NBA dagsins: Golden State vann næstbesta lið deildarinnar þrátt fyrir kaldan Curry Golden State Warriors þurfti ekki stórleik frá Stephen Curry til að vinna liðið með næstbesta árangurinn í NBA-deildinni, Phoenix Suns, í nótt, 122-116. Körfubolti 12. maí 2021 15:00
Óvænt hetja kláraði dæmið fyrir Lakers gegn Knicks Þrátt fyrir að vera án LeBrons James og leikstjórnandalausir vann Los Angeles Lakers New York Knicks, 101-99, í framlengnum leik á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 12. maí 2021 08:00
Jordan deilir síðustu skilaboðunum frá Kobe Michael Jordan hefur deilt síðustu smáskilaboðunum sem hann fékk frá Kobe Bryant heitnum. Körfubolti 12. maí 2021 07:31
NBA dagsins: WES182OOK Russell Westbrook skráði sig í sögubækur NBA-deildarinnar þegar hann náði sinni 182. þreföldu tvennu á ferlinum í 125-124 tapi Washington Wizards fyrir Atlanta Hawks í nótt. Körfubolti 11. maí 2021 15:02
Westbrook bætti nær hálfrar aldar gamalt þrennumet Oscars Robertson Russell Westbrook bætti í nótt met Oscars Robertson yfir flestar þrefaldar tvennur í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 11. maí 2021 08:00
Rósin sprakk út í langþráðum Knicks-sigri í Staples Center Derrick Rose sýndi gamalkunna takta þegar New York Knicks sigraði Los Angeles Clippers, 100-106, í NBA-deildinni í gær. Körfubolti 10. maí 2021 15:00
Háskólatreyja Jordans seldist á tæplega tvö hundruð milljónir Treyja frá háskólaárum Michaels Jordan seldist um helgina á 1,38 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar tæplega 172 milljónum íslenskra króna. Körfubolti 10. maí 2021 14:31
Davis bar kyndilinn í fjarveru LeBrons Anthony Davis átti stórkostlegan leik þegar Los Angeles Lakers vann góðan sigur á Phoenix Suns, 123-110, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 10. maí 2021 08:01
Flugeldasýning hjá Curry Steph Curry var magnaður í liði Golden State Warriors sem rúllaði yfir Oklahoma í NBA körfuboltanum í nótt en alls voru sjö leikir á dagskránni í nótt. Körfubolti 9. maí 2021 09:01
36 stig Davis dugðu ekki til og allt á afturfótunum hjá Lakers Það voru fjölmargir leikir í NBA körfuboltanum í nótt. Það var hátt stigaskor í flestu leikjunum en LA Lakers tapaði meðal annars gegn Portland með fimm stigum, 106-101. Körfubolti 8. maí 2021 09:30
Zion með brákaðan fingur og frá ótímabundið Zion Williamson, miðherji New Orleans Pelicans í NBA-deildinni, virðist hafa lokið leik á tímabilinu en hann er með brákaðan fingur. Körfubolti 7. maí 2021 21:31
NBA dagsins: Súperstjörnunar segja það gott fyrir Brooklyn Nets að lenda í mótlæti áður en úrslitakeppnin hefst Brooklyn Nets tapaði fjórða leiknum sínum í röð í NBA deildinni í nótt en stjörnur liðsins þakka fyrir að liðið lendi í vandræðum núna frekar en í úrslitakeppninni sem er á næsta leyti. Körfubolti 7. maí 2021 15:01
Dallas vann Brooklyn Nets og Luka Doncic ætlar að hætta að væla svona mikið í dómurum Luka Doncic lofar því að vera prúðari við dómarana nú þegar hann er aðeins einni tæknivillu frá því að leikbann. Hann brosti eftir leikinn við Brooklyn Nets í nótt. Körfubolti 7. maí 2021 07:30
Misstu Giannis af velli en tókst að halda sigurgöngunni áfram Milwaukee Bucks vann sinn fjórða leik í röð í NBA deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir stórleik hjá tveimur mönnum hjá mótherjunum. Körfubolti 6. maí 2021 07:31
NBA dagsins: Fór á kostum á gólfinu fyrir neðan treyju föður síns Tim Hardaway Jr. eyddi mörgum kvöldstundum í að leika sér með körfubolta á gólfinu í íþróttahöll Miami Heat en í nótt mætti hann þangað sem stjörnuleikmaður í NBA-deildinni. Körfubolti 5. maí 2021 15:00
