LeBron gæti neitað að framlengja við Lakers í von um að vinna titla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 09:31 LeBron James gæti fært sig um set. Jason Miller/Getty Images Eftir skelfingar tímabil Los Angeles Lakers í NBA-deildinni eru orðrómar á kreiki að stórstjarna liðsins, LeBron James, gæti neitað að framlengja samning sinn við félagið í von um að vinna titil annarsstaðar. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 37 ára gamla James að undanförnu. Lakers eru ekki í úrslitakeppninni, LeBron hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni og hin stórstjarna liðsins - Anthony Davis - er aldrei til staðar. Það sem átti svo að reynast þriðja stórstjarna liðsins - Russell Westbrook - reyndist vera kötturinn í sekknum. My latest look at the LeBron James-Lakers experience, at @TheAthletic * What I'm hearing about his possible extension * What matters most in his later years, from title chances to Bronny* Why the front office/scouting infrastructure mattershttps://t.co/ZZsXPzUz4d— Sam Amick (@sam_amick) April 12, 2022 Þrátt fyrir allt þetta eru allar líkur á að LeBron bæti stigametNBA-deildarinnar á næstu leiktíð. Þá hefur hann gefið út að hann vilji spila í deildinni til ársins 2025 en sonur hans, Bronny James, gæti komið inn í deildina sumarið 2024. Allt þetta hefur fengið blaðamenn – og fleiri – til að velta fyrir sér hvort LeBron spili hjá Lakers út ferilinn. Nú hefur annarri ástæðu verið bætt við. Talið erað LeBron sé að íhuga að færa sig um set þegar samningur hans við Lakers rennur út í von um að landa enn einum titlinum. Tími hans hjá Lakers hefur skilað einum slíkum en að sama skapi hefur liðið tvívegis misst af sæti í úrslitakeppninni. — LeBron James (@KingJames) April 13, 2022 Samningur LeBron rennur út eftir næsta tímabil en þá gæti hann endursamið við Lakers til ársins 2025 á eins góðum launum og mögulegt er. Það er samt spurning hvort hann ákveði að semja við annað lið með von um að vinna titil og mögulega tryggja þar með að sonur hans verði valinn í nýliðavalinu 2024. Ef eitthvað er að marka viðtalið sem LeBron fór í eftir að tímabilinu lauk þá heldur hann öllum möguleikum opnum. Hann hefur svo gefið í skyn að hann væri til í að spila með Stephen Curry. Hver veit nema það verði að veruleika áður en þessi magnaði leikmaður leggur skóna á hilluna. Hvenær svo sem það verður. Körfubolti NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 37 ára gamla James að undanförnu. Lakers eru ekki í úrslitakeppninni, LeBron hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni og hin stórstjarna liðsins - Anthony Davis - er aldrei til staðar. Það sem átti svo að reynast þriðja stórstjarna liðsins - Russell Westbrook - reyndist vera kötturinn í sekknum. My latest look at the LeBron James-Lakers experience, at @TheAthletic * What I'm hearing about his possible extension * What matters most in his later years, from title chances to Bronny* Why the front office/scouting infrastructure mattershttps://t.co/ZZsXPzUz4d— Sam Amick (@sam_amick) April 12, 2022 Þrátt fyrir allt þetta eru allar líkur á að LeBron bæti stigametNBA-deildarinnar á næstu leiktíð. Þá hefur hann gefið út að hann vilji spila í deildinni til ársins 2025 en sonur hans, Bronny James, gæti komið inn í deildina sumarið 2024. Allt þetta hefur fengið blaðamenn – og fleiri – til að velta fyrir sér hvort LeBron spili hjá Lakers út ferilinn. Nú hefur annarri ástæðu verið bætt við. Talið erað LeBron sé að íhuga að færa sig um set þegar samningur hans við Lakers rennur út í von um að landa enn einum titlinum. Tími hans hjá Lakers hefur skilað einum slíkum en að sama skapi hefur liðið tvívegis misst af sæti í úrslitakeppninni. — LeBron James (@KingJames) April 13, 2022 Samningur LeBron rennur út eftir næsta tímabil en þá gæti hann endursamið við Lakers til ársins 2025 á eins góðum launum og mögulegt er. Það er samt spurning hvort hann ákveði að semja við annað lið með von um að vinna titil og mögulega tryggja þar með að sonur hans verði valinn í nýliðavalinu 2024. Ef eitthvað er að marka viðtalið sem LeBron fór í eftir að tímabilinu lauk þá heldur hann öllum möguleikum opnum. Hann hefur svo gefið í skyn að hann væri til í að spila með Stephen Curry. Hver veit nema það verði að veruleika áður en þessi magnaði leikmaður leggur skóna á hilluna. Hvenær svo sem það verður.
Körfubolti NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira