

NBA
Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Skapari Squid Game svarar LeBron: Getur gert sitt eigið framhald
Höfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu, Squid Game, hefur svarað körfuboltastjörnunni LeBron James eftir að hann gagnrýndi hvernig þáttaröðin endaði.

Westbrook og Davis drógu Lakers-vagninn í fjarveru LeBrons
Russell Westbrook átti sinn besta leik í treyju Los Angeles Lakers þegar liðið vann San Antonio Spurs, 121-125, eftir framlengingu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Bulls ekki byrjað betur síðan Jordan lék með liðinu
Fara þarf aftur til tíma Michaels Jordan til að finna jafngóða byrjun á tímabili hjá Chicago Bulls í NBA-deildinni og núna.

Magnaður Morant skráði sig í sögurbækur Memphis
Hinn stórskemmtilegi leikstjórnandi Memphis Grizzlies átti magnaðan leik er lið hans tapaði naumlega fyrir Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta. Hann skráði sig í sögubækur Grizzlies í leiknum.

Melo sýndi gamla takta þegar Lakers vann loksins
Carmelo Anthony sýndi að enn lifir í gömlum glæðum þegar Los Angeles Lakers vann sinn fyrsta leik í NBA-deildinni tímabilinu í nótt.

Úrslit næturinnar í NBA: Doncic frábær í fyrsta sigri Kidd
Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi. Jason Kidd vann sinn fyrsta sigur sem aðalþjálfari Dallas Mavericks þegar að liðið bar sigurorð af Toronto Raptors í Kanada í gær. Luka Doncic skoraði 27 stig, tók 9 fráköst og gaf 12 stoðsendingar fyrir Dallas.

Eigandi Phoenix Suns sakaður um kynþáttafordóma
NBA liðið Phoenix Suns stendur í ströngu þessa dagana. Mikið í gangi á vellinum en ekki virðist dramatíkin ætla að vera minni utanvallar. Liðið sendi frá sér yfirlýsingu í gær sem viðbragð við því að miðillinn ESPN ætlar að birta fréttaskýringu um eiganda liðsins, Robert Sarver.

Auðvelt hjá Phoenix í Englaborginni
Phoenix Suns vann nokkuð auðveldan sigur 115-105 gegn Los Angeles Lakers á heimavelli þeirra síðarnefndu í nótt. Chris Paul, leikmaður Phoenix, varð sá fyrsti í sögunni til þess að skora 20000 stig og gefa 10000 stoðsendingar. Tíu leikir voru leiknir í NBA deildinni í nótt.

Sérfræðingarnir svara stóru NBA-spurningunum
Sjötugasta og sjötta tímabil NBA-deildarinnar er farið af stað. Af því tilefni fengum við tvo helstu NBA-sérfræðinga landsins til að svara stóru spurningunum um tímabilið.

Þetta eru 75 bestu leikmenn í sögu NBA: Er þitt uppáhald á listanum?
NBA-deildin í körfubolta heldur upp á 75 ára afmæli sitt á tímabilinu sem er nú hafið. Fyrsta verk var að opinbera nýjan lista yfir bestu leikmenn allra tíma.

Næturgaman hjá sjóðheitum Steph Curry
Golden State Warriors og Milwaukee Bucks áttu bæði möguleika á því að byrja NBA tímabilið 2-0 í nótt en það voru NBA-meistararnir í Bucks sem voru skotnir niður á jörðina á meðan Stepp Curry leiddi sína menn til sigurs.

„Þetta er ekki síðasta ár“
Chicago Bulls liðið mætir til leiks með mikið breytt lið í NBA-deildinni í körfubolta í vetur og byrjaði á sigri í nótt. New York Knicks vann Boston Celtics í tvíframlengdum leik, silfurlið Phoenix Suns tapaði á heimavelli og leikmenn Philadelphia 76ers létu Ben Simmons vesenið ekki stoppa sig í New Orleans.

Mættu bæði með bikarinn og brotna hurð á sigurhátíðina sína
Chicago Sky varð WNBA-meistari í körfubolta á sunnudagskvöldið eftir sigur á Phoenix Mercury en liðsmenn Chicago liðsins héldu áfram að stríða tapsárum andstæðingum sínum þegar þær héldu sigurhátíð sína í gær.

Embiid um Ben Simmons: Fæ ekki borgað fyrir að vera í barnapössun
Ben Simmons verður ekki með Philadelphia 76ers í fyrsta leik liðsins á NBA tímabilinu sem er á móti New Orleans Pelicans í nótt. Félagið setti Simmons í eins leiks bann eftir að hann var rekinn af æfingu í gær fyrir að meðal annars neita að gera það sem þjálfarinn bað hann um.

Steph Curry byrjaði NBA tímabilið á þrennu í sigri á Lakers
Golden State Warriors og Milwaukee Bucks fögnuðu sigri þegar tveir fyrstu leikirnir á nýju NBA-tímabili fór fram í nótt. Meistaraefnin í Brooklyn Nets og Los Angeles Lakers þurftu á móti að sætta sig við tap.

Simmons settur í bann af eigin félagi
Ben Simmons, leikmaður Philadelphia 76ers, hefur verið settur í eins leiks keppnisbann af sínu eigin félagi eftir að hafa verið rekinn heim af æfingu í gær. Hann mun því ekki taka þátt í opnunarleik liðsins í NBA-deildinni í kvöld.

Fimm forvitnilegir sem vert er að fylgjast með í NBA-deildinni í vetur
NBA-deildin í körfubolta hefst annað kvöld þegar ríkjandi meistarar Milwaukee Bucks taka á móti Brooklyn Nets. Stöð 2 Sport mun áfram sýna frá deildinni og reikna má með hörkuleiktíð með fjölda mismunandi sögulína.

Chicago borg á körfuboltameistara á nýjan leik
Chicago hefur ekki eignast bandaríska meistara í körfuboltanum síðan að Michael Jordan yfirgaf Chicago Bulls í lok síðustu aldar. Það breyttist í nótt. Candace Parker ólst upp sem mikill aðdáandi Jordan og Bulls liðsins og snéri aftur „heim“ og vann titilinn á sínu fyrsta tímabili með liðinu.

Brooklyn sóttu James Harden sem tryggingu fyrir Kyrie Irving
Forráðamenn Brooklyn Nets í NBA deildinni lögðu hart að sér að sækja James Harden til liðsins. Ástæðan er sú að þeir treystu því ekki að Kyrie Irving myndi spila. Þetta segir körfuboltaskríbentinn Adrien Wojnarowski í hlaðvarpinu sínu, sem kom út um helgina.

Irving ætlar ekki að hætta: „Haldiði virkilega að ég vilji tapa peningum?“
Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni, þvertekur fyrir að hann ætli að leggja körfuboltaskóna á hilluna í bráð.

LeBron James horfði á Squid Game en var ekki ánægður með endinn
Það eru allir að horfa á kóresku sjónvarpsseríuna Squid Game og körfuboltastjarnan LeBron James gat ekki beðið eftir því að tala um þáttinn eftir blaðamannafundinn sinn í gær.

Kyrie Irving mun ekki æfa né spila með Brooklyn
Körfuboltamaðurinn Kyrie Irving, sem leikur með Brooklyn Nets, mun hvorki æfa né spila með liðinu nema hann láti bólusetja sig.

Ben Simmons kom öllum á óvörum með því að mæta í vinnuna
Nú lítur allt í einu út fyrir það að Ben Simmons muni eftir allt saman spila með Philadelphia 76ers liðinu í NBA deildinni í körfubolta í vetur.

„Haltu barninu inn í þér elskan, ég er að koma“
Bandaríska körfuboltakonan Diana Taurasi átti magnaða klukkutíma þegar hún kom liði sínu í lokaúrslit WNBA deildarinnar með frábærum fjórða leikhluta og fylgdi því síðan eftir með því að fara heim og sjá sitt annað barn koma í heiminn.

NBA stjarna nýr stuðningsmaður Njarðvíkur
Njarðvíkingar hafa á að skipa afar öflugum mannskap í Subway deildinni í körfubolta og þykja líklegir til að vinna mótið örugglega.

Liðsfélagar í WNBA deildinni í körfubolta slógust út á götu
Tveir leikmenn Atlanta Dream liðsins í WNBA-deildinni í körfubolta fá ekki að spila áfram hjá félaginu á næstu leiktíð. Ástæðan er að myndband með þeim í slagsmálum fyrr á árinu komst á flug á netinu.

Segist hafa verið neyddur í bólusetningu
Andrew Wiggins, leikmaður Golden State Warriors, segist hafa verið neyddur til að bólusetja sig gegn kórónuveirunni til að geta haldið áfram að spila í NBA-deildinni í körfubolta.

Gæti orðið af milljónum Bandaríkjadala þar sem hann er ekki bólusettur
Kyrie Irving gæti misst af fjölda leikja Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta þar sem hann er ekki bólusettur. Gæti það leitt til þess að hann verði af milljónum Bandaríkjadala.

Sú besta í WNBA deildinni kemur frá Bahamaeyjum og spilar fyrir Bosníu
Hún bætti sig mest allra í WNBA deildinni árið 2017, var valin besti sjötti maðurinn árið 2018 og var svo kosin besti leikmaðurinn í ár.

Er aðeins tilbúinn að taka þátt í troðslukeppninni fyrir 129 milljónir
Ja Morant er einn af framtíðarstjörnum NBA deildarinnar í körfubolta en það þarf mikið til þess að hann sé reiðubúinn að taka þátt í troðslukeppni Stjörnuleiksins.