Spoelstra: Er líklega það besta sem hefur gerst fyrir NBA síðasta áratuginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2023 17:01 Erik Spoelstra hvetur sína menn í Miami Heat áfram á móti Boston Celtics í TD Garden. Getty/Adam Glanzman Erik Spoelstra er að gera frábæra hluti með lið Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár. Flórídaliðið er nú komið í 1-0 á móti Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami Heat kom inn sem áttunda hæsta lið Austurdeildarinnar í úrslitakeppnina í ár af átta liðum og þurfti að fara í gegnum tvær umferðir af umspilinu til að komast inn. Miami tapaði fyrst fyrir Atlanta Hawks í baráttu um sjöunda sætið en náði að tryggja sér áttunda sætið með 102-91 sigri á Chicago Bulls. Los Angeles Lakers er einnig enn á lífi í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hafa líka komist inn í úrslitakeppnina í gegnum umspilið. Spoelstra: Play-in best thing for NBA in decade https://t.co/1FkHLFazZM pic.twitter.com/DYnTe1guFf— ESPNBoston (@ESPNBoston) May 18, 2023 Spoelstra er mjög ánægður með breytinguna á úrslitakeppninni með tilkomu umspilsins en það þýðir að við lok deildarkeppninnar eiga liðin í níunda og tíunda sæti enn möguleika á því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Spoelstra segir líka að liðið sitt hafi haft mjög gott af því að fara í gegnum umspilið en Miami hefur síðan slegið út Milwaukee Bucks 4-1 og New York Knicks 4-2. Erik Spoelstra talaði mjög vel um umspilið á blaðamannafundi fyrir annan leik Miami og Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar. „Það eru færri lið í deildinni sem eru að ‚tanka' og allir eru að berjast um þessi tvö lausu sæti. Allir leikirnir í umspilinu eru skylduáhorf og þannig var það í báðum deildum. Ég held því að þetta sé líklega það besta sem hefur gerst fyrir NBA síðasta áratuginn,“ sagði Spoelstra. „Þetta var blessun fyrir mitt lið að fá þessa umspilsleiki og þurfa að fara saman í gegnum það. Ég hafði ekki áður verið þátttakandi í svona deildarkeppni áður og mér fannst við allir vaxa og verða betri að klára umspilið. Þetta herti okkur, þjappaði okkur saman og í liðinu varð til þessi þrautseigja og kjarkur sem þarf til ef þú ætlar að ná langt í úrslitakeppninni,“ sagði Spoelstra. Miami Heat vann fyrsta leikinn 123-116 í Boston en liðin mætast aftur í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan hálf eitt. Heat coach Erik Spoelstra praised the NBA s play-in tournament as he discussed the journey that prepared Miami for its playoff run https://t.co/evgjm7afGa— Sports Illustrated (@SInow) May 18, 2023 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Getur varla gengið lengur Sport Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Miami Heat kom inn sem áttunda hæsta lið Austurdeildarinnar í úrslitakeppnina í ár af átta liðum og þurfti að fara í gegnum tvær umferðir af umspilinu til að komast inn. Miami tapaði fyrst fyrir Atlanta Hawks í baráttu um sjöunda sætið en náði að tryggja sér áttunda sætið með 102-91 sigri á Chicago Bulls. Los Angeles Lakers er einnig enn á lífi í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hafa líka komist inn í úrslitakeppnina í gegnum umspilið. Spoelstra: Play-in best thing for NBA in decade https://t.co/1FkHLFazZM pic.twitter.com/DYnTe1guFf— ESPNBoston (@ESPNBoston) May 18, 2023 Spoelstra er mjög ánægður með breytinguna á úrslitakeppninni með tilkomu umspilsins en það þýðir að við lok deildarkeppninnar eiga liðin í níunda og tíunda sæti enn möguleika á því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Spoelstra segir líka að liðið sitt hafi haft mjög gott af því að fara í gegnum umspilið en Miami hefur síðan slegið út Milwaukee Bucks 4-1 og New York Knicks 4-2. Erik Spoelstra talaði mjög vel um umspilið á blaðamannafundi fyrir annan leik Miami og Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar. „Það eru færri lið í deildinni sem eru að ‚tanka' og allir eru að berjast um þessi tvö lausu sæti. Allir leikirnir í umspilinu eru skylduáhorf og þannig var það í báðum deildum. Ég held því að þetta sé líklega það besta sem hefur gerst fyrir NBA síðasta áratuginn,“ sagði Spoelstra. „Þetta var blessun fyrir mitt lið að fá þessa umspilsleiki og þurfa að fara saman í gegnum það. Ég hafði ekki áður verið þátttakandi í svona deildarkeppni áður og mér fannst við allir vaxa og verða betri að klára umspilið. Þetta herti okkur, þjappaði okkur saman og í liðinu varð til þessi þrautseigja og kjarkur sem þarf til ef þú ætlar að ná langt í úrslitakeppninni,“ sagði Spoelstra. Miami Heat vann fyrsta leikinn 123-116 í Boston en liðin mætast aftur í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan hálf eitt. Heat coach Erik Spoelstra praised the NBA s play-in tournament as he discussed the journey that prepared Miami for its playoff run https://t.co/evgjm7afGa— Sports Illustrated (@SInow) May 18, 2023 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Getur varla gengið lengur Sport Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira