LeBron gæti neitað að framlengja við Lakers í von um að vinna titla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 09:31 LeBron James gæti fært sig um set. Jason Miller/Getty Images Eftir skelfingar tímabil Los Angeles Lakers í NBA-deildinni eru orðrómar á kreiki að stórstjarna liðsins, LeBron James, gæti neitað að framlengja samning sinn við félagið í von um að vinna titil annarsstaðar. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 37 ára gamla James að undanförnu. Lakers eru ekki í úrslitakeppninni, LeBron hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni og hin stórstjarna liðsins - Anthony Davis - er aldrei til staðar. Það sem átti svo að reynast þriðja stórstjarna liðsins - Russell Westbrook - reyndist vera kötturinn í sekknum. My latest look at the LeBron James-Lakers experience, at @TheAthletic * What I'm hearing about his possible extension * What matters most in his later years, from title chances to Bronny* Why the front office/scouting infrastructure mattershttps://t.co/ZZsXPzUz4d— Sam Amick (@sam_amick) April 12, 2022 Þrátt fyrir allt þetta eru allar líkur á að LeBron bæti stigametNBA-deildarinnar á næstu leiktíð. Þá hefur hann gefið út að hann vilji spila í deildinni til ársins 2025 en sonur hans, Bronny James, gæti komið inn í deildina sumarið 2024. Allt þetta hefur fengið blaðamenn – og fleiri – til að velta fyrir sér hvort LeBron spili hjá Lakers út ferilinn. Nú hefur annarri ástæðu verið bætt við. Talið erað LeBron sé að íhuga að færa sig um set þegar samningur hans við Lakers rennur út í von um að landa enn einum titlinum. Tími hans hjá Lakers hefur skilað einum slíkum en að sama skapi hefur liðið tvívegis misst af sæti í úrslitakeppninni. — LeBron James (@KingJames) April 13, 2022 Samningur LeBron rennur út eftir næsta tímabil en þá gæti hann endursamið við Lakers til ársins 2025 á eins góðum launum og mögulegt er. Það er samt spurning hvort hann ákveði að semja við annað lið með von um að vinna titil og mögulega tryggja þar með að sonur hans verði valinn í nýliðavalinu 2024. Ef eitthvað er að marka viðtalið sem LeBron fór í eftir að tímabilinu lauk þá heldur hann öllum möguleikum opnum. Hann hefur svo gefið í skyn að hann væri til í að spila með Stephen Curry. Hver veit nema það verði að veruleika áður en þessi magnaði leikmaður leggur skóna á hilluna. Hvenær svo sem það verður. Körfubolti NBA Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 37 ára gamla James að undanförnu. Lakers eru ekki í úrslitakeppninni, LeBron hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni og hin stórstjarna liðsins - Anthony Davis - er aldrei til staðar. Það sem átti svo að reynast þriðja stórstjarna liðsins - Russell Westbrook - reyndist vera kötturinn í sekknum. My latest look at the LeBron James-Lakers experience, at @TheAthletic * What I'm hearing about his possible extension * What matters most in his later years, from title chances to Bronny* Why the front office/scouting infrastructure mattershttps://t.co/ZZsXPzUz4d— Sam Amick (@sam_amick) April 12, 2022 Þrátt fyrir allt þetta eru allar líkur á að LeBron bæti stigametNBA-deildarinnar á næstu leiktíð. Þá hefur hann gefið út að hann vilji spila í deildinni til ársins 2025 en sonur hans, Bronny James, gæti komið inn í deildina sumarið 2024. Allt þetta hefur fengið blaðamenn – og fleiri – til að velta fyrir sér hvort LeBron spili hjá Lakers út ferilinn. Nú hefur annarri ástæðu verið bætt við. Talið erað LeBron sé að íhuga að færa sig um set þegar samningur hans við Lakers rennur út í von um að landa enn einum titlinum. Tími hans hjá Lakers hefur skilað einum slíkum en að sama skapi hefur liðið tvívegis misst af sæti í úrslitakeppninni. — LeBron James (@KingJames) April 13, 2022 Samningur LeBron rennur út eftir næsta tímabil en þá gæti hann endursamið við Lakers til ársins 2025 á eins góðum launum og mögulegt er. Það er samt spurning hvort hann ákveði að semja við annað lið með von um að vinna titil og mögulega tryggja þar með að sonur hans verði valinn í nýliðavalinu 2024. Ef eitthvað er að marka viðtalið sem LeBron fór í eftir að tímabilinu lauk þá heldur hann öllum möguleikum opnum. Hann hefur svo gefið í skyn að hann væri til í að spila með Stephen Curry. Hver veit nema það verði að veruleika áður en þessi magnaði leikmaður leggur skóna á hilluna. Hvenær svo sem það verður.
Körfubolti NBA Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira