íslandi hafa ákveðið að hætta framleiðslu á kóladrykknum TAB. Enn á eftir að framleiða eina lotu af TAB í hálfslítra flöskum og má búast við að birgðirnar af því endist fram eftir vori. Eftir það verður TAB ekki fáanlegt hér á landi.

Neytendur
Fréttamynd

Hver er besti orkudrykkurinn?

Orkudrykkir eru vinsælir á Íslandi og nú má fá margar tegundir í næstu búð eða sjoppu. En hver er bestur? Við leituðum á náðir þriggja þrautþjálfaðra einstaklinga, þeirra Sigurpáls Jóhannes­sonar einkaþjálfara, Gunnhildar Jónasdóttur fitnessiðkanda og Sigurjóns Ragnars langhlaupara, og létum þá smakka.

Matur
Fréttamynd

Verstu kaupin: Keypti óætt Nunnunammi

Tómas R. Einarsson tónlistarmaður segir frá sínum verstu kaupum. "Eitt sinn þegar ég var í sunnudagsgöngutúr með fjölskyldunni á Sevilla á Spáni rak ég augun í nunnur sem voru að selja kökur og góðgæti við klaustur eitt þar í borg. Ég keypti þó nokkuð af þessu nunnunammi, sem leit afskaplega girnilega út."

Lífið
Fréttamynd

Verðið lægst í Krónunni

Verð á matvörum var lægst í Krónunni í lang flestum tilvikum, samkvæmt verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ  sem gerð var á þriðjudag, en ekki var birt niðurstaða af verðkönnnun í Bónus. Að sögn ASÍ er það vegna þess að starfsmenn Bónuss hafi reynt að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður könnunarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mjólkin á krónu og undir

Lágvöruverslanir á matvörumarkaði seldu mjólkurlítrann á eina krónu og undir í gær. Matvöruverslanir eiga í verstríði á höfuðborgarsvæðinu. Mátti helst greina harða samkeppni í verði mjólkurvara og gosdrykkja.

Viðskipti innlent