NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Espaði Doncic upp og fékk 53 stig í andlitið

Luka Doncic skoraði fimmtíu stig eða meira í fjórða sinn á tímabilinu þegar Dallas Mavericks bar sigurorð af Detroit Pistons, 111-105, í NBA-deildinni í nótt. Allan leikinn var hann í hrókasamræðum við aðstoðarþjálfara Detroit og þær voru ekki allar á kurteisu nótunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Níu sigrar í röð hjá Boston og fimm hjá Philadelphia

Topplið Austurdeildarinnar, Boston Celtics og Philadelphia 76ers, eru enn á góðu skriði eftir leiki næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Boston vann sinn níunda leik í röð er liðið lagði Toronto Raptors 106-104 og Philadelphia hafði betur gegn Sacramento Kings 129-127.

Körfubolti
Fréttamynd

Nei eða Já: „Verðum eigin­­lega að fá Lakers inn í þetta“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var að venju á sínum stað í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta. Að þessu sinni var farið yfir hvort Memphis Grizzlies ætti að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum, hversu gott umspilið verður, hversu góður Nikola Jokić er að senda boltann og hvort Anthony Edwards á bjartari framtíð en LaMelo Ball.

Körfubolti
Fréttamynd

„Pínu fá­rán­legt hversu skringi­lega þeir byrjuðu tíma­bilið“

Golden State Warriors, ríkjandi meistarar NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú tapað tveimur leikjum í röð gegn heldur slökum mótherjum og situr 6. sæti Vesturdeildar. Farið verður yfir stöðu mála hjá Stephen Curry og félögum í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Hann er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 22.00.

Körfubolti
Fréttamynd

Kevin Durant meiddist á hné

Kevin Durant fer í myndatöku í dag eftir að hafa meiðst á hné í sigurleik Brooklyn Nets á Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í gær.

Körfubolti