Stríðsmennirnir einum sigri frá sigri í NBA deildinni Golden State Warriors lagði Boston Celtics með tíu stiga mun í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í nótt 104-94 sem þýðir að Golden State er 3-2 yfir í einvíginu og aðeins einum sigri frá því að landa NBA meistaratitlinum. Körfubolti 14. júní 2022 07:30
Ekki tekið skot síðan Lakers tapaði fyrir Suns í byrjun apríl Anthony Davis, miðherji Los Angeles Lakers, hefur viðurkennt að hann hafi ekki skotið körfubolta síðan hann spilaði síðast fyrir Lakers, þann 6. apríl. Körfubolti 13. júní 2022 09:31
Steph Curry allt í öllu er Stríðsmennirnir jöfnuðu metin Stephen Curry átti sannkallaðan stórleik fyrir Golden State Warriors er liðið vann tíu stiga sigur gegn Boston Celtics í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt, 107-97. Curry skoraði 43 stig fyrir Stríðsmennina og staðan í einvíginu er nú 2-2. Körfubolti 11. júní 2022 09:31
LeBron vill eiga lið í Vegas Það virðist sem LeBron James sé farinn að huga að því hvað hann geri þegar körfuboltaskórnir fara upp í hillu. Hann vill nefnilega eiga lið í NBA-deildinni og það á að vera staðsett í Las Vegas. Körfubolti 10. júní 2022 17:00
Grímuklæddur Kjartan ræddi við NBA-stjörnur í TD Garden fyrir leik kvöldsins Kjartan Atli Kjartansson verður í TD Garden í Boston í kvöld þegar úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn í körfubolta heldur áfram. Hann ræddi við nokkra leikmenn úr einvíginu í gær. Körfubolti 10. júní 2022 15:31
Einar Bollason mættur til Boston: „Eins og ég sé sjálfur að fara að spila úrslitaleik“ Körfuboltagoðsögnin og einn harðasti stuðningsmaður Boston Celtics á Íslandi, Einar Bollason, er mættur til Boston vegna lokaúrslitanna í NBA. Körfubolti 10. júní 2022 10:02
Þríeykið sá til þess að Boston er komið yfir í úrslitaeinvíginu Stjörnur Boston Celtics stigu heldur betur upp er liðið komst 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Alls skoruðu Jayson Tatum, Jaylen Brown og Marcus Smart 77 stig er Boston vann Golden State Warriors með sextán stiga mun, lokatölur 116-100. Körfubolti 9. júní 2022 07:31
Af liðum í úrslitakeppninni væri LeBron mest til í að spila með Golden State LeBron James, leikmaður LA Lakers, hefur aftur kveikt í þeirri vangaveltu að hann og Stephen Curry gætu spilað í sama liði einn daginn. Körfubolti 8. júní 2022 23:00
Frábært ef ég get verið fyrirmynd fyrir unga feður Jayson Tatum, stjörnuleikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, segir það frábært ef hann getur verið fyrirmynd fyrir unga feður. Körfubolti 8. júní 2022 10:30
Nýr þjálfari Lakers opinberar að hann var skotinn í andlitið sem táningur Darvin Ham tók við sem aðalþjálfari Los Angeles Lakers, eins sögufrægasta íþróttaliðs allra tíma, á dögunum. Á sínum fyrsta blaðamannafundi sem þjálfari liðsins opinberaði hann skelfilega lífsreynslu frá því hann var aðeins 14 ára gamall. Körfubolti 8. júní 2022 09:30
Vill ekki að það sé fréttnæmt þegar lið ráði svartan þjálfara Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar í körfubolta, er mjög stoltur af þeirri staðreynd að tæplega helmingur allra aðalþjálfara í deildinni sé svartur á hörund. Hann vonast þó að í framtíðinni að slík staðreynd verði ekki fréttnæm. Körfubolti 6. júní 2022 14:01
Stríðsmennirnir jöfnuðu metin í úrslitaeinvíginu Golden State Warriors jafnaði metin gegn Boston Celtics í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta. Eftir erfiðar upphafsmínútur settu Stríðsmennirnir frá San Francisco í fimmta gír og unnu 19 stiga sigur, lokatölur 107-88. Körfubolti 6. júní 2022 09:10
LeBron James er fyrsti spilandi milljarðamæringurinn í NBA LeBron James er samkvæmt Forbes formlega orðinn milljarðamæringur, í dollurum talið. Með þessu er hann fyrsti NBA leikmaðurinn sem nær þessari stöðu á meðan hann er enn þá að spila í deildinni. Körfubolti 3. júní 2022 22:45
Curry eftir tap gegn Boston: Snýst um að vinna fjóra leiki Stephen Curry var sjóðandi heitur framan af fyrsta leik Golden State Warriors og Boston Celtics í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt. Það dugði ekki til þar sem Boston vann leikinn 120-108. Körfubolti 3. júní 2022 15:31
Boston Celtics leiðir úrslitaeinvígið þökk sé mögnuðum fjórða leikhluta Boston Celtics leiðir 1-0 gegn Golden State Warriors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Eftir jafnan fyrri hálfleik virtist sem Stríðsmennirnir væru betur stemmdir og leiddu þeir með allt að 15 stigum í þriðja leikhluta. Ótrúlegur fjórði leikhluti tryggð Boston hins vegar 120-108 sigur. Körfubolti 3. júní 2022 07:31
„Veglegustu NBA-útsendingar Íslandssögunnar“ „Það kemst upp í smáæfingu að vaka eftir NBA og núna er ærið tilefni til að vaka fram eftir,“ segir Kjartan Atli Kjartansson sem stýra mun umfjöllun í veglegum útsendingum frá úrslitaleikjunum í NBA-deildinni í körfubolta á Stöð 2 Sport 2. Körfubolti 2. júní 2022 16:01
„Hjartað var á 140 og ég var við það að æla þegar hann tók skotið“ Boston Celtics samfélagið á Íslandi, og víðar, gladdist mjög þegar liðið komst í úrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í tólf ár eftir sigur á Miami Heat í oddaleik aðfaranótt sunnudags. Í úrslitaeinvíginu, sem hefst í nótt, mætir Boston Golden State Warriors. Körfubolti 2. júní 2022 11:00
Sendi Kobe heitnum skilaboð áður en hann kom Boston í úrslit NBA Jayson Tatum er stór ástæða þess að Boston Celtics er komið í úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta í fyrsta sinn síðan árið 2010. Hann sendi Kobe Bryant heitnum skilaboð fyrir oddaleik Celtics og Miami Heat en Kobe var hálfgerður lærifaðir Tatum. Körfubolti 31. maí 2022 13:00
Nei eða já: „Ég var andvaka yfir þessu“ Stærsta fullyrðingin sem sett var fram í liðnum skemmtilega „Nei eða já“, í körfuboltaþættinum Lögmál leiksins í gærkvöld, var sú að Steph Curry væri búinn að eiga betri feril en Kevin Durant. Körfubolti 31. maí 2022 11:01
Sjáðu ferðasögu Kjartans Atla frá Boston Kjartan Atli Kjartansson hélt nýverið til Boston í Massachusetts til að sjá sína menn í Boston Celtics etja kappi við Miami Heat í úrslitaeinvígi Austurdeildar NBA-deildarinnar. Brian Scalabrine og fleiri góðir koma við sögu í ferðadagbók Kjartans úr ferðinni. Körfubolti 30. maí 2022 18:30
Boston Celtics í úrslit eftir spennutrylli Boston Celtics vann Miami Heat með fjögurra stiga mun í oddaleik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA. Lokatölur 96-100 í Miami og Boston Celtics því á leið í úrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Körfubolti 30. maí 2022 08:00
Nýr þjálfari Lakers ekki verið aðalþjálfari áður | LeBron er spenntur Darvin Ham er nýr þjálfari NBA-liðsins Los Angeles Lakers. Hann er fyrrum NBA-leikmaður sem hefur verið aðstoðarþjálfari í deildinni í rúmlega áratug, þar á meðal hjá Lakers frá 2011 til 2013. Þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Körfubolti 28. maí 2022 11:00
Stórfenglegur Butler tryggði Miami oddaleik Jimmy Butler steig heldur betur upp í nótt er Miami Heat tryggði sér oddaleik gegn Boston Celtics í úrslitaleik Austurdeildarinnar í NBA. Lokatölur 111-103 Miami í vil þar sem Butler skoraði 47 stig í leiknum. Körfubolti 28. maí 2022 10:00
Gamli góði Thompson mætti til leiks þegar Golden State komst í úrslit Golden State Warriors er komið í úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta í sjötta sinn á síðustu átta árum eftir sigur á Dallas Mavericks í nótt, 120-110. Golden State vann einvígið 4-1. Körfubolti 27. maí 2022 08:30
Boston Celtics einum sigri frá úrslitum Boston Celtics lagði Miami Heat með 13 stiga mun, 93-80, í fimmta leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Celtics er því aðeins einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígi deildarinnar. Körfubolti 26. maí 2022 08:30
Kerr barði í borð og hélt þrumuræðu um skotárásina í Dallas: „Nú er nóg komið!“ Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hafði engan áhuga á að tala um körfubolta fyrir leikinn gegn Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Hann hélt þess í stað mikla eldræðu um skotárásina í Uvalde í Texas. Körfubolti 25. maí 2022 09:15
Þakið lak þegar Dallas minnkaði muninn Dallas Mavericks er enn á lífi í úrslitum Vesturdeildar NBA eftir sigur á Golden State Warriors, 119-109, í fjórða leik liðanna í nótt. Staðan í einvíginu er 3-1, Golden State í vil. Körfubolti 25. maí 2022 08:31
Hörður steinhissa á spurningu Sigga um leikstjórnandaguðinn „Nei eða já“ er fastur liður í Lögmáli leiksins, þætti Stöðvar 2 Sports um NBA-deildina í körfubolta. Í þætti gærkvöldsins varpaði Sigurður Orri Kristjánsson fram spurningu sem Hörður Unnsteinsson var afar undrandi á. Körfubolti 24. maí 2022 12:01
Boston kláraði Miami í fyrsta leikhluta og allt jafnt Boston Celtics jafnaði metin í einvíginu gegn Miami Heat í úrslitum Austurdeildar NBA í 2-2 með tuttugu stiga sigri, 102-82, á heimavelli í nótt. Körfubolti 24. maí 2022 08:30
Hörður um Jimmy Butler: „Tilbúinn að kvitta undir þann reikning núna og éta þann sokk“ „Jimmy Butler er náttúrulega búinn að vera frábær í þessari úrslitakeppni og sýnt það enn og aftur að Jimmy Butler getur verið, er það ekki alltaf, A-klassa súperstjarna í raun og veru. Frá leik til leiks,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, þáttastjórnandi Lögmál leiksins. Körfubolti 23. maí 2022 18:00