Clippers hafði betur í stórleik helgarinnar Tvö af bestu liðum NBA deildarinnar um þessar mundir mættust í Los Angeles í nótt þegar Los Angeles Clippers tók á móti Philadelphia 76ers. Körfubolti 28. mars 2021 09:31
Sigurganga Utah Jazz heldur áfram og meistararnir aftur á sigurbraut Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt þar sem meistarar Los Angeles Lakers komust aftur á sigurbraut og Utah Jazz hélt áfram að styrkja stöðu sína á toppi Vesturdeildarinnar. Körfubolti 27. mars 2021 09:30
NBA dagsins: Refurinn skaut nýbólusetta Warriors leikmenn á bólakaf De'Aaron Fox er á góðri leið að komast í hóp stórstjarna NBA-deildarinnar eftir frammistöðu sína í síðustu leikjum. Hann hefur aldrei skorað meira í einum leik en á móti Golden State Warriors í nótt. Körfubolti 26. mars 2021 15:01
Rondo er kominn aftur til LA og Orlando Magic sá á eftir þremur stjörnum Lokadagurinn til að skipta á leikmönnum í NBA deildinni í gær og það er óhætt að segja að mikið hafi gengið á undir lokin. Körfubolti 26. mars 2021 07:45
Ekki svo gamall liðsfélagi var Lakers liðinu erfiður í enn einu tapinu Það er ólíkt komið með Los Angeles liðunum í NBA deildinni í körfubolta þessa dagana. Clippers er komið á flug á meðan Lakers tapar öllum leikjum sínum án þeirra LeBron James og Anthony Davis. De'Aaron Fox átti magnaðan leik á móti Golden State í nótt. Körfubolti 26. mars 2021 07:30
Vucevic til Bulls | Rondo á leið til Clippers og Lou Williams til Atlanta Hawks Í dag er síðasti dagurinn þar sem lið geta skipt á leikmönnum í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 25. mars 2021 20:15
NBA dagins: Bauluðu á gömlu hetjuna sína en fengu bara skell í andlitið Kawhi Leonard var aðalmaðurinn þegar San Antonio Spurs varð síðast NBA-meistari í körfubolta en það voru engar hetjumóttökur sem kappinn fékk í San Antonio í nótt. Körfubolti 25. mars 2021 15:01
Áttundi sigurinn í röð hjá Giannis og félögum en litlu munaði Leikmenn Milwaukee Bucks er á mikilli sigurgöngu í NBA deildinni í körfubolta en voru næstum því búnir að henda frá sér sigrinum í nótt. Körfubolti 25. mars 2021 07:30
NBA dagsins: Harden landaði sigri án Durant og Irving og líka án þessa að hitta James Harden hélt uppi leik Brooklyn Nets í fjarveru stórstjarnanna Kevin Durant og Kyrie Irving. Það er óhætt að segja að Nets-liðið sé að breytast í liðið hans Harden. Körfubolti 24. mars 2021 15:00
Lakers tapar og tapar án LeBrons James og tólfta þrenna Jokic Það gengur ekkert hjá NBA meisturum Los Angeles Lakers eftir að liðið missti LeBron James í meiðsli í viðbót við það að missa Anthony Davis. Körfubolti 24. mars 2021 07:30
NBA dagsins: Einn af skemmtilegustu leikjunum á ferlinum Ein löng sigurganga og ein miklu lengri taphrina enduðu í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 23. mars 2021 15:01
Einn sá besti í NBA sögunni lést í gær Heiðurshallarmeðlimurinn Elgin Baylor er látinn 86 ára gamall. NBA fjölskyldan minnist hans og sendir aðstandendum hans samúðarkveðjur. Körfubolti 23. mars 2021 08:01
Houston tókst loksins að vinna leik eftir tuttugu töp í röð Houston Rockets vann langþráðan sigur í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Los Angeles Clippers endaði átta leikja sigurgöngu Atlanta Hawks með magnaðri endurkomu í seinni hálfleik. Körfubolti 23. mars 2021 07:30
Fékk sex milljóna sekt fyrir að henda grímunni sinni upp í stúku Nick Nurse gerði Toronto Raptors að NBA-meisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið en nú gengur allt á afturfótunum hjá liðinu. Körfubolti 22. mars 2021 16:31
NBA dagsins: Chris Paul komst í fámennan klúbb með hollí hú sendingu Chris Paul varð í nótt aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem nær að gefa tíu þúsund stoðsendingar en því náði hann í leik með Phoenix Suns á móti Los Angeles Lakers. Körfubolti 22. mars 2021 15:01
„Missti töluna“ og vissi ekki að hann gat náð metinu hjá Boston Celtics Lið Los Angeles Lakers byrjar ekki vel án LeBrons James og Jaylen Brown var með skotsýningu í sigri Boston Celtics í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Russell Westbrook og Nikola Jokic voru báðir með þrennur í tapleikjum. Chris Paul gaf stoðsendingu númer tíu þúsund í sigri Phoenix Suns. Körfubolti 22. mars 2021 07:31
LeBron ekki brotinn en gæti verið lengi frá LeBron James, leikmaður Los Angeles Lakers, fór meiddur af velli í tapi liðsins gegn Atlanta Hawks. LeBron snéri sig á ökkla en röntgen myndir sýna að hann er ekki brotinn. Hann gæti þó verið frá í allt að þrjá mánuði. Körfubolti 21. mars 2021 11:31
NBA dagsins: Meiddur LeBron, sex í röð hjá Bucks og stórsigur Clippers Atlanta Hawks vann sinn áttunda leik í röð þegar þeir heimsóttu Los Angeles Lakers. Lokatölur 99-94, en stóru fréttirnar þær að LeBron James þurfti að yfirgefa völlinn þegar hann snéri sig á ökkla. Ekki er vitað hvað hann verður lengi frá. Körfubolti 21. mars 2021 09:30
NBA dagsins: Framlenging í Denver, Boston basl og sigurganga Spurs Boston Celtics tapaði gegn Scramento Kings í nótt og hafa nú tapað þrem leikjum í röð. Denver Nuggets sigraði í Chicago eftir framlengdan leik og San Antonio Spurs eru nú komnir með þrjá sigurleiki í röð eftir góða ferð til Cleveland. Körfubolti 20. mars 2021 09:37
NBA dagsins: „Barnaskapur“ Fourniers, tröllatilþrif LeBrons og tap toppliðsins New York Knicks vann nauman sigur á Orlando Magic, 94-93, í Madison Square Garden í gær eftir slæm mistök Evan Fournier á lokasekúndunum. Körfubolti 19. mars 2021 15:31
James kom Lakers nær toppsætinu Meistarar Los Angeles Lakers komu sér upp í 2. sæti vesturdeildar með 116-105 sigri á Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var fjórði sigur Lakers í röð. Körfubolti 19. mars 2021 07:31
NBA dagsins: Grikkinn sat ekki auðum höndum og Harden og Doncic voru í fjörutíu stiga ham Það var nóg af glæsilegum tilþrifum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Giannis Antetokounmpo, James Harden og Luka Doncic eru fyrirferðarmiklir í NBA dagsins hér á Vísi. Körfubolti 18. mars 2021 15:31
Vanessa Bryant opinberaði nöfn þeirra sem mynduðu Kobe á slysstaðnum Vanessa Bryant birti í nótt nöfn þeirra sem tóku myndir af líkamsleifum Kobe Bryant og annarra á slysstaðnum þar sem NBA goðsögnin fórst í þyrluslysi ásamt dóttur sinni og sjö öðrum fyrir rúmu ári síðan. Körfubolti 18. mars 2021 11:01
Lamaðist þegar bíl var ekið aftan á hann Shawn Bradley, fyrrverandi NBA-leikmaður Dallas Mavericks og einn af körfuboltamönnunum í kvikmyndinni Space Jam, er lamaður eftir að bifreið var ekið aftan á hann á reiðhjóli. Körfubolti 18. mars 2021 08:02
Sakaður um vanvirðingu eftir hetjuskap í sigri Bucks Giannis Antetokounmpo átti mestan heiður að sigri Milwaukee Bucks í framlengdum leik gegn Philadelphia 76ers í nótt, 109-105. Hegðun hans undir lok leiks vakti litla kátínu heimamanna. Körfubolti 18. mars 2021 07:31
NBA dagsins: Lillard nýtti sér stór mistök, Philadelphia slapp með skrekkinn og Utah vann Boston Það var spenna í leikjum næturinnar í NBA-deildarinnar í körfubolta og í NBA dagsins hér á Vísi má sjá bæði mistök og glæsileg tilþrif. Damian Lillard var senuþjófurinn með 50 stiga leik. Körfubolti 17. mars 2021 15:01
Með fimmtíu stig og stáltaugar í lokin „Þetta er leikur sem ég á eftir að muna eftir,“ sagði Damian Lillard eftir að hafa bjargað Portland Trail Blazers um sigur með kynngimagnaðri frammistöðu gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 17. mars 2021 07:30
NBA dagsins: Nets sluppu með skrekkinn og Antetokounmpo með þrennu þriðja leikinn í röð Spennandi New York-slagur, þriðja þrennan í röð frá Giannis Antekounmpo og öruggur sigur meistara Los Angeles Lakers eru meðal þess sem sjá má í NBA dagsins hér á Vísi. Körfubolti 16. mars 2021 15:00
Brooklyn vann baráttuna um New York og rýkur upp Línurnar eru teknar að skýrast í NBA-deildinni í körfubolta en liðin í efsta hlutanum í bæði vestur- og austurdeild fögnuðu sigri í nótt. Körfubolti 16. mars 2021 07:31
NBA dagsins: Curry afgreiddi toppliðið í afmælisskónum frá krökkunum Stephen Curry hélt upp á 33 ára afmæli sitt með stæl þegar Golden State Warriors unnu Utah Jazz í nótt. Körfubolti 15. mars 2021 15:00