Flugfargjöld, bensín, húsaleiga og matur hækka Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2019 14:13 Spáð er hækkun á ýmiskonar vörum í apríl. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að flugfargjöld til útlanda muni hækka um 20 prósent í apríl vegna tímasetningar páskanna. Hagfræðideildin segir þróun flugfargjalda til útlanda í mars og apríl fara að mjög miklu leyti eftir því í hvorum mánuði páskarnir lenda. Páskarnir eru mikill ferðatími og eftirspurn og verð eftir flugi því hærra. Árin 2015, 2016 og 2018 féllu páskar í lok mars/byrjun apríl og var óveruleg breyting á þessum lið milli sömu mánaða. 2017 voru páskar vikuna eftir verðkönnunarvikuna og hækkuðu flugfargjöld til útlanda þá um tæp 15%. Í ár eru páskar tveimur vikum á eftir verðkönnunarviku Hagstofunnar sem skýrir þessa hækkun. Samkvæmt verðkönnun Hagfræðideildarinnar hækkaði verð á bensíni og díselolíu um 2,3% milli mars og apríl. Þá er búist við smávægilegri hækkun á reiknaðri húsaleigu, matarkarfan hækkar lítillega vegna gengisáhrifa, kaup ökutækja lækka bæði vegna gengisáhrifa og minni eftirspurnar, en talsvert hefur dregið úr sölu á nýjum bílum. Síðustu ár hefur Hagstofan byggt verðmælingar sínar á flugi til útlanda á verði farmiða hjá Icelandair og WOW air. Hlutdeild WOW air var um þriðjungur af vísitölunni. Flugfargjöld eru tekin inn í vísitöluna mánuðinn sem flugið er flogið, en ekki mánuðinn sem flugið er keypt. Alla jafna hefði flug sem keypt var í febrúar og mars og flogið hefði í apríl átt að koma inn í vísitöluna núna. Hagstofan er í þeirri mjög svo sérstöku stöðu að vera með verðmælingar á flugi sem ekki verður flogið vegna gjaldþrots WOW air. Það er alls óvíst hvernig Hagstofan mun snúa sér í þessu og þá hvort að einungis verði miðað við verð á keyptum flugmiðum af Icelandair. Flugfargjöld til útlanda hafa lækkað mikið síðustu ár. Þannig var að meðaltali 12,8% ódýrara að fljúga til útlanda 2018 en 2017 og 15,5% ódýrara 2017 en 2016. Við eigum von á að þessi þróun gangi til baka á þessu ári sökum minna framboðs og minnisamkeppni í kjölfar gjaldþrots WOW air en einnig vegna hækkunar olíuverðs. Þá virðist sem svo að verulega sé að hægja á hækkun fasteignaverðs. Til dæmis lækkaði vísitala íbúðaverðs um 0,5% milli mánaða í febrúar. Nokkuð mikið af nýju húsnæði er á leiðinni inn á markaðinn. Alla jafna ætti slíkt að skila sér í hækkun á þeim vísitölum sem mæla fasteignaverð þar sem fermetraverð á nýju húsnæði er venjulega hærra en á eldra húsnæði. Hins vegar var hlutfall nýbygginga meðal kaupsamninga í febrúar lægra en í janúar, sem bendir til þess að illa gangi að selja þessar íbúðir. Bensín og olía Fréttir af flugi Húsnæðismál Neytendur Páskar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að flugfargjöld til útlanda muni hækka um 20 prósent í apríl vegna tímasetningar páskanna. Hagfræðideildin segir þróun flugfargjalda til útlanda í mars og apríl fara að mjög miklu leyti eftir því í hvorum mánuði páskarnir lenda. Páskarnir eru mikill ferðatími og eftirspurn og verð eftir flugi því hærra. Árin 2015, 2016 og 2018 féllu páskar í lok mars/byrjun apríl og var óveruleg breyting á þessum lið milli sömu mánaða. 2017 voru páskar vikuna eftir verðkönnunarvikuna og hækkuðu flugfargjöld til útlanda þá um tæp 15%. Í ár eru páskar tveimur vikum á eftir verðkönnunarviku Hagstofunnar sem skýrir þessa hækkun. Samkvæmt verðkönnun Hagfræðideildarinnar hækkaði verð á bensíni og díselolíu um 2,3% milli mars og apríl. Þá er búist við smávægilegri hækkun á reiknaðri húsaleigu, matarkarfan hækkar lítillega vegna gengisáhrifa, kaup ökutækja lækka bæði vegna gengisáhrifa og minni eftirspurnar, en talsvert hefur dregið úr sölu á nýjum bílum. Síðustu ár hefur Hagstofan byggt verðmælingar sínar á flugi til útlanda á verði farmiða hjá Icelandair og WOW air. Hlutdeild WOW air var um þriðjungur af vísitölunni. Flugfargjöld eru tekin inn í vísitöluna mánuðinn sem flugið er flogið, en ekki mánuðinn sem flugið er keypt. Alla jafna hefði flug sem keypt var í febrúar og mars og flogið hefði í apríl átt að koma inn í vísitöluna núna. Hagstofan er í þeirri mjög svo sérstöku stöðu að vera með verðmælingar á flugi sem ekki verður flogið vegna gjaldþrots WOW air. Það er alls óvíst hvernig Hagstofan mun snúa sér í þessu og þá hvort að einungis verði miðað við verð á keyptum flugmiðum af Icelandair. Flugfargjöld til útlanda hafa lækkað mikið síðustu ár. Þannig var að meðaltali 12,8% ódýrara að fljúga til útlanda 2018 en 2017 og 15,5% ódýrara 2017 en 2016. Við eigum von á að þessi þróun gangi til baka á þessu ári sökum minna framboðs og minnisamkeppni í kjölfar gjaldþrots WOW air en einnig vegna hækkunar olíuverðs. Þá virðist sem svo að verulega sé að hægja á hækkun fasteignaverðs. Til dæmis lækkaði vísitala íbúðaverðs um 0,5% milli mánaða í febrúar. Nokkuð mikið af nýju húsnæði er á leiðinni inn á markaðinn. Alla jafna ætti slíkt að skila sér í hækkun á þeim vísitölum sem mæla fasteignaverð þar sem fermetraverð á nýju húsnæði er venjulega hærra en á eldra húsnæði. Hins vegar var hlutfall nýbygginga meðal kaupsamninga í febrúar lægra en í janúar, sem bendir til þess að illa gangi að selja þessar íbúðir.
Bensín og olía Fréttir af flugi Húsnæðismál Neytendur Páskar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira