Rekinn úr húsi fyrir að labba á dómarann Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2022 07:27 Chris Paul gengur af velli í leiknum við Houston Rockets í Phoenix í nótt. AP/Matt York Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt þar sem flautuþristur tryggði Denver Nuggets sigur á Golden State Warriors, LeBron James leiddi LA Lakers í sterkum sigri á Utah Jazz, og Phoenix Suns héldu áfram að vinna þrátt fyrir að Chris Paul væri rekinn úr húsi. Phoenix vann sinn sjöunda leik í röð í nótt og er með langbesta sigurhlutfallið í deildinni, eða 48 sigra og aðeins 10 töp. Liðið vann Portland Trail Blazers í spennuleik, 124-121, þrátt fyrir að missa Paul af velli. Phoenix var undir, 71-65, þegar Paul missti stjórn á skapi sínu í þriðja leikhluta. Hann fékk fyrst tæknivillu fyrir kjaftbrúk og var greinilega enn óánægður því hann labbaði utan í dómarann J. T. Orr nokkrum sekúndum síðar, fékk þá aðra tæknivillu og hafði þar með lokið leik. The full sequence of Chris Paul's ejection pic.twitter.com/jv5jc8kyCV— Bally Sports Arizona (@BALLYSPORTSAZ) February 17, 2022 Paul hafði fengið högg á höndina og hélt um hana en ekki er talið að meiðslin séu alvarleg. LeBron James skoraði 15 af 33 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar LA Lakers unnu sterkan sigur á Utah Jazz, 106-101, þrátt fyrir meiðsli Anthony Davis. Lakers voru 92-80 undir um miðjan fjórða leikhluta en James fór á kostum og skoraði síðustu tíu stigin í 19-4 áhlaupi heimamanna sem þar með unnu liðið í 4. sæti vesturdeildarinnar. Lakers eru í 9. sæti. LeBron spins and finishes for his 25th point of the night on ESPNHe has now scored 25 PTS in 23 straight games pic.twitter.com/tAW9FjwyaQ— NBA (@NBA) February 17, 2022 Stjarna næturinnar var aftur á móti Monte Morris sem setti niður flautuþrist, yfir Stephen Curry, og tryggði Denver Nuggets 117-116 sigur á Golden State Warriors. MONTE MORRIS KNOCKS DOWN THE #TissotBuzzerBeater, WINNING IT FOR THE @nuggets! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/oYHsygvuUK— NBA (@NBA) February 17, 2022 Curry var nýbúinn að skora yfir Morris þegar aðeins 5,9 sekúndur voru eftir af leiknum, og endaði með 25 stig. Nikola Jokic skoraði 35 stig og tók 17 fráköst fyrir Denver sem vann sinn fimmta sigur í síðustu sex leikjum og er í 6. sæti vesturdeildarinnar en Golden State er í 2. sæti. Úrslitin í nótt: Orlando 109-130 Atlanta Boston 111-112 Detroit Indiana 113-108 Washington New York 106-111 Brooklyn Chicago 125-118 Sacramento Memphis 119-123 Portland Minnesota 91-103 Toronto Oklahoma 106-114 San Antonio Phoenix 124-121 Houston Golden State 116-117 Denver LA Lakers 106-101 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Phoenix vann sinn sjöunda leik í röð í nótt og er með langbesta sigurhlutfallið í deildinni, eða 48 sigra og aðeins 10 töp. Liðið vann Portland Trail Blazers í spennuleik, 124-121, þrátt fyrir að missa Paul af velli. Phoenix var undir, 71-65, þegar Paul missti stjórn á skapi sínu í þriðja leikhluta. Hann fékk fyrst tæknivillu fyrir kjaftbrúk og var greinilega enn óánægður því hann labbaði utan í dómarann J. T. Orr nokkrum sekúndum síðar, fékk þá aðra tæknivillu og hafði þar með lokið leik. The full sequence of Chris Paul's ejection pic.twitter.com/jv5jc8kyCV— Bally Sports Arizona (@BALLYSPORTSAZ) February 17, 2022 Paul hafði fengið högg á höndina og hélt um hana en ekki er talið að meiðslin séu alvarleg. LeBron James skoraði 15 af 33 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar LA Lakers unnu sterkan sigur á Utah Jazz, 106-101, þrátt fyrir meiðsli Anthony Davis. Lakers voru 92-80 undir um miðjan fjórða leikhluta en James fór á kostum og skoraði síðustu tíu stigin í 19-4 áhlaupi heimamanna sem þar með unnu liðið í 4. sæti vesturdeildarinnar. Lakers eru í 9. sæti. LeBron spins and finishes for his 25th point of the night on ESPNHe has now scored 25 PTS in 23 straight games pic.twitter.com/tAW9FjwyaQ— NBA (@NBA) February 17, 2022 Stjarna næturinnar var aftur á móti Monte Morris sem setti niður flautuþrist, yfir Stephen Curry, og tryggði Denver Nuggets 117-116 sigur á Golden State Warriors. MONTE MORRIS KNOCKS DOWN THE #TissotBuzzerBeater, WINNING IT FOR THE @nuggets! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/oYHsygvuUK— NBA (@NBA) February 17, 2022 Curry var nýbúinn að skora yfir Morris þegar aðeins 5,9 sekúndur voru eftir af leiknum, og endaði með 25 stig. Nikola Jokic skoraði 35 stig og tók 17 fráköst fyrir Denver sem vann sinn fimmta sigur í síðustu sex leikjum og er í 6. sæti vesturdeildarinnar en Golden State er í 2. sæti. Úrslitin í nótt: Orlando 109-130 Atlanta Boston 111-112 Detroit Indiana 113-108 Washington New York 106-111 Brooklyn Chicago 125-118 Sacramento Memphis 119-123 Portland Minnesota 91-103 Toronto Oklahoma 106-114 San Antonio Phoenix 124-121 Houston Golden State 116-117 Denver LA Lakers 106-101 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Orlando 109-130 Atlanta Boston 111-112 Detroit Indiana 113-108 Washington New York 106-111 Brooklyn Chicago 125-118 Sacramento Memphis 119-123 Portland Minnesota 91-103 Toronto Oklahoma 106-114 San Antonio Phoenix 124-121 Houston Golden State 116-117 Denver LA Lakers 106-101 Utah
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira