Sá sem fékk COVID-19 og „stoppaði“ NBA á sínum tíma er aftur smitaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2022 13:32 Rudy Gobert (númer 27) í leik með of the Utah Jazz á móti Portland Trail Blazers. Hér er hann nýbúinn að troða boltanum í körfu mótherjanna. Getty/Soobum Franski miðherjinn Rudy Gobert hjá Utah Jazz er aftur smitaður af kórónuveirunni. Þegar það gerðist fyrst hafði það gríðarlegar afleiðingar fyrir NBA-deildina. Gobert var settir á kórónuveirulista NBA deildarinnar í gær en enginn slíkur listi var til þegar hann fékk veiruna 11. mars 2020. Í framhaldinu var tekin sú ákvörðun að hætta leik í NBA-deildinni og alls varð fjögurra mánaða hlé á henni áður en hún var kláruð seint um sumarið í Walt Disney garðinum í Flórída fylki. Rudy Gobert has entered health and safety protocols, the team announced.Gobert had two negative rapid tests on Wednesday, but a PCR test has since returned positive for COVID-19. pic.twitter.com/gxChOQYhEE— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) January 6, 2022 Smitið hans vakti sérstaka athygli því nokkrum dögum fyrr hafði hann gert lítið úr smithættunni með því að snerta alla hljóðnema fjölmiðlafólks á blaðamannafundi. Gobert verður ekki með Utah Jazz í kvöld en ekki er vitað hversu lengi hann verður frá. Gobert spilaði ekki síðasta leik Utah Jazz liðsins á móti Denver á miðvikudagskvöldið vegna veikinda og seinna kom síðan í ljós að hann væri með COVID-19. The first time Rudy Gobert tested positive for COVID-19, the NBA didn t even have health and safety protocols. It shut down the league instead. This time, the Utah Jazz center might just miss a few days.https://t.co/isFit33jUV— AP Sports (@AP_Sports) January 6, 2022 Hann bætti þar með í hóp með liðsfélaga sínum Joe Ingles en í upphafi vikunnar var Utah Jazz eina liðið í NBA-deildinni sem var ekki með leikmann á kórónuveirulista NBA. Rudy Gobert er 29 ára og 216 sentimetra miðherji sem hefur þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður NBA-deildarinnar. Hann er með 15,5 stig, 15,1 frákast og 2,3 varin skot að meðaltali í leik á þessu tímabili. 125 leikmenn í NBA-deildinni voru á listanum í miðri síðustu viku en sá fjöldi var kominn niður í 56 í gærkvöldi. Alls hafa um þrjú hundruð leikmenn NBA smitast. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Gobert var settir á kórónuveirulista NBA deildarinnar í gær en enginn slíkur listi var til þegar hann fékk veiruna 11. mars 2020. Í framhaldinu var tekin sú ákvörðun að hætta leik í NBA-deildinni og alls varð fjögurra mánaða hlé á henni áður en hún var kláruð seint um sumarið í Walt Disney garðinum í Flórída fylki. Rudy Gobert has entered health and safety protocols, the team announced.Gobert had two negative rapid tests on Wednesday, but a PCR test has since returned positive for COVID-19. pic.twitter.com/gxChOQYhEE— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) January 6, 2022 Smitið hans vakti sérstaka athygli því nokkrum dögum fyrr hafði hann gert lítið úr smithættunni með því að snerta alla hljóðnema fjölmiðlafólks á blaðamannafundi. Gobert verður ekki með Utah Jazz í kvöld en ekki er vitað hversu lengi hann verður frá. Gobert spilaði ekki síðasta leik Utah Jazz liðsins á móti Denver á miðvikudagskvöldið vegna veikinda og seinna kom síðan í ljós að hann væri með COVID-19. The first time Rudy Gobert tested positive for COVID-19, the NBA didn t even have health and safety protocols. It shut down the league instead. This time, the Utah Jazz center might just miss a few days.https://t.co/isFit33jUV— AP Sports (@AP_Sports) January 6, 2022 Hann bætti þar með í hóp með liðsfélaga sínum Joe Ingles en í upphafi vikunnar var Utah Jazz eina liðið í NBA-deildinni sem var ekki með leikmann á kórónuveirulista NBA. Rudy Gobert er 29 ára og 216 sentimetra miðherji sem hefur þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður NBA-deildarinnar. Hann er með 15,5 stig, 15,1 frákast og 2,3 varin skot að meðaltali í leik á þessu tímabili. 125 leikmenn í NBA-deildinni voru á listanum í miðri síðustu viku en sá fjöldi var kominn niður í 56 í gærkvöldi. Alls hafa um þrjú hundruð leikmenn NBA smitast.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti