Verðbólgan undir níu prósent í fyrsta sinn í heilt ár Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,85 prósent milli mánaða og mældist 595,6 stig í júní. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 491,1 stig og hefur hækkað um 0,68 prósent frá því í maí. Viðskipti innlent 28. júní 2023 09:17
Allt að helmings verðmunur áfengis í vefbúðum Sante Wines og Costco bjóða oftast upp á lægsta verðið á áfengi samkvæmt óformlegri könnun Vísis. Fjölgar þeim stöðugt vefverslununum sem bjóða upp á áfenga drykki. Neytendur 28. júní 2023 07:46
Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi er ólögmæt Innviðaráðuneytið hefur úrskurðað að gjaldskrá sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir sundlaug og íþróttamiðstöðina Borg sé ekki í samræmi við jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar og þar af leiðandi ólögmæt. Innlent 27. júní 2023 16:48
Marabou og Daim mun hverfa úr hillum IKEA Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA hyggst taka vörur frá súkkulaðirisanum Mondelez úr sölu. Fyrirtækið er enn með umsvifamikla starfsemi í Rússlandi og greiðir skatta til rússneska ríkisins. Neytendur 27. júní 2023 16:31
Ólögmæt notkun Stjörnugríss á íslenska fánanum Neytendastofa hefur bannað Stjörnugrís að merkja Smass-hamborgara sína með íslenska fánanum þar sem kjötið er ekki alíslenskt. Neytendastofa segir fyrirtækið stunda óréttmæta viðskiptahætti sökum villandi upplýsinga þar sem hamborgararnir eru að mestu úr þýsku nautakjöti. Viðskipti innlent 26. júní 2023 15:35
Ekkert áfengi og minna kjöt en meira af fiski og baunum Það er best fyrir heilsu manna og umhverfið að þeir neyti sem mest af matvælum úr jurtaríkinu, borði mikið af fiski og dragi úr kjötáti. Þetta eru niðurstöður sérfræðinga sem hafa lagst yfir vísindalegar rannsóknir um áhrif matvæla á heilsu. Innlent 20. júní 2023 11:45
Tvöfaldur verðmunur á dýrustu og ódýrustu sundlauginni Sundlaugarnar tvær á Akranesi eru ódýrustu sundlaugar landsins. Lýsulaug á Snæfellsnesi og Skeiðalaug í uppsveitum Árnessýslu eru þær dýrustu. Verðmunurinn er rúmlega tvöfaldur. Innlent 20. júní 2023 07:00
„Við erum ekki komin á markað til að stela einhverjum bílstjórum“ Hopp leigubílar hófu formlega innreið sína á markaðinn í vikunni en stóra prófraunin var um helgina enda mesta álagið í tengslum við skemmtanalífið um helgar. Framkvæmdastjórinn segir helgina hafa gengið vel þrátt fyrir að hafa alls ekki náð að anna eftirspurn. Um 66% þeirra sem reyndu að panta sér far um helgina fengu ekki ferðina sína. Viðskipti innlent 19. júní 2023 20:00
Mun ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp Samgöngustofa hlutast ekki til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði á meðan þær rúmast innan laga og reglna. Stofnunin mun því ekki bregðast við ákvörðun Hreyfils um að meina bílstjórum sínum um að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. Viðskipti innlent 19. júní 2023 14:40
Strætó appinu lokað og Klappið eitt eftir Stjórn Strætó hefur tekið ákvörðun um að loka gamla Strætó appinu þann 1. júlí næstkomandi og mun Klappið taka alfarið við. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 19. júní 2023 14:14
Best að líta á sparnaðarreikninga eins og bland í poka Lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir erfitt að svara því hvort best sé að velja sér óverðtryggða eða verðtryggða sparnaðarreikninga á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Hann segir best að vera með eins fjölbreytta sparnaðarreikninga og hægt er, líkt og um bland í poka væri að ræða. Viðskipti innlent 18. júní 2023 11:01
Ís í brauðformi búinn að rjúfa þúsund króna múrinn Stór ís í brauðformi með súkkulaðidýfu og lakkrískurli hefur rofið þúsund króna múrinn víða í ísbúðum á höfuðborgarsvæðinu á meðan stór bragðarefur kostar sum staðar meira en tvö þúsund krónur. Vísir gerði óformlega verðkönnun meðal nokkurra ísbúða en þar er skammt stórra högga á milli, ísinn hefur hækkað í verði eins og flestar vörur landsins. Neytendur 17. júní 2023 20:00
Spyr hvort Hreyfli sé heimilt að meina bílstjórum að skrá sig hjá Hopp Framkvæmdastjóri Hopp leigubíla segist ekki rangtúlka lög um leigubíla líkt og framkvæmdastjóri Hreyfils hefur haldið fram. Stöðvaskylda sem framkvæmdastjórinn vísi til hafi breyst og nú megi leigubílstjórar vera skráðir á fleiri en einni stöð og vera sjálfstætt starfandi. Hún spyr sig hvort Hreyfill megi í raun meina bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. Viðskipti innlent 16. júní 2023 16:00
Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. Viðskipti innlent 16. júní 2023 10:51
Aldrei jafn margir með sparnaðarreikning eins og á síðustu og verstu Óverðtryggður sparnaðarreikningur Íslandsbanka er orðinn sá stærsti á einstaklingssviði bankans. Framkvæmdastjóri einstaklingssviðsins segir verðbólgutíð þar spila stærstan þátt. Aldrei hafi eins margir spáð í sparnað og nú. Neytendur 16. júní 2023 07:01
Láta aftur reyna á lögmæti uppgreiðslugjalda ÍL-sjóðs Þrettán mál hafa verið þingfest fyrir Héraðsdómir Reykjavíkur þar sem menn hyggjast láta reyna á uppgreiðslugjald lána Íbúðalánasjóðs (ÍL-sjóðs). Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða rúm 12 prósent af eftirstöðum láns í uppgreiðslugjald. Innlent 16. júní 2023 06:43
Skoðar að selja áfengi til matvöruverslana Forstjóri Ölgerðarinnar segir að fyrirtækið geti ekki annað en skoðað það hvort hægt verði að selja áfengi til matvöruverslana í kjölfar yfirlýsingar ráðherra um lögmæti sölunnar. Ölgerðin hefur hingað til ekki selt áfengi til netverslana vegna óvissu um lögmæti hennar. Viðskipti innlent 15. júní 2023 16:47
Bílstjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að fyrirtækið samþykki ekki að leigubílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir framkvæmdastjóra Hopp rangtúlka lög um leigubíla. Viðskipti innlent 15. júní 2023 14:42
Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. Viðskipti innlent 15. júní 2023 13:00
Fyrirframákveðið gjald og stjörnugjöf í nýju leigubílaforriti Samkeppni á leigubílamarkaði höfuðborgarsvæðisins jókst í dag þegar Hopp leigubílar hófu starfsemi. Fyrirtækið ætlar sér meðal annars að mæta mikilli eftirspurn eftir leigubílum í miðborginni um helgar. Viðskipti innlent 14. júní 2023 21:17
Níu milljónir ferna drukknar af Kókómjólk árlega Því er núna fagnað að Kókómjólkin á fimmtíu ára afmæli en hún hefur alltaf verið framleidd í mjólkurbúinu á Selfossi. Í dag eru um níu milljónir ferna drukknar af Kókómjólk á ári en Kókómjólkin er eitt dýrmætasta vörumerki Mjólkursamsölunnar í dag. Viðskipti innlent 14. júní 2023 20:31
Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. Neytendur 14. júní 2023 15:51
Sláandi munur á risarækjum sem kostuðu jafnmikið Eyþór Jóvinsson, bóksali, birti færslu á Facebook í dag þar sem hann vakti athygli á sláandi mun á tveimur risarækjuréttum sem hann borðaði. Réttirnir kostuðu báðir 3500 krónur en munurinn á framsetningu og bragði var gífurlegur. Neytendur 14. júní 2023 12:40
Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. Neytendur 13. júní 2023 14:03
Samningi rift vegna kaupa á pug-hundi sem reyndist fatlaður Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur viðurkennt rétt manns til að rifta samningi um kaup á hreinræktuðum hundi af tegundinni pug þar sem í ljós hafi komið að hundurinn hafi reynst fatlaður. Neytendur 12. júní 2023 08:33
Segir verðbreytingar eðlilegar og til marks um mikla samkeppni Framkvæmdastjóri Krónunnar hafnar því að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð eftir að ný verðgátt fór í loftið. Verðbreytingar séu eðlilegar og til marks um mikla samkeppni. Samkeppniseftirlitið mun fylgjast með framvindu mála. Neytendur 9. júní 2023 20:01
Innkalla spínatpasta vegna aðskotahluta Heildsalan Danól ehf. hefur innkallað spínatpasta frá vörumerkinu Pastella í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Ástæðan er sú að málmagnir fundust í vörunni, samkvæmt tilkynningu frá eftirlitinu. Neytendur 9. júní 2023 15:40
Alvarleg staða ríki á fákeppnismarkaði Alvarleg staða ríkir á fákeppnismarkaði og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja lítil að sögn formanns VR sem segir vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt nokkrum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi, óásættanlegar. Auka verði samkeppni. Neytendur 9. júní 2023 13:30
Farþegar reiðir leiguflugvélum Icelandair Upp á síðkastið hafa nokkrar flugferðir Icelandair verið með óhefðbundnu sniði en félagið leigir nú flota frá búlgarska flugfélaginu Fly2Sky auk þess sem Dash8 Q400 vél úr innanlandsflugi var bætt við flotann. Flugvélarnar sem um ræðir eru að sögn ósáttra farþega minni, háværari og ekki er boðið upp á skemmtikerfi á sætisbökum, sem er eitt aðaleinkenni Icelandair flugvéla. Neytendur 9. júní 2023 12:16
Tók eftir lækkunum samkeppnisaðila í aðdraganda Verðgáttar Framkvæmdastjóri Bónus segist hafa tekið eftir verðbreytingum hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda birtingu Verðgáttar. Rekstrarstjóri Nettó vísar ásökununum á bug. Neytendur 8. júní 2023 21:01