Sektuð fyrir að segjast vera best Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. desember 2024 13:35 Helga Braga hefur verið áberandi í markaðsefni Guide to Europe. Vísir/Sara Neytendastofa hefur sektað eigendur Guide to Europe um sjö hundruð þúsund krónur vegna ósannaðra og villandi fullyrðinga í markaðsefni. Stofnunin hefur einnig bannað Guide to Europe að birta slíkar fullyrðingar. Neytendastofa tók ákvörðun gagnvart Travelshift vegna fullyrðinga í markaðsefni, upplýsinga í samningi um pakkaferðir og verðframsetningu á vefsíðu Guide to Europe. Samkvæmt úrskurði Neytendastofu hefur ferðaskrifstofan Guide to Europe, sem er í eigu Travelshift, ítrekað auglýst að þau bjóði upp á bestu ferðirnar, til dæmis bestu hótelin, flugin og skoðunarferðir. Matið að ferðirnar séu bestar byggir einungis á einkunnum annarra notenda en ekki hlutlægum samanburði. Fullyrðingar ferðaskrifstofunnar séu til dæmis „Bestu borgarferðir í Evrópu“ og „Allt sem þú þarft, á einum stað, fyrir draumaævintýrið í Evrópu (og lægstu verðin líka!). Sem stærsta ferðamarkaðstorg Evrópu, leitum við hjá yfir 2.000.000 ferðaþjónustuaðilum til að finna fyrir þig besta kostinn á besta verðinu - alltaf.“ Í svari Travelshift til Neytendastofu segir ferðaskrifstofan að félagið bjóði í raun upp á bestu ferðirnar miðað við einkunnir sem notendur gefa þjónustunum. Þá komi það fram í sammanburðarskýrslu þriðja aðila að í langflestum tilfellum bjóði Guide to Europe upp á ódýrasta kostinn. Ingólfur Abraham Shahin á meirihluta í Travelshift.Guide to Iceland Neytendastofa telur hins vegar að með því að birta fullyrðingar um mesta úrvalið og ódýrustu, lægstu og bestu verðin hafi félagið brotið lög. Ekki hafi verið til nægilegar sannanir fyrir því að Guide to Europe byði í raun upp á bestu ferðirnar og verðin. Það sé skylda auglýsenda að sanna fullyrðingar sem settar eru fram í markaðsefni. Mismunandi þjónustustig í samanburðarkönnun Samanburðarkönnun á verði fjögurra innlendra ferðaskrifstofa auk Guide to Europe hafi verið framkvæmd. Í sextíu af 74 pakkaferðum hafi Guide to Europe verið ódýrasti valkosturinn. Pakkaferðirnar sem bornar voru saman innihéldu allar sömu ferðtengdu þjónustuna, á sama svæði og á sömu dagsetningum. Hins vegar gat staðsetning gististaðanna, innifalin þjónusta og flugferðir í pakkaferðunum verið ólík milli ferðaskrifstofanna. Í þessari samanburðarkönnun var hægt að bera saman pakkaferðir sem buðu upp á beint flug við þær sem buðu upp á millilendingu. Neytendastofa setur athugasemdir við samanburð pakkaferða fyrst að þjónustustigið var ólíkt. Villandi upplýsingar um verð Á síðu Guide to Europe voru verð ferðalaga tilgreind ásamt fullyrðingunni „með hæstu einkunn í Evrópu.“ Hins vegar til að fá tilgreint verð þurfti að velja þjónustu, svo sem hótelgistingu, með mun lakari einkunn. Neytendastofa tók dæmi þar sem til að fá tilgreint verð þurfti að velja hótel með 2,0 í umsagnareinkunn í staðinn fyrir annað hótel sem fékk 4,2. Neytendastofa segir Guide to Europe veita villandi upplýsingar um verð og hafi þetta áhrif á viðskiptaákvörðun neytenda ásamt því að raska fjárhagslegri hegðun neytenda. Travelshift brjóti því lög með verðframsetningunni. Að auki gerði Neytendastofa athugasemd við að skilmálar Guide to Europe væru á ensku. Gerði ferðaskrifstofan breytingu á skilmálunum en telur Neytendastofa ýmis hugtök hafa brenglast í þýðingunni. Orðalagið sé þá óskýrt og sé ítrekað vísað í hliðarskilmála. Skilmálarnir uppfylla því ekki skilyrðin að samningur um pakkaferð skuli vera skýr og á skiljanlegu og greinargóðu máli. Þetta raski verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Banna fullyrðingarnar Vegna þessara lögbrota bannar Neytendastofa Travelshift að birta fullyrðingarnar. Þá á félagið að laga skilmálana til að þeir séu í samræmi við lög. Brotið sé talið umfangsmikið og hafi það áhrif á breiðan hóp neytenda. Hér má lesa fullyrðingarnar sem birst höfðu í auglýsingum sem að Neytendastofa óskaði eftir sönnun fyrir: 1. „Bestu borgarferðir í Evrópu. Skoðaðu heimsins mesta úrval borgarferða til Evrópu. Borgarferðir með hæstu einkunn í Evrópu.“ 2. „Bestu sólarferðir í Evrópu. Skoðaðu heimsins mesta úrval sólarferða til Evrópu. Sólarferðir með hæstu einkunn í Evrópu.“ 3. „Bestu bílferðalög í Evrópu. Skoðaðu heimsins mesta úrval bílferðalaga til Evrópu. Bílferðalög með hæstu einkunn í Evrópu.“ 4. „Bestu skíðaferðir í Evrópu. Skoðaðu heimsins mesta úrval skíðaferða til Evrópu Skíðaferðir með hæstu einkunn í Evrópu.“ 5. „Bestu ódýru frí í Evrópu. Skoðaðu heimsins mesta úrval ódýrra fría til Evrópu. Ódýr frí með hæstu einkunn í Evrópu“ 6. „Bestu lúxusferðir í Evrópu. Skoðaðu heimsins mesta úrval lúxusferða til Evrópu. Lúxusferðir með hæstu einkunn í Evrópu.“ 7. „Bestu pakkaferðir í Evrópu. Skoðaðu heimsins mesta úrval pakkaferða til Evrópu. Pakkaferðir með hæstu einkunn í Evrópu“ 8. „Bókaðu bestu flugin til Evrópu á stærsta ferðamarkaði Evrópu!“ 9. „Finndu bestu hótelin og gististaðina á yfir 2000 áfangastöðum í Evrópu.“ 10. „Finndu bestu skoðunarferðirnar á yfir 11.821 áfangastöðum í Evrópu.“ Neytendur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Neytendastofa tók ákvörðun gagnvart Travelshift vegna fullyrðinga í markaðsefni, upplýsinga í samningi um pakkaferðir og verðframsetningu á vefsíðu Guide to Europe. Samkvæmt úrskurði Neytendastofu hefur ferðaskrifstofan Guide to Europe, sem er í eigu Travelshift, ítrekað auglýst að þau bjóði upp á bestu ferðirnar, til dæmis bestu hótelin, flugin og skoðunarferðir. Matið að ferðirnar séu bestar byggir einungis á einkunnum annarra notenda en ekki hlutlægum samanburði. Fullyrðingar ferðaskrifstofunnar séu til dæmis „Bestu borgarferðir í Evrópu“ og „Allt sem þú þarft, á einum stað, fyrir draumaævintýrið í Evrópu (og lægstu verðin líka!). Sem stærsta ferðamarkaðstorg Evrópu, leitum við hjá yfir 2.000.000 ferðaþjónustuaðilum til að finna fyrir þig besta kostinn á besta verðinu - alltaf.“ Í svari Travelshift til Neytendastofu segir ferðaskrifstofan að félagið bjóði í raun upp á bestu ferðirnar miðað við einkunnir sem notendur gefa þjónustunum. Þá komi það fram í sammanburðarskýrslu þriðja aðila að í langflestum tilfellum bjóði Guide to Europe upp á ódýrasta kostinn. Ingólfur Abraham Shahin á meirihluta í Travelshift.Guide to Iceland Neytendastofa telur hins vegar að með því að birta fullyrðingar um mesta úrvalið og ódýrustu, lægstu og bestu verðin hafi félagið brotið lög. Ekki hafi verið til nægilegar sannanir fyrir því að Guide to Europe byði í raun upp á bestu ferðirnar og verðin. Það sé skylda auglýsenda að sanna fullyrðingar sem settar eru fram í markaðsefni. Mismunandi þjónustustig í samanburðarkönnun Samanburðarkönnun á verði fjögurra innlendra ferðaskrifstofa auk Guide to Europe hafi verið framkvæmd. Í sextíu af 74 pakkaferðum hafi Guide to Europe verið ódýrasti valkosturinn. Pakkaferðirnar sem bornar voru saman innihéldu allar sömu ferðtengdu þjónustuna, á sama svæði og á sömu dagsetningum. Hins vegar gat staðsetning gististaðanna, innifalin þjónusta og flugferðir í pakkaferðunum verið ólík milli ferðaskrifstofanna. Í þessari samanburðarkönnun var hægt að bera saman pakkaferðir sem buðu upp á beint flug við þær sem buðu upp á millilendingu. Neytendastofa setur athugasemdir við samanburð pakkaferða fyrst að þjónustustigið var ólíkt. Villandi upplýsingar um verð Á síðu Guide to Europe voru verð ferðalaga tilgreind ásamt fullyrðingunni „með hæstu einkunn í Evrópu.“ Hins vegar til að fá tilgreint verð þurfti að velja þjónustu, svo sem hótelgistingu, með mun lakari einkunn. Neytendastofa tók dæmi þar sem til að fá tilgreint verð þurfti að velja hótel með 2,0 í umsagnareinkunn í staðinn fyrir annað hótel sem fékk 4,2. Neytendastofa segir Guide to Europe veita villandi upplýsingar um verð og hafi þetta áhrif á viðskiptaákvörðun neytenda ásamt því að raska fjárhagslegri hegðun neytenda. Travelshift brjóti því lög með verðframsetningunni. Að auki gerði Neytendastofa athugasemd við að skilmálar Guide to Europe væru á ensku. Gerði ferðaskrifstofan breytingu á skilmálunum en telur Neytendastofa ýmis hugtök hafa brenglast í þýðingunni. Orðalagið sé þá óskýrt og sé ítrekað vísað í hliðarskilmála. Skilmálarnir uppfylla því ekki skilyrðin að samningur um pakkaferð skuli vera skýr og á skiljanlegu og greinargóðu máli. Þetta raski verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Banna fullyrðingarnar Vegna þessara lögbrota bannar Neytendastofa Travelshift að birta fullyrðingarnar. Þá á félagið að laga skilmálana til að þeir séu í samræmi við lög. Brotið sé talið umfangsmikið og hafi það áhrif á breiðan hóp neytenda. Hér má lesa fullyrðingarnar sem birst höfðu í auglýsingum sem að Neytendastofa óskaði eftir sönnun fyrir: 1. „Bestu borgarferðir í Evrópu. Skoðaðu heimsins mesta úrval borgarferða til Evrópu. Borgarferðir með hæstu einkunn í Evrópu.“ 2. „Bestu sólarferðir í Evrópu. Skoðaðu heimsins mesta úrval sólarferða til Evrópu. Sólarferðir með hæstu einkunn í Evrópu.“ 3. „Bestu bílferðalög í Evrópu. Skoðaðu heimsins mesta úrval bílferðalaga til Evrópu. Bílferðalög með hæstu einkunn í Evrópu.“ 4. „Bestu skíðaferðir í Evrópu. Skoðaðu heimsins mesta úrval skíðaferða til Evrópu Skíðaferðir með hæstu einkunn í Evrópu.“ 5. „Bestu ódýru frí í Evrópu. Skoðaðu heimsins mesta úrval ódýrra fría til Evrópu. Ódýr frí með hæstu einkunn í Evrópu“ 6. „Bestu lúxusferðir í Evrópu. Skoðaðu heimsins mesta úrval lúxusferða til Evrópu. Lúxusferðir með hæstu einkunn í Evrópu.“ 7. „Bestu pakkaferðir í Evrópu. Skoðaðu heimsins mesta úrval pakkaferða til Evrópu. Pakkaferðir með hæstu einkunn í Evrópu“ 8. „Bókaðu bestu flugin til Evrópu á stærsta ferðamarkaði Evrópu!“ 9. „Finndu bestu hótelin og gististaðina á yfir 2000 áfangastöðum í Evrópu.“ 10. „Finndu bestu skoðunarferðirnar á yfir 11.821 áfangastöðum í Evrópu.“
1. „Bestu borgarferðir í Evrópu. Skoðaðu heimsins mesta úrval borgarferða til Evrópu. Borgarferðir með hæstu einkunn í Evrópu.“ 2. „Bestu sólarferðir í Evrópu. Skoðaðu heimsins mesta úrval sólarferða til Evrópu. Sólarferðir með hæstu einkunn í Evrópu.“ 3. „Bestu bílferðalög í Evrópu. Skoðaðu heimsins mesta úrval bílferðalaga til Evrópu. Bílferðalög með hæstu einkunn í Evrópu.“ 4. „Bestu skíðaferðir í Evrópu. Skoðaðu heimsins mesta úrval skíðaferða til Evrópu Skíðaferðir með hæstu einkunn í Evrópu.“ 5. „Bestu ódýru frí í Evrópu. Skoðaðu heimsins mesta úrval ódýrra fría til Evrópu. Ódýr frí með hæstu einkunn í Evrópu“ 6. „Bestu lúxusferðir í Evrópu. Skoðaðu heimsins mesta úrval lúxusferða til Evrópu. Lúxusferðir með hæstu einkunn í Evrópu.“ 7. „Bestu pakkaferðir í Evrópu. Skoðaðu heimsins mesta úrval pakkaferða til Evrópu. Pakkaferðir með hæstu einkunn í Evrópu“ 8. „Bókaðu bestu flugin til Evrópu á stærsta ferðamarkaði Evrópu!“ 9. „Finndu bestu hótelin og gististaðina á yfir 2000 áfangastöðum í Evrópu.“ 10. „Finndu bestu skoðunarferðirnar á yfir 11.821 áfangastöðum í Evrópu.“
Neytendur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira