Rekinn úr húsi fyrir að labba á dómarann Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2022 07:27 Chris Paul gengur af velli í leiknum við Houston Rockets í Phoenix í nótt. AP/Matt York Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt þar sem flautuþristur tryggði Denver Nuggets sigur á Golden State Warriors, LeBron James leiddi LA Lakers í sterkum sigri á Utah Jazz, og Phoenix Suns héldu áfram að vinna þrátt fyrir að Chris Paul væri rekinn úr húsi. Phoenix vann sinn sjöunda leik í röð í nótt og er með langbesta sigurhlutfallið í deildinni, eða 48 sigra og aðeins 10 töp. Liðið vann Portland Trail Blazers í spennuleik, 124-121, þrátt fyrir að missa Paul af velli. Phoenix var undir, 71-65, þegar Paul missti stjórn á skapi sínu í þriðja leikhluta. Hann fékk fyrst tæknivillu fyrir kjaftbrúk og var greinilega enn óánægður því hann labbaði utan í dómarann J. T. Orr nokkrum sekúndum síðar, fékk þá aðra tæknivillu og hafði þar með lokið leik. The full sequence of Chris Paul's ejection pic.twitter.com/jv5jc8kyCV— Bally Sports Arizona (@BALLYSPORTSAZ) February 17, 2022 Paul hafði fengið högg á höndina og hélt um hana en ekki er talið að meiðslin séu alvarleg. LeBron James skoraði 15 af 33 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar LA Lakers unnu sterkan sigur á Utah Jazz, 106-101, þrátt fyrir meiðsli Anthony Davis. Lakers voru 92-80 undir um miðjan fjórða leikhluta en James fór á kostum og skoraði síðustu tíu stigin í 19-4 áhlaupi heimamanna sem þar með unnu liðið í 4. sæti vesturdeildarinnar. Lakers eru í 9. sæti. LeBron spins and finishes for his 25th point of the night on ESPNHe has now scored 25 PTS in 23 straight games pic.twitter.com/tAW9FjwyaQ— NBA (@NBA) February 17, 2022 Stjarna næturinnar var aftur á móti Monte Morris sem setti niður flautuþrist, yfir Stephen Curry, og tryggði Denver Nuggets 117-116 sigur á Golden State Warriors. MONTE MORRIS KNOCKS DOWN THE #TissotBuzzerBeater, WINNING IT FOR THE @nuggets! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/oYHsygvuUK— NBA (@NBA) February 17, 2022 Curry var nýbúinn að skora yfir Morris þegar aðeins 5,9 sekúndur voru eftir af leiknum, og endaði með 25 stig. Nikola Jokic skoraði 35 stig og tók 17 fráköst fyrir Denver sem vann sinn fimmta sigur í síðustu sex leikjum og er í 6. sæti vesturdeildarinnar en Golden State er í 2. sæti. Úrslitin í nótt: Orlando 109-130 Atlanta Boston 111-112 Detroit Indiana 113-108 Washington New York 106-111 Brooklyn Chicago 125-118 Sacramento Memphis 119-123 Portland Minnesota 91-103 Toronto Oklahoma 106-114 San Antonio Phoenix 124-121 Houston Golden State 116-117 Denver LA Lakers 106-101 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Fleiri fréttir Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll | Stórleikur liðanna sem slógust um titilinn Þór Þ. - Keflavík | Gestirnir komnir á beinu brautina? „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira
Phoenix vann sinn sjöunda leik í röð í nótt og er með langbesta sigurhlutfallið í deildinni, eða 48 sigra og aðeins 10 töp. Liðið vann Portland Trail Blazers í spennuleik, 124-121, þrátt fyrir að missa Paul af velli. Phoenix var undir, 71-65, þegar Paul missti stjórn á skapi sínu í þriðja leikhluta. Hann fékk fyrst tæknivillu fyrir kjaftbrúk og var greinilega enn óánægður því hann labbaði utan í dómarann J. T. Orr nokkrum sekúndum síðar, fékk þá aðra tæknivillu og hafði þar með lokið leik. The full sequence of Chris Paul's ejection pic.twitter.com/jv5jc8kyCV— Bally Sports Arizona (@BALLYSPORTSAZ) February 17, 2022 Paul hafði fengið högg á höndina og hélt um hana en ekki er talið að meiðslin séu alvarleg. LeBron James skoraði 15 af 33 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar LA Lakers unnu sterkan sigur á Utah Jazz, 106-101, þrátt fyrir meiðsli Anthony Davis. Lakers voru 92-80 undir um miðjan fjórða leikhluta en James fór á kostum og skoraði síðustu tíu stigin í 19-4 áhlaupi heimamanna sem þar með unnu liðið í 4. sæti vesturdeildarinnar. Lakers eru í 9. sæti. LeBron spins and finishes for his 25th point of the night on ESPNHe has now scored 25 PTS in 23 straight games pic.twitter.com/tAW9FjwyaQ— NBA (@NBA) February 17, 2022 Stjarna næturinnar var aftur á móti Monte Morris sem setti niður flautuþrist, yfir Stephen Curry, og tryggði Denver Nuggets 117-116 sigur á Golden State Warriors. MONTE MORRIS KNOCKS DOWN THE #TissotBuzzerBeater, WINNING IT FOR THE @nuggets! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/oYHsygvuUK— NBA (@NBA) February 17, 2022 Curry var nýbúinn að skora yfir Morris þegar aðeins 5,9 sekúndur voru eftir af leiknum, og endaði með 25 stig. Nikola Jokic skoraði 35 stig og tók 17 fráköst fyrir Denver sem vann sinn fimmta sigur í síðustu sex leikjum og er í 6. sæti vesturdeildarinnar en Golden State er í 2. sæti. Úrslitin í nótt: Orlando 109-130 Atlanta Boston 111-112 Detroit Indiana 113-108 Washington New York 106-111 Brooklyn Chicago 125-118 Sacramento Memphis 119-123 Portland Minnesota 91-103 Toronto Oklahoma 106-114 San Antonio Phoenix 124-121 Houston Golden State 116-117 Denver LA Lakers 106-101 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Orlando 109-130 Atlanta Boston 111-112 Detroit Indiana 113-108 Washington New York 106-111 Brooklyn Chicago 125-118 Sacramento Memphis 119-123 Portland Minnesota 91-103 Toronto Oklahoma 106-114 San Antonio Phoenix 124-121 Houston Golden State 116-117 Denver LA Lakers 106-101 Utah
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Fleiri fréttir Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll | Stórleikur liðanna sem slógust um titilinn Þór Þ. - Keflavík | Gestirnir komnir á beinu brautina? „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira