Sá sem fékk COVID-19 og „stoppaði“ NBA á sínum tíma er aftur smitaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2022 13:32 Rudy Gobert (númer 27) í leik með of the Utah Jazz á móti Portland Trail Blazers. Hér er hann nýbúinn að troða boltanum í körfu mótherjanna. Getty/Soobum Franski miðherjinn Rudy Gobert hjá Utah Jazz er aftur smitaður af kórónuveirunni. Þegar það gerðist fyrst hafði það gríðarlegar afleiðingar fyrir NBA-deildina. Gobert var settir á kórónuveirulista NBA deildarinnar í gær en enginn slíkur listi var til þegar hann fékk veiruna 11. mars 2020. Í framhaldinu var tekin sú ákvörðun að hætta leik í NBA-deildinni og alls varð fjögurra mánaða hlé á henni áður en hún var kláruð seint um sumarið í Walt Disney garðinum í Flórída fylki. Rudy Gobert has entered health and safety protocols, the team announced.Gobert had two negative rapid tests on Wednesday, but a PCR test has since returned positive for COVID-19. pic.twitter.com/gxChOQYhEE— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) January 6, 2022 Smitið hans vakti sérstaka athygli því nokkrum dögum fyrr hafði hann gert lítið úr smithættunni með því að snerta alla hljóðnema fjölmiðlafólks á blaðamannafundi. Gobert verður ekki með Utah Jazz í kvöld en ekki er vitað hversu lengi hann verður frá. Gobert spilaði ekki síðasta leik Utah Jazz liðsins á móti Denver á miðvikudagskvöldið vegna veikinda og seinna kom síðan í ljós að hann væri með COVID-19. The first time Rudy Gobert tested positive for COVID-19, the NBA didn t even have health and safety protocols. It shut down the league instead. This time, the Utah Jazz center might just miss a few days.https://t.co/isFit33jUV— AP Sports (@AP_Sports) January 6, 2022 Hann bætti þar með í hóp með liðsfélaga sínum Joe Ingles en í upphafi vikunnar var Utah Jazz eina liðið í NBA-deildinni sem var ekki með leikmann á kórónuveirulista NBA. Rudy Gobert er 29 ára og 216 sentimetra miðherji sem hefur þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður NBA-deildarinnar. Hann er með 15,5 stig, 15,1 frákast og 2,3 varin skot að meðaltali í leik á þessu tímabili. 125 leikmenn í NBA-deildinni voru á listanum í miðri síðustu viku en sá fjöldi var kominn niður í 56 í gærkvöldi. Alls hafa um þrjú hundruð leikmenn NBA smitast. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
Gobert var settir á kórónuveirulista NBA deildarinnar í gær en enginn slíkur listi var til þegar hann fékk veiruna 11. mars 2020. Í framhaldinu var tekin sú ákvörðun að hætta leik í NBA-deildinni og alls varð fjögurra mánaða hlé á henni áður en hún var kláruð seint um sumarið í Walt Disney garðinum í Flórída fylki. Rudy Gobert has entered health and safety protocols, the team announced.Gobert had two negative rapid tests on Wednesday, but a PCR test has since returned positive for COVID-19. pic.twitter.com/gxChOQYhEE— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) January 6, 2022 Smitið hans vakti sérstaka athygli því nokkrum dögum fyrr hafði hann gert lítið úr smithættunni með því að snerta alla hljóðnema fjölmiðlafólks á blaðamannafundi. Gobert verður ekki með Utah Jazz í kvöld en ekki er vitað hversu lengi hann verður frá. Gobert spilaði ekki síðasta leik Utah Jazz liðsins á móti Denver á miðvikudagskvöldið vegna veikinda og seinna kom síðan í ljós að hann væri með COVID-19. The first time Rudy Gobert tested positive for COVID-19, the NBA didn t even have health and safety protocols. It shut down the league instead. This time, the Utah Jazz center might just miss a few days.https://t.co/isFit33jUV— AP Sports (@AP_Sports) January 6, 2022 Hann bætti þar með í hóp með liðsfélaga sínum Joe Ingles en í upphafi vikunnar var Utah Jazz eina liðið í NBA-deildinni sem var ekki með leikmann á kórónuveirulista NBA. Rudy Gobert er 29 ára og 216 sentimetra miðherji sem hefur þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður NBA-deildarinnar. Hann er með 15,5 stig, 15,1 frákast og 2,3 varin skot að meðaltali í leik á þessu tímabili. 125 leikmenn í NBA-deildinni voru á listanum í miðri síðustu viku en sá fjöldi var kominn niður í 56 í gærkvöldi. Alls hafa um þrjú hundruð leikmenn NBA smitast.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira