Enski boltinn á 4500 krónur Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. apríl 2019 10:45 Bjarni Þór Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Tómas Þór Þórðarson, Margrét Lára Viðarsdóttir og Logi Bergmann verða sérfræðingar Símans um enska boltann. Orri Hauksson, forstjóri Símans, sá um kynninguna. Vísir/vilhelm Frá og með næsta tímabili mun áskrift að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kosta 4500 krónur á mánuði. Þetta kom fram á kynningu sem Síminn hélt nú á ellefta tímanum. Hægt verður að bæta við Sjónvarpi Símans Premium fyrir 1500 krónur aukalega á mánuði. Áskriftargjaldið er þó ekki háð því að fólk sé í öðrum viðskiptum við Símann. Orri Hauksson, forstjóri Símans, greindi auk þess frá því hverjir það verða sem munu halda utan um umfjöllunina. Það verða knattspyrnufólkið Bjarni Þór Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Margrét Lára Viðarsdóttir auk fjölmiðlamannanna Loga Bergmann og Tómas Þórs Þórðarsonar, sem kemur frá Sýn. Tómas Þór hefur verið titlaður „ritstjóri og lýsandi,“ á meðan hin bera titil sérfræðinga. Þá mun beinum útsendingum næsta vetur frá enska boltanum fjölga um 32 frá því sem verið hefur. Verða þær því alls 239 talsins. Þar af verða 79 leikir sýndir í 4k-háskerpu. Flautað verður til leiks á nýju tímabili þann 10. águst. Þá greindi Orri jafnframt frá því að laugardagsleikirnir sem hefjast klukkan 15 verði í opinni dagskrá. Héldu sig við verðið Ljóst varð í nóvember í fyrra að enski boltinn myndi færast yfir til Sjónvarp Símans, eftir að hafa verið um árabil hjá Stöð 2 Sport. Haft var eftir þáverandi framkvæmdastjóra hjá Sýn hf., eiganda Stöðvar 2 Sports, að „engin glóra“ hafi verið í því að jafna „ofurtilboð“ sem barst frá Símanum í útsendingarréttinn, sem gildir fyrir leiktímabilin 2019-2022. Áætlað hefur verið að Síminn hafi greitt 1,2 milljarða króna, hið minnsta, fyrir sýningarréttinn. Er þá ótalinn kostnaður við uppsetningu á myndverum og öðrum sýningarbúnaði sem nauðsynlegur er fyrir íþróttaumfjöllun sem þessa. Síminn lagði fyrir könnun um miðjan febrúar þar sem spurt var hvort neytendur myndu kaupa áskrift að enska boltanum ef hún væri á 4.500 krónur á mánuði. Hægt væri svo að fá Sjónvarp Símans Premium innifalið á 6.000. Ljóst er að Síminn hefur ákveðið að halda sig við þá upphæð, sem fyrr segir. Fréttin hefur verið uppfærð.Bjarni, Tómas, Logi og Eiður stilltu sér upp.Vísir/Vilhelm Enski boltinn Fjölmiðlar Neytendur Tengdar fréttir Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 1.100 milljónir dugðu ekki fyrir enska boltann Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. 7. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Frá og með næsta tímabili mun áskrift að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kosta 4500 krónur á mánuði. Þetta kom fram á kynningu sem Síminn hélt nú á ellefta tímanum. Hægt verður að bæta við Sjónvarpi Símans Premium fyrir 1500 krónur aukalega á mánuði. Áskriftargjaldið er þó ekki háð því að fólk sé í öðrum viðskiptum við Símann. Orri Hauksson, forstjóri Símans, greindi auk þess frá því hverjir það verða sem munu halda utan um umfjöllunina. Það verða knattspyrnufólkið Bjarni Þór Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Margrét Lára Viðarsdóttir auk fjölmiðlamannanna Loga Bergmann og Tómas Þórs Þórðarsonar, sem kemur frá Sýn. Tómas Þór hefur verið titlaður „ritstjóri og lýsandi,“ á meðan hin bera titil sérfræðinga. Þá mun beinum útsendingum næsta vetur frá enska boltanum fjölga um 32 frá því sem verið hefur. Verða þær því alls 239 talsins. Þar af verða 79 leikir sýndir í 4k-háskerpu. Flautað verður til leiks á nýju tímabili þann 10. águst. Þá greindi Orri jafnframt frá því að laugardagsleikirnir sem hefjast klukkan 15 verði í opinni dagskrá. Héldu sig við verðið Ljóst varð í nóvember í fyrra að enski boltinn myndi færast yfir til Sjónvarp Símans, eftir að hafa verið um árabil hjá Stöð 2 Sport. Haft var eftir þáverandi framkvæmdastjóra hjá Sýn hf., eiganda Stöðvar 2 Sports, að „engin glóra“ hafi verið í því að jafna „ofurtilboð“ sem barst frá Símanum í útsendingarréttinn, sem gildir fyrir leiktímabilin 2019-2022. Áætlað hefur verið að Síminn hafi greitt 1,2 milljarða króna, hið minnsta, fyrir sýningarréttinn. Er þá ótalinn kostnaður við uppsetningu á myndverum og öðrum sýningarbúnaði sem nauðsynlegur er fyrir íþróttaumfjöllun sem þessa. Síminn lagði fyrir könnun um miðjan febrúar þar sem spurt var hvort neytendur myndu kaupa áskrift að enska boltanum ef hún væri á 4.500 krónur á mánuði. Hægt væri svo að fá Sjónvarp Símans Premium innifalið á 6.000. Ljóst er að Síminn hefur ákveðið að halda sig við þá upphæð, sem fyrr segir. Fréttin hefur verið uppfærð.Bjarni, Tómas, Logi og Eiður stilltu sér upp.Vísir/Vilhelm
Enski boltinn Fjölmiðlar Neytendur Tengdar fréttir Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 1.100 milljónir dugðu ekki fyrir enska boltann Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. 7. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13
1.100 milljónir dugðu ekki fyrir enska boltann Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. 7. nóvember 2018 06:15