Klaufavilla í frumvarpi sem gerir erlenda netverslun dýrari Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. mars 2019 07:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar Íslandspósti ohf. (ÍSP) að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. Klaufalega villu er að finna í frumvarpinu. Samkvæmt frumvarpinu munu ákvæði landslaga ganga framar alþjóðapóstsamningi UPU en samkvæmt honum er kveðið á um svonefnd endastöðvagjöld. Brot rekstrarvanda ÍSP hefur mátt rekja til þeirra vegna fjölda sendinga frá Asíu. Þó er vert að taka fram að svo virðist sem tap hafi verið á öllum erlendum sendingum sem er vísbending um að erlend póstþjónustufyrirtæki viðurkenni ekki kostnaðargrunn dreifikerfis ÍSP. Undanfarin ár hefur ÍSP tekið á sig kostnað vegna erlendra sendinga en að mati fyrirtækisins hefur það niðurgreitt sendingar frá útlöndum um hátt í þrjá milljarða undanfarin ár. Frumvarpinu er ætlað að „taka af öll tvímæli um að íslensk lög gildi framar alþjóðasamningum á þessu sviði“. Fyrirspurn blaðsins um það hvort ÍSP hafi verið heimilt í tíð núgildandi laga að velta þessum kostnaði yfir á neytendur hefur ekki verið svarað. Verði frumvarpið að lögum fyrir maí er gert ráð fyrir að ÍSP geti fengið inn 400 milljónir króna strax á árinu 2019 frá neytendum. Lagt er til að lögin taki gildi um leið og þau hafa verið birt að undanskilinni fimmtu grein þeirra en hún tæki gildi fjórum vikum síðar svo unnt sé að kynna viðskiptavinum breytta skilmála. Sú grein varðar að vísu umsókn í jöfnunarsjóð alþjónustu og má telja víst að þar hafi átt að vísa til fjórðu greinar er lýtur að breyttri verðskrá. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Neytendur Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar Íslandspósti ohf. (ÍSP) að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. Klaufalega villu er að finna í frumvarpinu. Samkvæmt frumvarpinu munu ákvæði landslaga ganga framar alþjóðapóstsamningi UPU en samkvæmt honum er kveðið á um svonefnd endastöðvagjöld. Brot rekstrarvanda ÍSP hefur mátt rekja til þeirra vegna fjölda sendinga frá Asíu. Þó er vert að taka fram að svo virðist sem tap hafi verið á öllum erlendum sendingum sem er vísbending um að erlend póstþjónustufyrirtæki viðurkenni ekki kostnaðargrunn dreifikerfis ÍSP. Undanfarin ár hefur ÍSP tekið á sig kostnað vegna erlendra sendinga en að mati fyrirtækisins hefur það niðurgreitt sendingar frá útlöndum um hátt í þrjá milljarða undanfarin ár. Frumvarpinu er ætlað að „taka af öll tvímæli um að íslensk lög gildi framar alþjóðasamningum á þessu sviði“. Fyrirspurn blaðsins um það hvort ÍSP hafi verið heimilt í tíð núgildandi laga að velta þessum kostnaði yfir á neytendur hefur ekki verið svarað. Verði frumvarpið að lögum fyrir maí er gert ráð fyrir að ÍSP geti fengið inn 400 milljónir króna strax á árinu 2019 frá neytendum. Lagt er til að lögin taki gildi um leið og þau hafa verið birt að undanskilinni fimmtu grein þeirra en hún tæki gildi fjórum vikum síðar svo unnt sé að kynna viðskiptavinum breytta skilmála. Sú grein varðar að vísu umsókn í jöfnunarsjóð alþjónustu og má telja víst að þar hafi átt að vísa til fjórðu greinar er lýtur að breyttri verðskrá.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Neytendur Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira