Körfubolti

Þeir bestu taka eftir ný­liðanum | „NBA-deildin verður í vand­ræðum með hann“

Aron Guðmundsson skrifar
Victor Wembanyamma verður hluti af nýliðavali NBA-deildarinnar
Victor Wembanyamma verður hluti af nýliðavali NBA-deildarinnar Vísir/Getty

Franski körfu­bolta­maðurinn­Victor Wembanyama er ekki á mála hjá NBA-liði, enn­þá, en nú þegar eru nokkrar af helstu stjörnum deildarinnar farnar að búa sig undir komu hans.

Það var í síðasta mánuði sem greint var frá því að Wembanyama hefði á­kveðið að skrá nafn sitt í ný­liða­val NBA-deildarinnar fyrir næsta tíma­bil.

Þessi 19 ára gamli leik­maður Metropolitan 92 hefur farið á kostum í Frakk­landi og er einn mest spennandi leik­maðurinn sem stendur liðum til boða í ný­liða­vali NBA-deildarinnar undan­farin 20 ár.

„Hann er eins og leik­maður sem hefur verið búinn til í NBA 2K tölvu­leiknum,“ sagði Stephen Curry, ein af stjörnum NBA deildarinnar og fjór­faldur meistari um Wembanyama.

Þá lét Kevin Durant, leik­maður Phoenix Suns, stór orð falla um leik­manninn: „NBA-deildin verður í vand­ræðum með hann þegar að hann kemur.“

Wembanyama er 219 sentí­metrar á hæð og talið nokkuð víst að hann verði fyrsta val í ný­liða­vali NBA-deildarinnar.

Fljót­lega eftir mið­nætti kemst það á hreint hver röð NBA-liðanna í ný­liða­vali deildarinnar verður. Líkurnar eru taldar mestar á því að Detroit Pi­stons, Hou­ston Rockets eða San Antonio Spurs fái fyrsta val­rétt

Undan­farið ár hafa lið reynt að há­marka mögu­leika sína á að fá Wembanyama til liðs við sig með því að skipta frá sér stjörnu­leik­mönnum. 

Þá hefur samningum sumra leik­manna hefur verið rift og er það allt gert til þess að úr­slit umræddra liða séu verri á tíma­bilinu því þar með aukast líkurnar á móti að þau fái fyrsta val í ný­liða­valinu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×