Giannis og félagar unnu annan sigurinn á Brooklyn Nets á nokkrum dögum Milwaukee Bucks hefur sýnt styrk sinn á móti hinum toppliðunum í Austurdeildinni að undanförnu í NBA-deildinni í körfubolta og enn eitt dæmið um það var í nótt. Körfubolti 5. maí 2021 07:30
NBA dagsins: Segir að hin liðin í deildinni séu skíthrædd við Stephen Curry Stephen Curry hefur boðið upp á skotsýningu á endurkomutímabilinu sínu eftir að hann missti af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Körfubolti 4. maí 2021 15:00
Russell Westbrook var með 21 frákast og 24 stoðsendingar í nótt Russell Westbrook bauð upp á sögulegar tröllatölur í sigri Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Steph Curry átti enn einn stórleikinn og Los Angeles Lakers vann loksins og það án LeBrons James. Körfubolti 4. maí 2021 07:31
NBA dagsins: LeBron James og Luka Doncic pirraðir en Giannis í miklu stuði Pressan er að magnaðast á lið þeirra LeBrons James og Luka Doncic á lokakafla deildarkeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 3. maí 2021 15:00
Sjöfaldur NBA meistari útskrifaðist úr háskóla um helgina Körfuboltastjarnan Robert Horry stóð við loforðið sem hann gaf móður sinni og fór aftur í skóla til að útskrifast. Körfubolti 3. maí 2021 13:31
Lakers tapaði þriðja leiknum í röð og Luka nálgast óðum leikbann Los Angeles Lakers, Dallas Mavericks og Boston Celtics eiga öll hættu á því að þurfa að komast inn í úrslitakeppnina í gegnum hina nýju umspilsleiki í lok deildarkeppninnar eftir að hafa tapað leikjum sínum í NBA deildinni í körfubolta. Körfubolti 3. maí 2021 07:30
Lygilegar tölur hjá Doncic í spennutrylli, Jokic sá um Clippers og Pacers skoruðu 152 stig Að venju var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem tíu leikir fóru fram. Körfubolti 2. maí 2021 09:15
NBA dagsins: Mögnuð frammistaða Tatum, toppslagur Vestursins og afhroð meistaranna Það var að venju nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 1. maí 2021 16:31
Suns hirti toppsætið af Jazz, Lakers tapaði í endurkomu LeBron og Tatum jafnaði stigamet Larry Bird Alls fóru átta leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix Suns vann stórsigur á Utah Jazz og hirti þar með toppsæti Vesturdeildarinnar. Körfubolti 1. maí 2021 09:31
NBA dagsins: Svona komst Porter í sögubækurnar, Antetokounmpo meiddist og Durant í ham Kevin Durant fór á kostum í sigri Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þó að botnlið Houston Rockets hafi ekki að neinu að keppa lét Kevin Porter sig ekki muna um að skora 50 stig gegn Milwaukee Bucks. Körfubolti 30. apríl 2021 15:01
Gríska undrið náði ekki að klára fyrstu mínútuna og Porter skoraði fimmtíu Giannis Antetokounmpo lék aðeins 46 sekúndur í tapi Milwaukee Bucks gegn lakasta liði NBA-deildarinnar, Houston Rockets, í nótt. Hinn tvítugi Kevin Porter skoraði 50 stig fyrir Houston. Körfubolti 30. apríl 2021 07:30
NBA dagsins: Tilþrifavörn Jokic á ögurstundu Zion Williamson virtist vera að tryggja New Orleans Pelicans framlengingu gegn Denver Nuggets þegar Nikola Jokic hóf sig á loft og þverneitaði honum um það með rosalegri vörslu. Körfubolti 29. apríl 2021 15:03
Sjá loksins til sólar í fyrsta sinn í áratug Línur eru sífellt að skýrast varðandi úrslitakeppnina í NBA-deildinni í körfubolta. Eftir úrslit næturinnar er ljóst að Phoenix Suns leika í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í rúman áratug. Körfubolti 29. apríl 2021 07:30
NBA dagsins: Sluppu við neyðarlegt met, Antetokounmpo í ham og Doncic varpaði skugga á Curry Grikkinn Giannis Antetokounmpo og Slóveninn Luka Doncic fóru á kostum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 28. apríl 2021 14:59
Doncic í úrslitakeppnisham Luka Doncic var allt í öllu þegar Dallas Mavericks unnu kærkominn sigur á Golden State Warriors, 133-103, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 28. apríl 2021 07:31